Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn Pawel Bartoszek skrifar 11. september 2024 14:31 Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum. Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“. Stundum meika þessi útgjöld einhvern sens og geta nýst í eitthvað skynsamlegt til frambúðar. En stundum bara alls ekki. Nú eru til dæmis Víkingar að fara að spila Sambandsdeild Evrópu í vetur. Knattspyrnusamband Evrópu vill ekki leyfa þeim að spila á Laugardalsvelli að því að reyndist ekki unnt að spila á honum einn leik síðast. Líkt og það sé ekki viðbúið að „force-majeure“ klausan þurfi mögulega að vera notuð þegar spila þarf fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Ein af ástæðum fyrir því að ekki sé hægt að spila hvar sem er „krafa“ um aðskildar stúkur. Það er gert til að aðgreina áhorfendahópa. Þaðan koma líka kröfur um snúningshlið á völlum sem ekkert íslenskt mannvirki uppfyllir raunar og við virðumst fá undanþágu frá. Margt að þessu er kannski skiljanlegt, en það er ekki fullmikil meðvirkni með einhverjum bullukúltúr ef að þú getur ekki látið aðdáendur ólíkra liða horfa saman á leik í eina og sama mannvirkinu? Og eiga skattgreiðendur hér á landin að bera kostnað af þessari kröfu? Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum? Nei, það sem ræður för þarna eru sjónvarpsútsendingar. Það eru örugglega einhver góð rök fyrir þessum tímasetningum, en ef að hin ósýnilega hönd markaðarins vill endilega spila fótbolta við heimskautsbaug, að vetri til, um nótt, þá mætti hún kannski leggja sinn skerf á borðið til að það geti orðið af því. Frekar en að krefjast þess að skattgreiðendur borgi brúsann. Því ekki má gleyma að allt þetta, allar þessar kröfur og öll þessi óbilgirni, eru mannanna verk. HM í Katar fór ekki fram um mitt sumar. Leikirnir voru brotnir upp með vatns-pásum. Af því að mótið fór fram í Katar. Við Persaflóann. Af því að þótt það hafi kostað óheyrilegar fjárhæðir að halda mótið þá lögðu menn það ekki á sig að færa landið til á jarðkringlunni. Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn KSÍ Víkingur Reykjavík Laugardalsvöllur Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum. Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“. Stundum meika þessi útgjöld einhvern sens og geta nýst í eitthvað skynsamlegt til frambúðar. En stundum bara alls ekki. Nú eru til dæmis Víkingar að fara að spila Sambandsdeild Evrópu í vetur. Knattspyrnusamband Evrópu vill ekki leyfa þeim að spila á Laugardalsvelli að því að reyndist ekki unnt að spila á honum einn leik síðast. Líkt og það sé ekki viðbúið að „force-majeure“ klausan þurfi mögulega að vera notuð þegar spila þarf fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Ein af ástæðum fyrir því að ekki sé hægt að spila hvar sem er „krafa“ um aðskildar stúkur. Það er gert til að aðgreina áhorfendahópa. Þaðan koma líka kröfur um snúningshlið á völlum sem ekkert íslenskt mannvirki uppfyllir raunar og við virðumst fá undanþágu frá. Margt að þessu er kannski skiljanlegt, en það er ekki fullmikil meðvirkni með einhverjum bullukúltúr ef að þú getur ekki látið aðdáendur ólíkra liða horfa saman á leik í eina og sama mannvirkinu? Og eiga skattgreiðendur hér á landin að bera kostnað af þessari kröfu? Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum? Nei, það sem ræður för þarna eru sjónvarpsútsendingar. Það eru örugglega einhver góð rök fyrir þessum tímasetningum, en ef að hin ósýnilega hönd markaðarins vill endilega spila fótbolta við heimskautsbaug, að vetri til, um nótt, þá mætti hún kannski leggja sinn skerf á borðið til að það geti orðið af því. Frekar en að krefjast þess að skattgreiðendur borgi brúsann. Því ekki má gleyma að allt þetta, allar þessar kröfur og öll þessi óbilgirni, eru mannanna verk. HM í Katar fór ekki fram um mitt sumar. Leikirnir voru brotnir upp með vatns-pásum. Af því að mótið fór fram í Katar. Við Persaflóann. Af því að þótt það hafi kostað óheyrilegar fjárhæðir að halda mótið þá lögðu menn það ekki á sig að færa landið til á jarðkringlunni. Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun