Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 16. september 2024 08:22 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. Yazan hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Yazan ekki á leiðinni aftur þangað heldur á Barnaspítala Hringsins. Við Rjóðrið á tíunda tímanum í morgun þangað sem talið var að komið yrði aftur með Yazan. Hann er á leiðinni í annað úrræði á Landspítalanum.Vísir/Berghildur „Já, ég hef það ekki staðfest en ég er búinn að heyra það í óstaðfestum fréttum að Yazan sé á leiðinni upp á Landspítala aftur. En lögregla verst enn allra fregna þannig að ég hef ekki heyrt neitt konkret.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, sem var vakinn rétt fyrir miðnætti á Rjóðrinu og fluttur á Keflavíkurflugvöll. Talið er að til hafi staðið að flytja Yazan til Spánar nú í morgunsárið en fréttastofu hefur borist ábending um að hætt hafi verið við flutningana. „Við erum ekkert að fagna núna því við vitum ekki hvað er í gangi og hvað lögregla hyggst gera,“ segir Albert, sem hefur ekki fengið að fylgjast með þróun mála í nótt né ræða við skjólstæðinga sína nema örstutt og án túlks. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum og dögum.“ Albert segir augljóst að eitthvað vanti upp á að mál séu faglega unnin. „Eins og mér skilst var [Yazan] vakinn rétt fyrir klukkan tólf, á milli ellefu og tólf. Síðan er hann búinn að húka í því sem ég get bara lýst sem einangrun eða varðhaldsvist í átta klukkutíma uppi í flugstöð og maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif svona hefur á ungan dreng, sem er þegar mjög viðkvæmur.“ Albert segir framgöngu lögreglu algjörlega ástæðulausa þar sem fjölskylda Yazan hafi aldrei sýnt annað en fullan samstarfsvilja. „Mitt fyrsta takmark er að tryggja að Yazan verði bara ekki fluttur úr landi,“ segir Albert um framhaldið. „Þegar það liggur fyrir mun einhver skoðun eiga sér stað á því hvað átti sér stað hérna og ég veit að réttindagæslumaður hefur líka athugasemdir við málsmeðferðina og þá þjónustu sem Yazan hefur farið á mis við hér á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Yazan hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Yazan ekki á leiðinni aftur þangað heldur á Barnaspítala Hringsins. Við Rjóðrið á tíunda tímanum í morgun þangað sem talið var að komið yrði aftur með Yazan. Hann er á leiðinni í annað úrræði á Landspítalanum.Vísir/Berghildur „Já, ég hef það ekki staðfest en ég er búinn að heyra það í óstaðfestum fréttum að Yazan sé á leiðinni upp á Landspítala aftur. En lögregla verst enn allra fregna þannig að ég hef ekki heyrt neitt konkret.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, sem var vakinn rétt fyrir miðnætti á Rjóðrinu og fluttur á Keflavíkurflugvöll. Talið er að til hafi staðið að flytja Yazan til Spánar nú í morgunsárið en fréttastofu hefur borist ábending um að hætt hafi verið við flutningana. „Við erum ekkert að fagna núna því við vitum ekki hvað er í gangi og hvað lögregla hyggst gera,“ segir Albert, sem hefur ekki fengið að fylgjast með þróun mála í nótt né ræða við skjólstæðinga sína nema örstutt og án túlks. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum og dögum.“ Albert segir augljóst að eitthvað vanti upp á að mál séu faglega unnin. „Eins og mér skilst var [Yazan] vakinn rétt fyrir klukkan tólf, á milli ellefu og tólf. Síðan er hann búinn að húka í því sem ég get bara lýst sem einangrun eða varðhaldsvist í átta klukkutíma uppi í flugstöð og maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif svona hefur á ungan dreng, sem er þegar mjög viðkvæmur.“ Albert segir framgöngu lögreglu algjörlega ástæðulausa þar sem fjölskylda Yazan hafi aldrei sýnt annað en fullan samstarfsvilja. „Mitt fyrsta takmark er að tryggja að Yazan verði bara ekki fluttur úr landi,“ segir Albert um framhaldið. „Þegar það liggur fyrir mun einhver skoðun eiga sér stað á því hvað átti sér stað hérna og ég veit að réttindagæslumaður hefur líka athugasemdir við málsmeðferðina og þá þjónustu sem Yazan hefur farið á mis við hér á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira