Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller skrifar 13. september 2024 10:54 Í gær birti Róbert Spanó grein á visir.is þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni um að hafna beiðni ríkissaksóknara um að víkja vararíkissaksóknara frá störfum. Í greininni fjallar hann eingöngu um þann hluta málsins sem snýr að tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara enda var niðurstaða dómsmálaráðherra á því byggð. Síðar sama dag tók ríkissaksóknari undir sjónarmið Róberts og taldi niðurstöðu ráðherra órökrétta. Vararíkissaksóknari er embættismaður skipaður af ráðherra. Að lögum getur ráðherra einn veitt vararíkissaksóknara lausn. Í tilviki eins og því sem hér um ræðir getur ráðherra ekki veitt lausn án undanfarandi áminningar. Áminningin er þar með hluti af lausnarferlinu sem er í höndum ráðherra. Við meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneytinu var aflað tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra segir: Að öllu virtu telur LEX að uppi sé verulegur vafi á því hvort annar en ráðherra geti áminnt embættismann sem skipaður er af ráðherra, nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Skal hér einnig höfð hliðsjón af lögmætisreglunni, þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum, en í henni felst að stjórnvöld geta almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgarana, nema hafa til þess heimild í lögum. Jafnframt verður að ganga skýrt frá því í lögum, hvaða kvaðir eru á borgarana lagðar. Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla. Álit LEX er ítarlegt og vel rökstutt. Það skal upplýst að í hinu álitinu var komist að öndverðri niðurstöðu. Forsendur þar eru að mínu mati hæpnar. Sama dag og grein Róberts var birt sagði dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV: Ég fékk til dæmis álit frá tveimur virtum lögfræðistofum. Og þau álit voru ekki samhljóma um hvort að vararíkissaksóknari hafi farið út fyrir þessi mörk tjáningarfrelsis sem embættismaður. Annað álitið taldi líkur á að hann hafi farið yfir mörkin á meðan hitt taldi svo ekki vera Síðan segir Guðrún: Þegar ég skoða málið heildstætt og hef í huga að þessi ummæli eru látin falla í sérstökum aðstæðum þar sem vararíkissaksóknari var brotaþoli þá finnst mér liggja í hlutarins eðli að ég get ekki tekið íþyngjandi ákvörðun ef ég get ekki treyst því að hún sé réttmæt. Aðfinnsluvert er, með tilliti til þeirrar meðalhófsreglu sem ráðherra vísar til, að hún hafi ekki hafnað erindi ríkissaksóknara á grundvelli valdþurrðar þegar niðurstaða álitsgerðar LEX lá fyrir. Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú. Öllum ber að fara að lögum. Að ríkissaksóknari taki sér vald, sem hún hefur ekki að réttum lögum, til þess að veita vararíkissaksóknara áminningu er meira en aðfinnsluvert. Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Höfundur er lögmaður sem gætti hagsmuna vararíkissaksóknara í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær birti Róbert Spanó grein á visir.is þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni um að hafna beiðni ríkissaksóknara um að víkja vararíkissaksóknara frá störfum. Í greininni fjallar hann eingöngu um þann hluta málsins sem snýr að tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara enda var niðurstaða dómsmálaráðherra á því byggð. Síðar sama dag tók ríkissaksóknari undir sjónarmið Róberts og taldi niðurstöðu ráðherra órökrétta. Vararíkissaksóknari er embættismaður skipaður af ráðherra. Að lögum getur ráðherra einn veitt vararíkissaksóknara lausn. Í tilviki eins og því sem hér um ræðir getur ráðherra ekki veitt lausn án undanfarandi áminningar. Áminningin er þar með hluti af lausnarferlinu sem er í höndum ráðherra. Við meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneytinu var aflað tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra segir: Að öllu virtu telur LEX að uppi sé verulegur vafi á því hvort annar en ráðherra geti áminnt embættismann sem skipaður er af ráðherra, nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Skal hér einnig höfð hliðsjón af lögmætisreglunni, þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum, en í henni felst að stjórnvöld geta almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgarana, nema hafa til þess heimild í lögum. Jafnframt verður að ganga skýrt frá því í lögum, hvaða kvaðir eru á borgarana lagðar. Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla. Álit LEX er ítarlegt og vel rökstutt. Það skal upplýst að í hinu álitinu var komist að öndverðri niðurstöðu. Forsendur þar eru að mínu mati hæpnar. Sama dag og grein Róberts var birt sagði dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV: Ég fékk til dæmis álit frá tveimur virtum lögfræðistofum. Og þau álit voru ekki samhljóma um hvort að vararíkissaksóknari hafi farið út fyrir þessi mörk tjáningarfrelsis sem embættismaður. Annað álitið taldi líkur á að hann hafi farið yfir mörkin á meðan hitt taldi svo ekki vera Síðan segir Guðrún: Þegar ég skoða málið heildstætt og hef í huga að þessi ummæli eru látin falla í sérstökum aðstæðum þar sem vararíkissaksóknari var brotaþoli þá finnst mér liggja í hlutarins eðli að ég get ekki tekið íþyngjandi ákvörðun ef ég get ekki treyst því að hún sé réttmæt. Aðfinnsluvert er, með tilliti til þeirrar meðalhófsreglu sem ráðherra vísar til, að hún hafi ekki hafnað erindi ríkissaksóknara á grundvelli valdþurrðar þegar niðurstaða álitsgerðar LEX lá fyrir. Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú. Öllum ber að fara að lögum. Að ríkissaksóknari taki sér vald, sem hún hefur ekki að réttum lögum, til þess að veita vararíkissaksóknara áminningu er meira en aðfinnsluvert. Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Höfundur er lögmaður sem gætti hagsmuna vararíkissaksóknara í málinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun