LHÍ stefnir á Skólavörðuholtið í stað Tollhússins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. september 2024 11:43 Kristín Eysteinsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir flutning upp á Skólavörðuholtið miklu betri kost en Tollhúsið. Vísir/Vilhelm Stefnt er á að öll starfsemi og allar deildir Listaháskóla Íslands (LHÍ) muni sameinast undir einu þaki í núverandi húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti árið 2029. Áður hafði verið lagt upp með að Listaháskólinn ætti framtíðarhúsnæði í Tollhúsinu. Óskin kemur frá LHÍ og ráðherra segir hugmyndina afar skynsamlega. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um flutning skólans í Tollhúsið árið 2022. Skipaður hefur verið verkefnahópur með fulltrúum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og LHÍ. Hópurinn mun kanna fýsileika þess að koma LHÍ fyrir í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti og er miðað við að hann skili af sér niðurstöðu fyrir 29. nóvember næstkomandi. Meðan á vinnu hópsins stendur verða ekki gerðar aðrar ráðstafanir með húsnæði Tækniskólans. Verði niðurstaða hópsins á þá leið að Skólavörðuholt sé óhagkvæmara fyrir LHÍ verður áfram unnið út frá upphaflegum áætlunum um flutning skólans í Tollhúsið. Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, segir húsnæði Tækniskólans mun skynsamlegri og raunhæfari kostur. „Auðvitað viljum við vera með ákveðna draumsýn, við viljum hugsa stórt en það verður á sama tíma að vera eitthvað sem við sjáum að er raunhæft og er hægt að framkvæma. Því dýpra sem við fórum í vinnuna gagnvart Tollhúsinu sáum við að mögulega myndi það aldrei verða að veruleika,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Verklok við byggingu nýs húsnæðis Tækniskólans eru áætluð árið 2029. Nýja húsnæði Tækniskólans verður í Hafnarfirði en hann mun vera um 24 þúsund til 30 þúsund fermetrar. Setti sér tvö markmið þegar hún tók við „Það birtist okkur möguleiki nýlega sem stóð okkur ekki til boða þegar að Tollhúsið var skoðað og það er húsnæði Tækniskólans sem er auðvitað gríðarlega spennandi staðsetning fyrir Listaháskólann. Það húsnæði er auðvitað hannað fyrir skóla og mikið af rýmum fyrir verklega kennslu. Við skoðuðum það húsnæði og það hentar okkur mjög vel miðað við þá starfsemi sem við erum að sinna,“ sagði Kristín. Kristín tekur fram að hún hafi sett sér tvö meginmarkmið þegar hún tók við starfi rektors sem hafi annars vegar verið að fella niður skólagjöld LHÍ og hins vegar að koma skólanum raunverulega í framtíðarhúsnæði sem myndi samræmast kröfum starfseminnar. „Við erum búin að vera í undirbúningsvinnu varðandi Tollhúsið allan síðasta vetur. Því dýpra sem við fórum inn í þá vinnu þá blasti við okkur mikil óvissa, mikið flækjustig sem snýr að kostnaði og tíma. Kostnaðurinn er mjög mikill því það hefði þurft að fara í mikið niðurrif. Rífa niður þúsundir fermetra til að endurbyggja þá aftur.“ Fjögur ár í stað tíu og sparnaður upp á tíu milljarða Hún tekur fram að í ljós kom að það hefði tekið átta til tíu ár að koma starfsemi Listaháskólans fyrir í Tollhúsinu með tilheyrandi kostnaði. „Þá vildi ég auðvitað með stjórn skólans taka ábyrga ákvörðun og ákvörðun sem við trúum raunverulega að myndi leiða okkur þangað að við fáum framtíðar húsnæði. Við teljum þennan möguleika að fara húsnæði Tækniskólans vera mun sterkari og þar vegur þyngst kostnaður og tími. Við erum að tala um fjögur ár en ekki tíu og við erum að tala um að kostnaður við húsnæði Tækniskólans er tíu milljörðum lægri en hefði verið við Tollhúsið.“ Tækniskólinn, mynd tekinn úr turni Hallgrímskirkju.Vísir/Vilhelm Kristín bendir á að kostnaðurinn er mun lægri þar sem ekki þarf að ráðast í niðurrif við húsnæði Tækniskólans til að aðlaga það að kröfum LHÍ. Viðbygging verður reist við húsnæði Tækniskólans til að skapa pláss fyrir tónlistardeild, kvikmyndalistadeild og sviðslistadeild. „Það er viðbygging þarna, það er svona kassi sem gengur út á Frakkastíginn. Þar væri vel mögulegt að byggja annan eins kassa ofan á og þá erum við í rauninni komin með sextán þúsund fermetra en það var gert ráð fyrir fimmtán þúsund fermetrum í Tollhúsinu.“ Jafnframt sé það mikilvægt að eyða ekki of miklum pening í nýtt húsnæði enda muni skólinn greiða lóðarleigu undir starfsemina sem verður í samræmi við kostnaðinn sem fylgir því að færa starfsemi LHÍ undir eitt þak. Leigan hefði því verið mun dýrari í Tollhúsinu en Kristín tekur fram að því fjármagni sé betur varið í að bæta starfsemi skólans. Staðsetningin fullkomin Margir kostir séu við að færa LHÍ í húsnæði Tækniskólans í stað Tollhússins en sem dæmi nefnir Kristín að lóðin undir Tollhúsinu sé fullbyggð og lítið um möguleika til að stækka húsnæðið en ýmsir möguleikar í nágrenni Tækniskólans að framkvæmdum loknum. Staðsetning Tækniskólans sé fullkomin fyrir starfsemi Listaháskólans og húsnæðið fallega hannað með rýmum sem virki vel fyrir starfsemi skólans. „Skólavörðuholt er gríðarlega spennandi út frá staðsetningu og samleið við aðrar menningarstofnanir. Við erum þarna á milli Kjarvalsstaða og Listasafnsins. Almenningssamgöngur eru mjög góðar þarna og þó nokkur bílastæði. Við getum verið mjög virkur þátttakandi og mótandi í borgarumhverfinu.“ Fjármunum skólans og almennings betur varið Kristín fagnar því að það sé loksins innan seilingar að Listaháskólinn sameinist undir einu þaki. „Það sem við viljum öll er að við komumst undir eitt þak. Það er gífurlega spennandi sá þverfagleiki og suðupottur sem myndast við það að allar þessar listgreinar séu undir sama þaki. Ég held að þetta sé nákvæmlega staðsetningin sem við þurfum og að þetta muni vera mikill suðupottur á þessum stað. Ég trúi því að þetta verði mikið heillaskref fyrir skólann, fyrir almenning og listalíf í landinu.“ Að lokum ítrekar Kristín að fyrst og fremst sé þessi ákvörðun tekin til að tryggja það að skólinn komist undir eitt þak hraðar og svo að fjármunum skólans og almennings sé betur varið. Afar skynsamleg hugmynd Í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu segir að samþykkt hafi verið í ríkisstjórn að skoða af mikilli alvöru þá ósk Listaháskóla Íslands (LHÍ) að starfsemi skólans verði sameinuð í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti í stað Tollhússins við Tryggvagötu. Samkvæmt nýrri greiningu myndi þessi breyting ekki aðeins bæta verulega aðstöðu fyrir nemendur og kennara heldur einnig spara milljarða króna í framkvæmdakostnaði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fagnar frumkvæði Listaháskólans og segir hugmyndina afar skynsamlega. „Með þessari lausn nýtum við betur fjármuni ríkisins og lækkum kostnað verulega – jafnvel um allt að 10 milljarða króna. Þetta er skýrt dæmi um hvernig árangurstengd fjármögnun sem nú er verið að innleiða í háskólunum knýr fram betri ákvarðanir og hagkvæmari lausnir. Þegar gagnsæi er til staðar á sama tíma og innleiddir eru hvatar til að nýta fjármagn sem best í þágu nemenda forgangsraða skólarnir fjármagni sínu betur. Áður kepptust skólar við að byggja sem mest húsnæði og kostnaðurinn hafði ekki áhrif á rekstur skólanna. Nú fá skólarnir heildarfjárveitingu byggða á árangri þeirra í menntun nemenda og rannsóknum og hluti af fjármagninu fer í leigu á húsnæði sem þeir nota. Við sjáum að þessi nýja nálgun fær skólana til að hugsa sín húsnæðismál upp á nýtt og nú leggja þeir í auknum mæli áherslu á hagkvæmt húsnæði, sem nýtist starfseminni sem best. Þetta sýnir hvernig fjárveitingar sem byggja á heilbrigðum hvötum geta leitt til betri ákvarðana.“ Mikið niðurrif og nýbygging sem kosti milljarða Fyrstu áform um að sameina LHÍ í Tollhúsinu voru kynnt á ríkisstjórnarfundi í ágúst 2021, en kennsla skólans fer í dag fram í sex byggingum víðsvegar um Reykjavík. Uppbyggingar framtíðarhúsnæðis LHÍ í Tollhúsinu er jafnframt getið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í maí 2022 var fyrrnefnd viljayfirlýsing sama efnis milli ríkis, LHÍ og Reykjavíkurborgar undirrituð. Framkvæmdasýsla-Ríkiseignir áætlar að framkvæmdir við Tollhúsið muni kosta tæplega 17 milljarða króna, sem er um fimm milljörðum meira en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki aðeins þyrfti að rífa hluta Tollhússins heldur einnig reisa um 9000 fermetra nýbyggingu til að húsnæðið nýttist starfsemi LHÍ, auk þess sem aðstæður í Kvosinni auka flækjustig slíkrar framkvæmdar. „Aukni kostnaðurinn myndi leiða til ríflega 45% hærra leiguverðs hjá LHÍ frá fyrri áætlunum sem mæta þyrfti með hagræðingu á öðrum sviðum. Jafnframt eru takmarkaðir stækkunarmöguleikar fyrir hendi við Tryggvagötu en aðsókn í LHÍ hefur aukist mikið eftir niðurfellingu skólagjalda,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Von á niðurstöðum í lok nóvember Aðra sögu sé að segja af Skólavörðuholti. „Húsnæði Tækniskólans er þegar hannað fyrir kennslu, bæði í verk- og bókgreinum, og húsnæðið þarfnast ekki viðlíka niðurrifs eða viðbygginga. Að sama skapi væru fleiri stækkunarmöguleikar fyrir hendi á Skólavörðuholti en í Tryggvagötu, ef þörf krefði. Áætlað hefur verið að LHÍ gæti flutt inn í Tollhúsið eftir átta til tíu ár en í tilfelli Skólavörðuholts yrðu það að líkindum fjögur til fimm ár,“ segir í tilkynningunni. „Til þess að greiða úr ýmsum óvissuþáttum verður skipaður verkefnahópur með fulltrúum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og LHÍ. Hópurinn mun kanna fýsileika þess að koma LHÍ fyrir í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti og er miðað við að hann skili af sér niðurstöðu fyrir 29. nóvember næstkomandi. Meðan á vinnu hópsins stendur verða ekki gerðar aðrar ráðstafanir með húsnæði Tækniskólans. Verði niðurstaða hópsins á þá leið að Skólavörðuholt sé óhagkvæmara fyrir LHÍ verður áfram unnið út frá upphaflegum áætlunum um flutning skólans í Tollhúsið.“ Skóla- og menntamál Háskólar Skipulag Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Skrifað var undir viljayfirlýsingu um flutning skólans í Tollhúsið árið 2022. Skipaður hefur verið verkefnahópur með fulltrúum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og LHÍ. Hópurinn mun kanna fýsileika þess að koma LHÍ fyrir í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti og er miðað við að hann skili af sér niðurstöðu fyrir 29. nóvember næstkomandi. Meðan á vinnu hópsins stendur verða ekki gerðar aðrar ráðstafanir með húsnæði Tækniskólans. Verði niðurstaða hópsins á þá leið að Skólavörðuholt sé óhagkvæmara fyrir LHÍ verður áfram unnið út frá upphaflegum áætlunum um flutning skólans í Tollhúsið. Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, segir húsnæði Tækniskólans mun skynsamlegri og raunhæfari kostur. „Auðvitað viljum við vera með ákveðna draumsýn, við viljum hugsa stórt en það verður á sama tíma að vera eitthvað sem við sjáum að er raunhæft og er hægt að framkvæma. Því dýpra sem við fórum í vinnuna gagnvart Tollhúsinu sáum við að mögulega myndi það aldrei verða að veruleika,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Verklok við byggingu nýs húsnæðis Tækniskólans eru áætluð árið 2029. Nýja húsnæði Tækniskólans verður í Hafnarfirði en hann mun vera um 24 þúsund til 30 þúsund fermetrar. Setti sér tvö markmið þegar hún tók við „Það birtist okkur möguleiki nýlega sem stóð okkur ekki til boða þegar að Tollhúsið var skoðað og það er húsnæði Tækniskólans sem er auðvitað gríðarlega spennandi staðsetning fyrir Listaháskólann. Það húsnæði er auðvitað hannað fyrir skóla og mikið af rýmum fyrir verklega kennslu. Við skoðuðum það húsnæði og það hentar okkur mjög vel miðað við þá starfsemi sem við erum að sinna,“ sagði Kristín. Kristín tekur fram að hún hafi sett sér tvö meginmarkmið þegar hún tók við starfi rektors sem hafi annars vegar verið að fella niður skólagjöld LHÍ og hins vegar að koma skólanum raunverulega í framtíðarhúsnæði sem myndi samræmast kröfum starfseminnar. „Við erum búin að vera í undirbúningsvinnu varðandi Tollhúsið allan síðasta vetur. Því dýpra sem við fórum inn í þá vinnu þá blasti við okkur mikil óvissa, mikið flækjustig sem snýr að kostnaði og tíma. Kostnaðurinn er mjög mikill því það hefði þurft að fara í mikið niðurrif. Rífa niður þúsundir fermetra til að endurbyggja þá aftur.“ Fjögur ár í stað tíu og sparnaður upp á tíu milljarða Hún tekur fram að í ljós kom að það hefði tekið átta til tíu ár að koma starfsemi Listaháskólans fyrir í Tollhúsinu með tilheyrandi kostnaði. „Þá vildi ég auðvitað með stjórn skólans taka ábyrga ákvörðun og ákvörðun sem við trúum raunverulega að myndi leiða okkur þangað að við fáum framtíðar húsnæði. Við teljum þennan möguleika að fara húsnæði Tækniskólans vera mun sterkari og þar vegur þyngst kostnaður og tími. Við erum að tala um fjögur ár en ekki tíu og við erum að tala um að kostnaður við húsnæði Tækniskólans er tíu milljörðum lægri en hefði verið við Tollhúsið.“ Tækniskólinn, mynd tekinn úr turni Hallgrímskirkju.Vísir/Vilhelm Kristín bendir á að kostnaðurinn er mun lægri þar sem ekki þarf að ráðast í niðurrif við húsnæði Tækniskólans til að aðlaga það að kröfum LHÍ. Viðbygging verður reist við húsnæði Tækniskólans til að skapa pláss fyrir tónlistardeild, kvikmyndalistadeild og sviðslistadeild. „Það er viðbygging þarna, það er svona kassi sem gengur út á Frakkastíginn. Þar væri vel mögulegt að byggja annan eins kassa ofan á og þá erum við í rauninni komin með sextán þúsund fermetra en það var gert ráð fyrir fimmtán þúsund fermetrum í Tollhúsinu.“ Jafnframt sé það mikilvægt að eyða ekki of miklum pening í nýtt húsnæði enda muni skólinn greiða lóðarleigu undir starfsemina sem verður í samræmi við kostnaðinn sem fylgir því að færa starfsemi LHÍ undir eitt þak. Leigan hefði því verið mun dýrari í Tollhúsinu en Kristín tekur fram að því fjármagni sé betur varið í að bæta starfsemi skólans. Staðsetningin fullkomin Margir kostir séu við að færa LHÍ í húsnæði Tækniskólans í stað Tollhússins en sem dæmi nefnir Kristín að lóðin undir Tollhúsinu sé fullbyggð og lítið um möguleika til að stækka húsnæðið en ýmsir möguleikar í nágrenni Tækniskólans að framkvæmdum loknum. Staðsetning Tækniskólans sé fullkomin fyrir starfsemi Listaháskólans og húsnæðið fallega hannað með rýmum sem virki vel fyrir starfsemi skólans. „Skólavörðuholt er gríðarlega spennandi út frá staðsetningu og samleið við aðrar menningarstofnanir. Við erum þarna á milli Kjarvalsstaða og Listasafnsins. Almenningssamgöngur eru mjög góðar þarna og þó nokkur bílastæði. Við getum verið mjög virkur þátttakandi og mótandi í borgarumhverfinu.“ Fjármunum skólans og almennings betur varið Kristín fagnar því að það sé loksins innan seilingar að Listaháskólinn sameinist undir einu þaki. „Það sem við viljum öll er að við komumst undir eitt þak. Það er gífurlega spennandi sá þverfagleiki og suðupottur sem myndast við það að allar þessar listgreinar séu undir sama þaki. Ég held að þetta sé nákvæmlega staðsetningin sem við þurfum og að þetta muni vera mikill suðupottur á þessum stað. Ég trúi því að þetta verði mikið heillaskref fyrir skólann, fyrir almenning og listalíf í landinu.“ Að lokum ítrekar Kristín að fyrst og fremst sé þessi ákvörðun tekin til að tryggja það að skólinn komist undir eitt þak hraðar og svo að fjármunum skólans og almennings sé betur varið. Afar skynsamleg hugmynd Í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu segir að samþykkt hafi verið í ríkisstjórn að skoða af mikilli alvöru þá ósk Listaháskóla Íslands (LHÍ) að starfsemi skólans verði sameinuð í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti í stað Tollhússins við Tryggvagötu. Samkvæmt nýrri greiningu myndi þessi breyting ekki aðeins bæta verulega aðstöðu fyrir nemendur og kennara heldur einnig spara milljarða króna í framkvæmdakostnaði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fagnar frumkvæði Listaháskólans og segir hugmyndina afar skynsamlega. „Með þessari lausn nýtum við betur fjármuni ríkisins og lækkum kostnað verulega – jafnvel um allt að 10 milljarða króna. Þetta er skýrt dæmi um hvernig árangurstengd fjármögnun sem nú er verið að innleiða í háskólunum knýr fram betri ákvarðanir og hagkvæmari lausnir. Þegar gagnsæi er til staðar á sama tíma og innleiddir eru hvatar til að nýta fjármagn sem best í þágu nemenda forgangsraða skólarnir fjármagni sínu betur. Áður kepptust skólar við að byggja sem mest húsnæði og kostnaðurinn hafði ekki áhrif á rekstur skólanna. Nú fá skólarnir heildarfjárveitingu byggða á árangri þeirra í menntun nemenda og rannsóknum og hluti af fjármagninu fer í leigu á húsnæði sem þeir nota. Við sjáum að þessi nýja nálgun fær skólana til að hugsa sín húsnæðismál upp á nýtt og nú leggja þeir í auknum mæli áherslu á hagkvæmt húsnæði, sem nýtist starfseminni sem best. Þetta sýnir hvernig fjárveitingar sem byggja á heilbrigðum hvötum geta leitt til betri ákvarðana.“ Mikið niðurrif og nýbygging sem kosti milljarða Fyrstu áform um að sameina LHÍ í Tollhúsinu voru kynnt á ríkisstjórnarfundi í ágúst 2021, en kennsla skólans fer í dag fram í sex byggingum víðsvegar um Reykjavík. Uppbyggingar framtíðarhúsnæðis LHÍ í Tollhúsinu er jafnframt getið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í maí 2022 var fyrrnefnd viljayfirlýsing sama efnis milli ríkis, LHÍ og Reykjavíkurborgar undirrituð. Framkvæmdasýsla-Ríkiseignir áætlar að framkvæmdir við Tollhúsið muni kosta tæplega 17 milljarða króna, sem er um fimm milljörðum meira en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki aðeins þyrfti að rífa hluta Tollhússins heldur einnig reisa um 9000 fermetra nýbyggingu til að húsnæðið nýttist starfsemi LHÍ, auk þess sem aðstæður í Kvosinni auka flækjustig slíkrar framkvæmdar. „Aukni kostnaðurinn myndi leiða til ríflega 45% hærra leiguverðs hjá LHÍ frá fyrri áætlunum sem mæta þyrfti með hagræðingu á öðrum sviðum. Jafnframt eru takmarkaðir stækkunarmöguleikar fyrir hendi við Tryggvagötu en aðsókn í LHÍ hefur aukist mikið eftir niðurfellingu skólagjalda,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Von á niðurstöðum í lok nóvember Aðra sögu sé að segja af Skólavörðuholti. „Húsnæði Tækniskólans er þegar hannað fyrir kennslu, bæði í verk- og bókgreinum, og húsnæðið þarfnast ekki viðlíka niðurrifs eða viðbygginga. Að sama skapi væru fleiri stækkunarmöguleikar fyrir hendi á Skólavörðuholti en í Tryggvagötu, ef þörf krefði. Áætlað hefur verið að LHÍ gæti flutt inn í Tollhúsið eftir átta til tíu ár en í tilfelli Skólavörðuholts yrðu það að líkindum fjögur til fimm ár,“ segir í tilkynningunni. „Til þess að greiða úr ýmsum óvissuþáttum verður skipaður verkefnahópur með fulltrúum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og LHÍ. Hópurinn mun kanna fýsileika þess að koma LHÍ fyrir í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti og er miðað við að hann skili af sér niðurstöðu fyrir 29. nóvember næstkomandi. Meðan á vinnu hópsins stendur verða ekki gerðar aðrar ráðstafanir með húsnæði Tækniskólans. Verði niðurstaða hópsins á þá leið að Skólavörðuholt sé óhagkvæmara fyrir LHÍ verður áfram unnið út frá upphaflegum áætlunum um flutning skólans í Tollhúsið.“
Skóla- og menntamál Háskólar Skipulag Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent