Hvaðan kemur verðbólgan? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. september 2024 08:02 Tveir helztu drifkraftar verðbólgunnar hér á landi undanfarin misseri hafa annars vegar verið kostnaður vegna húsnæðis og hins vegar innflutt verðbólga. Aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins enda mest flutt inn þaðan. Verðbólga jókst þar ekki vegna aukinna umsvifa heldur fyrst og fremst vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem varð til þess að ófá ríki sambandsins urðu háð orku frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum, þó enn sé flutt inn mikið af rússneskri orku, leiddi það til hærra orkuverðs, þar með hærri framleiðslukostnaðar og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað. Hækkandi húsnæðisverð hefur fyrst og fremst verið afleiðing skorts á húsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en einnig meiri kostnaðar vegna innfluttra byggingavara. Aftur fyrst og fremst frá ríkjum Evrópusambandsins. Skortinn á húsnæði má síðan einkum rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem kemur í veg fyrir vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um. Líkt og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, benti á í grein nýverið voru forsendur samkomulagsins stórlega vanmetnar miðað við þróun fólksfjöldans. Hins vegar neitar Reykjavíkurborg alfarið að hvika frá þeim. Húsnæðismarkaðurinn væri ekki vandamál ef eðlilegt framboð á húsnæði hefði verið til staðar. Þess í stað er uppsafnaður vandi orðinn slíkur að byggja þyrfti mörg þúsund nýjar íbúðir á ári til þess að vinna hann niður. Meirihlutinn í Reykjavíkurborg situr hins vegar við sinn keip og tekur ekki í mál að ræða annað en þéttingu byggðar sem mun aldrei leysa nema lítinn hluta vandans. Allt of lítið er þannig hægt að byggja á þéttingarreitum og slíkar íbúðir eru iðulega byggðar á svæðum þar sem fasteignaverð er hátt. Fyrir vikið er til að mynda allajafna ekki um að ræða íbúðir á færi fyrstu kaupenda heldur fyrst og fremst vel stæðs fólks. Verðbólga í boði Viðreisnar Frá því áður en samkomulagið frá 2015 var gert hefur Samfylkingin farið fyrir meirihlutanum í Reykjavík. Píratar hafa að sama skapi verið hluti hans frá 2014 og Viðreisn undanfarin sex ár. Vel áður en verðbólgan fór á skrið. Með öðrum orðum er ljóst að verðbólgan er að miklu leyti annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þar á meðal og ekki sízt Viðreisnar, og Evrópusambandsins. Fyrir vikið er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að flokkurinn skuli kalla eftir því að Ísland gangi í sambandið, með öllu sem því fylgdi, til þess að bregðast við ástandi sem er að miklu leyti afleiðing ákvarðana ráðamanna í Brussel og hans sjálfs. Málflutningur Viðreisnar snýst um það að ganga þurfi í Evrópusambandið til þess að lækka vexti. Vísað er í því sambandi ítrekað til lægri vaxta á evrusvæðinu. Hins vegar minnast forystumenn Viðreisnar svo gott sem aldrei á aðrar hagstærðir á svæðinu. Til að mynda tala þeir ekki um hagvöxt þar á bæ eða atvinnuleysi einfaldlega vegna þess að hagvöxtur hefur um langt árabil verið lítill eða enginn innan þess og atvinnuleysi allajafna mikið og viðvarandi. Lágu vextirnir eru þannig ekki birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands á evrusvæðinu heldur þvert á móti. Tilgangur lágra vaxta er jú iðulega sá að reyna að koma atvinnulífinu af stað. Vandamálið var með öðrum orðum fyrst búið til og síðan er kallað eftir því að það verði leyst með því að fara úr öskunni í eldinn. Um leið er krónunni kennt um allt en evrunni ekkert. Við slíkar aðstæður þykir iðulega nauðsyn að finna blóraböggul. Ekki verra ef það er einhver sem ekki getur varið sig sjálfur. Hins vegar stenzt einfaldlega ekki skoðun að krónan sé vandamálið eins og meðal annars Ólafur Margeirsson hagfræðingur hefur bent á og fært gild rök fyrir. Á sama tíma hvílir evran á efnahagslegum brauðfótum eins og til að mynda Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, hefur varað við. Vissulega ákveðinn stöðugleiki Hafa má þetta í huga þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og aðrir forystumenn flokksins halda því fram að krónan sé vandamálið án haldbærra raka og að smjör drjúpi af hverju strái innan Evrópusambandsins. Ekki þarf annað en að lesa skýrslur sem unnar hafa verið fyrir sambandið sjálft til þess að sjá í hversu hörmulegum aðstæðum það er efnahagslega. Nú síðast skýrsla sem samin var af Mario Draghi, fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópusambandsins, og birt var nýverið þar sem dregin er upp vægast sagt kolsvört mynd í þeim efnum. Mögulega les Þorgerður þó ekki gögn frá sambandinu. Fyrir vikið er ef til vill ekki að furða að fylgi Viðreisnar standi í bezta falli í stað í skoðanakönnunum miðað við síðustu þingkosningar og fari helzt ekki yfir 10%. Þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og þrátt fyrir hvatningu Þorgerðar til Evrópusambandssinna að ganga til liðs við flokkinn þar sem hann einn legði áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Vissulega má segja að ákveðinni stöðugleiki felist í fylgi Viðreisnar, sami stöðugleiki og hefur undanfarna áratugi, nokkurn veginn frá því að evrusvæðið kom til sögunnar, einkennt efnahagslíf svæðisins líkt og lesa má til dæmis um í skýrslu Draghis og heitir réttu nafni efnahagsleg stöðnun. Hins vegar kemur sú örvænting sem í vaxandi mæli einkennir málflutning Evrópusambandssinna, ekki sízt forystumanna Viðreisnar, ekki á óvart í ljósi þess að verðbólgan, sem líkt og fjallað er um hér að framan er að miklu leyti á ábyrgð flokksins og Evrópusambandsins, er smám saman á niðurleið. Sem væntanlega eru afar jákvæðar fréttir að mati flestra en sennilega ekki allra enda ljóst að ekki hefur tekizt nógu vel að hagnýta sér erfiðleika fólks vegna verðbólgunnar í þágu inngöngu í sambandið. Það er ástæða fyrir því að Viðreisn vill kosningar sem allra fyrst þrátt fyrir að fylgið sé ekki til þess að hrópa húrra yfir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Tveir helztu drifkraftar verðbólgunnar hér á landi undanfarin misseri hafa annars vegar verið kostnaður vegna húsnæðis og hins vegar innflutt verðbólga. Aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins enda mest flutt inn þaðan. Verðbólga jókst þar ekki vegna aukinna umsvifa heldur fyrst og fremst vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem varð til þess að ófá ríki sambandsins urðu háð orku frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum, þó enn sé flutt inn mikið af rússneskri orku, leiddi það til hærra orkuverðs, þar með hærri framleiðslukostnaðar og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað. Hækkandi húsnæðisverð hefur fyrst og fremst verið afleiðing skorts á húsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en einnig meiri kostnaðar vegna innfluttra byggingavara. Aftur fyrst og fremst frá ríkjum Evrópusambandsins. Skortinn á húsnæði má síðan einkum rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem kemur í veg fyrir vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um. Líkt og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, benti á í grein nýverið voru forsendur samkomulagsins stórlega vanmetnar miðað við þróun fólksfjöldans. Hins vegar neitar Reykjavíkurborg alfarið að hvika frá þeim. Húsnæðismarkaðurinn væri ekki vandamál ef eðlilegt framboð á húsnæði hefði verið til staðar. Þess í stað er uppsafnaður vandi orðinn slíkur að byggja þyrfti mörg þúsund nýjar íbúðir á ári til þess að vinna hann niður. Meirihlutinn í Reykjavíkurborg situr hins vegar við sinn keip og tekur ekki í mál að ræða annað en þéttingu byggðar sem mun aldrei leysa nema lítinn hluta vandans. Allt of lítið er þannig hægt að byggja á þéttingarreitum og slíkar íbúðir eru iðulega byggðar á svæðum þar sem fasteignaverð er hátt. Fyrir vikið er til að mynda allajafna ekki um að ræða íbúðir á færi fyrstu kaupenda heldur fyrst og fremst vel stæðs fólks. Verðbólga í boði Viðreisnar Frá því áður en samkomulagið frá 2015 var gert hefur Samfylkingin farið fyrir meirihlutanum í Reykjavík. Píratar hafa að sama skapi verið hluti hans frá 2014 og Viðreisn undanfarin sex ár. Vel áður en verðbólgan fór á skrið. Með öðrum orðum er ljóst að verðbólgan er að miklu leyti annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þar á meðal og ekki sízt Viðreisnar, og Evrópusambandsins. Fyrir vikið er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að flokkurinn skuli kalla eftir því að Ísland gangi í sambandið, með öllu sem því fylgdi, til þess að bregðast við ástandi sem er að miklu leyti afleiðing ákvarðana ráðamanna í Brussel og hans sjálfs. Málflutningur Viðreisnar snýst um það að ganga þurfi í Evrópusambandið til þess að lækka vexti. Vísað er í því sambandi ítrekað til lægri vaxta á evrusvæðinu. Hins vegar minnast forystumenn Viðreisnar svo gott sem aldrei á aðrar hagstærðir á svæðinu. Til að mynda tala þeir ekki um hagvöxt þar á bæ eða atvinnuleysi einfaldlega vegna þess að hagvöxtur hefur um langt árabil verið lítill eða enginn innan þess og atvinnuleysi allajafna mikið og viðvarandi. Lágu vextirnir eru þannig ekki birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands á evrusvæðinu heldur þvert á móti. Tilgangur lágra vaxta er jú iðulega sá að reyna að koma atvinnulífinu af stað. Vandamálið var með öðrum orðum fyrst búið til og síðan er kallað eftir því að það verði leyst með því að fara úr öskunni í eldinn. Um leið er krónunni kennt um allt en evrunni ekkert. Við slíkar aðstæður þykir iðulega nauðsyn að finna blóraböggul. Ekki verra ef það er einhver sem ekki getur varið sig sjálfur. Hins vegar stenzt einfaldlega ekki skoðun að krónan sé vandamálið eins og meðal annars Ólafur Margeirsson hagfræðingur hefur bent á og fært gild rök fyrir. Á sama tíma hvílir evran á efnahagslegum brauðfótum eins og til að mynda Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, hefur varað við. Vissulega ákveðinn stöðugleiki Hafa má þetta í huga þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og aðrir forystumenn flokksins halda því fram að krónan sé vandamálið án haldbærra raka og að smjör drjúpi af hverju strái innan Evrópusambandsins. Ekki þarf annað en að lesa skýrslur sem unnar hafa verið fyrir sambandið sjálft til þess að sjá í hversu hörmulegum aðstæðum það er efnahagslega. Nú síðast skýrsla sem samin var af Mario Draghi, fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópusambandsins, og birt var nýverið þar sem dregin er upp vægast sagt kolsvört mynd í þeim efnum. Mögulega les Þorgerður þó ekki gögn frá sambandinu. Fyrir vikið er ef til vill ekki að furða að fylgi Viðreisnar standi í bezta falli í stað í skoðanakönnunum miðað við síðustu þingkosningar og fari helzt ekki yfir 10%. Þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og þrátt fyrir hvatningu Þorgerðar til Evrópusambandssinna að ganga til liðs við flokkinn þar sem hann einn legði áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Vissulega má segja að ákveðinni stöðugleiki felist í fylgi Viðreisnar, sami stöðugleiki og hefur undanfarna áratugi, nokkurn veginn frá því að evrusvæðið kom til sögunnar, einkennt efnahagslíf svæðisins líkt og lesa má til dæmis um í skýrslu Draghis og heitir réttu nafni efnahagsleg stöðnun. Hins vegar kemur sú örvænting sem í vaxandi mæli einkennir málflutning Evrópusambandssinna, ekki sízt forystumanna Viðreisnar, ekki á óvart í ljósi þess að verðbólgan, sem líkt og fjallað er um hér að framan er að miklu leyti á ábyrgð flokksins og Evrópusambandsins, er smám saman á niðurleið. Sem væntanlega eru afar jákvæðar fréttir að mati flestra en sennilega ekki allra enda ljóst að ekki hefur tekizt nógu vel að hagnýta sér erfiðleika fólks vegna verðbólgunnar í þágu inngöngu í sambandið. Það er ástæða fyrir því að Viðreisn vill kosningar sem allra fyrst þrátt fyrir að fylgið sé ekki til þess að hrópa húrra yfir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun