Trump verði áfram Trump en meira í húfi fyrir Harris Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 20:02 Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Það er meira í húfi fyrir Harris en Trump að mati sérfræðings, þótt Trump sé minna spenntur fyrir að mæta Harris en hann var fyrir að mæta Biden. Það er engin tilviljun að kappræðurnar fari fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, þar sem mikið er í húfi í nóvember og barátturíki fyrir báða frambjóðendur. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og eru sýndar á ABC fréttastöðinni og verður hægt að fylgjast með þeim á Vísi. Þær standa í 90 mínútur og verður fyrirkomulagið þannig að slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðenda sem ekki hefur orðið á meðan hinn talar. Engir áhorfendur verða í sal og sjá þáttarstjórnendur einir um að spyrja. Að lokum fá Trump og Harris svo tækifæri til að ávarpa kjósendur. „Ég held að maður geti búist við að Trump verði áfram Trump, hann muni koma fram með ófyrirséðar árásir, verði jafnvel svolítið persónulegur. Sagan segir að hans teymi hafi verið að reyna að þjálfa hann svolítið í stefnumálum og reyna fá hann til að fókusera eitthvað. En hvort að það dugar að hafa slökkt á hljóðnemanum, eins og hjálpaði honum mikið gegn Biden, það er spurning,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Tregari til að mæta Harris Afar mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja í skoðanakönnunum og kappræðnanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Fyrir Harris þá er þetta stærsti áhorfendahópur sem hún hefur talað frami fyrir, hennar tækifæri til að kynna sig. Trump þarf ekki eins mikið á þessu að halda þannig hún þarf að vera í sókn,“ segir Silja Bára. Kappræðurnar í kvöld eru þær einu sem náðst hefur samkomulag um, og því óvíst ennþá hvort Trump og Harris muni mætast aftur þegar nær dregur kosningum. „Þetta er raunverulega bara samkomulag og sagan segir að Trump sé minna spenntur fyrir því að mæta á sviðið með Harris heldur en hann var með Biden. Þannig að hann var meira að segja á tímabili að draga í land með að hann myndi mæta í þessar kappræður í kvöld,“ segir Silja Bára. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Það er engin tilviljun að kappræðurnar fari fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, þar sem mikið er í húfi í nóvember og barátturíki fyrir báða frambjóðendur. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og eru sýndar á ABC fréttastöðinni og verður hægt að fylgjast með þeim á Vísi. Þær standa í 90 mínútur og verður fyrirkomulagið þannig að slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðenda sem ekki hefur orðið á meðan hinn talar. Engir áhorfendur verða í sal og sjá þáttarstjórnendur einir um að spyrja. Að lokum fá Trump og Harris svo tækifæri til að ávarpa kjósendur. „Ég held að maður geti búist við að Trump verði áfram Trump, hann muni koma fram með ófyrirséðar árásir, verði jafnvel svolítið persónulegur. Sagan segir að hans teymi hafi verið að reyna að þjálfa hann svolítið í stefnumálum og reyna fá hann til að fókusera eitthvað. En hvort að það dugar að hafa slökkt á hljóðnemanum, eins og hjálpaði honum mikið gegn Biden, það er spurning,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Tregari til að mæta Harris Afar mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja í skoðanakönnunum og kappræðnanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Fyrir Harris þá er þetta stærsti áhorfendahópur sem hún hefur talað frami fyrir, hennar tækifæri til að kynna sig. Trump þarf ekki eins mikið á þessu að halda þannig hún þarf að vera í sókn,“ segir Silja Bára. Kappræðurnar í kvöld eru þær einu sem náðst hefur samkomulag um, og því óvíst ennþá hvort Trump og Harris muni mætast aftur þegar nær dregur kosningum. „Þetta er raunverulega bara samkomulag og sagan segir að Trump sé minna spenntur fyrir því að mæta á sviðið með Harris heldur en hann var með Biden. Þannig að hann var meira að segja á tímabili að draga í land með að hann myndi mæta í þessar kappræður í kvöld,“ segir Silja Bára.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent