Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. september 2024 07:02 Caitlin Clark fór mikinn í leik gærkvöldsins. Justin Casterline/Getty Images Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. Caitlin Clark setti persónulegt stigamet í einum leik með 35 stigum, þau dugðu einnig til að slá met sem hafði staðið síðan 2006 fyrir flest stig skoruð af nýliða í deildinni. Hún hefur farið sem stormsveipur um WNBA deildina vestanhafs á sínu fyrsta tímabili og sett hvert metið á fætur öðru. Vinsældir deildarinnar hafa einnig aukist gífurlega hratt og aðsókn á leiki deildarinnar aukist til muna og er það leikmönnum á borð við Caitlin Clark, og erkifjanda hennar Angel Reese, ekki síst að þakka. Áhorfspartí í Minigarðinum Til að vekja athygli á kvennaíþróttum og taka þátt í meðbyrnum sem blæs um þessar mundir var ákveðið að halda áhorfspartí í Minigarðinum. Helena Sverrisdóttur, fyrrum landsliðskona í körfubolta, og Silja Úlfarsdóttir, fyrrum afrekskona í frjálsíþróttum, stóðu fyrir viðburðinum. „Það var svolítið gaman, þegar Helena kom í hlaðvarpið til mín vorum við að velta fyrir okkur hvort fólk hefði áhuga á WNBA. Ég myndi segja að við vitum svarið í dag,“ sagði Silja þegar fréttastofu bar að rétt fyrir leik í gærkvöldi. „Ég held að [áhorfið á kvennaíþróttir] gæti verið miklu betra, en við sýnum það með kvöldinu í kvöld að áhuginn er til staðar og það vantar kannski meira framboð. Vonandi verður þetta viðburður sem kveikir einhvern neista,“ sagði Helena þá. Innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. WNBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
Caitlin Clark setti persónulegt stigamet í einum leik með 35 stigum, þau dugðu einnig til að slá met sem hafði staðið síðan 2006 fyrir flest stig skoruð af nýliða í deildinni. Hún hefur farið sem stormsveipur um WNBA deildina vestanhafs á sínu fyrsta tímabili og sett hvert metið á fætur öðru. Vinsældir deildarinnar hafa einnig aukist gífurlega hratt og aðsókn á leiki deildarinnar aukist til muna og er það leikmönnum á borð við Caitlin Clark, og erkifjanda hennar Angel Reese, ekki síst að þakka. Áhorfspartí í Minigarðinum Til að vekja athygli á kvennaíþróttum og taka þátt í meðbyrnum sem blæs um þessar mundir var ákveðið að halda áhorfspartí í Minigarðinum. Helena Sverrisdóttur, fyrrum landsliðskona í körfubolta, og Silja Úlfarsdóttir, fyrrum afrekskona í frjálsíþróttum, stóðu fyrir viðburðinum. „Það var svolítið gaman, þegar Helena kom í hlaðvarpið til mín vorum við að velta fyrir okkur hvort fólk hefði áhuga á WNBA. Ég myndi segja að við vitum svarið í dag,“ sagði Silja þegar fréttastofu bar að rétt fyrir leik í gærkvöldi. „Ég held að [áhorfið á kvennaíþróttir] gæti verið miklu betra, en við sýnum það með kvöldinu í kvöld að áhuginn er til staðar og það vantar kannski meira framboð. Vonandi verður þetta viðburður sem kveikir einhvern neista,“ sagði Helena þá. Innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
WNBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira