Trump verði áfram Trump en meira í húfi fyrir Harris Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 20:02 Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Það er meira í húfi fyrir Harris en Trump að mati sérfræðings, þótt Trump sé minna spenntur fyrir að mæta Harris en hann var fyrir að mæta Biden. Það er engin tilviljun að kappræðurnar fari fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, þar sem mikið er í húfi í nóvember og barátturíki fyrir báða frambjóðendur. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og eru sýndar á ABC fréttastöðinni og verður hægt að fylgjast með þeim á Vísi. Þær standa í 90 mínútur og verður fyrirkomulagið þannig að slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðenda sem ekki hefur orðið á meðan hinn talar. Engir áhorfendur verða í sal og sjá þáttarstjórnendur einir um að spyrja. Að lokum fá Trump og Harris svo tækifæri til að ávarpa kjósendur. „Ég held að maður geti búist við að Trump verði áfram Trump, hann muni koma fram með ófyrirséðar árásir, verði jafnvel svolítið persónulegur. Sagan segir að hans teymi hafi verið að reyna að þjálfa hann svolítið í stefnumálum og reyna fá hann til að fókusera eitthvað. En hvort að það dugar að hafa slökkt á hljóðnemanum, eins og hjálpaði honum mikið gegn Biden, það er spurning,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Tregari til að mæta Harris Afar mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja í skoðanakönnunum og kappræðnanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Fyrir Harris þá er þetta stærsti áhorfendahópur sem hún hefur talað frami fyrir, hennar tækifæri til að kynna sig. Trump þarf ekki eins mikið á þessu að halda þannig hún þarf að vera í sókn,“ segir Silja Bára. Kappræðurnar í kvöld eru þær einu sem náðst hefur samkomulag um, og því óvíst ennþá hvort Trump og Harris muni mætast aftur þegar nær dregur kosningum. „Þetta er raunverulega bara samkomulag og sagan segir að Trump sé minna spenntur fyrir því að mæta á sviðið með Harris heldur en hann var með Biden. Þannig að hann var meira að segja á tímabili að draga í land með að hann myndi mæta í þessar kappræður í kvöld,“ segir Silja Bára. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Það er engin tilviljun að kappræðurnar fari fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, þar sem mikið er í húfi í nóvember og barátturíki fyrir báða frambjóðendur. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og eru sýndar á ABC fréttastöðinni og verður hægt að fylgjast með þeim á Vísi. Þær standa í 90 mínútur og verður fyrirkomulagið þannig að slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðenda sem ekki hefur orðið á meðan hinn talar. Engir áhorfendur verða í sal og sjá þáttarstjórnendur einir um að spyrja. Að lokum fá Trump og Harris svo tækifæri til að ávarpa kjósendur. „Ég held að maður geti búist við að Trump verði áfram Trump, hann muni koma fram með ófyrirséðar árásir, verði jafnvel svolítið persónulegur. Sagan segir að hans teymi hafi verið að reyna að þjálfa hann svolítið í stefnumálum og reyna fá hann til að fókusera eitthvað. En hvort að það dugar að hafa slökkt á hljóðnemanum, eins og hjálpaði honum mikið gegn Biden, það er spurning,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Tregari til að mæta Harris Afar mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja í skoðanakönnunum og kappræðnanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Fyrir Harris þá er þetta stærsti áhorfendahópur sem hún hefur talað frami fyrir, hennar tækifæri til að kynna sig. Trump þarf ekki eins mikið á þessu að halda þannig hún þarf að vera í sókn,“ segir Silja Bára. Kappræðurnar í kvöld eru þær einu sem náðst hefur samkomulag um, og því óvíst ennþá hvort Trump og Harris muni mætast aftur þegar nær dregur kosningum. „Þetta er raunverulega bara samkomulag og sagan segir að Trump sé minna spenntur fyrir því að mæta á sviðið með Harris heldur en hann var með Biden. Þannig að hann var meira að segja á tímabili að draga í land með að hann myndi mæta í þessar kappræður í kvöld,“ segir Silja Bára.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira