Að stytta biðlista Gunnar Hrafn Birgisson skrifar 8. september 2024 13:30 Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni. Á löngum biðtímum versnar oft vandi barna og fjölskyldna þeirra. Oft glatast líka ýmis tækifæri til að leysa þau mál sem hægt væri að gera með skjótvirkum hætti. Eftir því sem mál í biðstöðu verða þyngri þá munu þau þurfa meiri vinnu og taka lengri tíma í vinnslu. Um leið komast ný mál síður að. Þegar sum mál komast loksins að þá gæti það verið orðið of seint. Það er sárt og dýrt fyrir börn, fjölskyldur og samfélag. Biðlistar eru ekki hlutlaust ástand. Þeir hafa sín áhrif og geta valdið streitu. Sumum óar við þeim. Bið upp á von og óvon reynist erfið og von um úrræði og bata getur dvínað. Sumir gefast upp á að bíða. Augljóslega hefur löng bið eftir hjálp við alvarlegum vanda ekki góð áhrif að líðan fólks en það reynir að bjarga sér og grípur til misgóðra ráða. Hvað hefur orðið um það að veita skjóta og góða þjónustu? Það að taka strax á vanda sem kemur upp og leysa hann fljótt. Biðlistar eru mannanna verk og því breytanlegir. En það er ekki nóg að ræða þá og skoða. Þeir lagast hvorki með tímanum né reddast af sjálfu sér. Það þarf að taka á þessu og það án tafar. Eitt af því sem virðist stuðla að myndun biðlista er trú á „réttar“ greiningar. Það sé ekki hægt að veita hjálp fyrr en vandamál hafi verið „rétt“ flokkað eftir kerfi um geðraskanir (DSM-5 eða ICD-11). Þessi trú fer nú hratt halloka. Þrátt fyrir langvinn og útbreidd áhrif þessara geðgreiningarkerfa þá hefur sívaxandi samstaða skapast um að þau þjóni ekki lengur hlutverki sínu, hvorki í rannsóknum né í klínískri meðferð (sjá heimild 5). Þessar geðgreiningar hafa mikil áhrif á fjárveitingar til meðferðar, hjálpartækja og annars stuðnings. Þær gagnast meðferð lítið. Á sumt fólk virka þær sem klunnalegur stimpill sem erfitt er að losna við. Í stað flokkunar á geðröskunum hefur á þessari öld stóraukist fylgi við svonefnda transdiagnostic nálgun, sem á íslensku gæti kallast ferlisgreining (sí- eða framvindugreining). Ferlisgreiningar ganga þvert á hefðbundar greiningar eða hreinlega setja þær alfarið til hliðar í þeim tilgangi að skapa nýtt innsæi og betri skilning á sálmein og geðrænar áskoranir. Ferlisgreiningar eru ekki nýjar af nálinni. Þerapistar sem töldist áhrifamestir á síðustu öld, þeir Carl Rogers, Albert Ellis og Sigmund Freud, notuðu þær alla tíð. Sama er að segja um alla helstu þerapista í fjölskyldumeðferð, t.d. Virginia Satir, Chloé Madanes, Jay Haley og Salvador Minuchin. Fjöldi klínískra sérfræðinga hefur fylgt fordæmi þessara frumkvöðla. Þeir skoðuðu sálmein og geðrænar áskoranir meira í víddum og sem ferli heldur en sem sjúkdómseinkenni og flokka heilkenna. Þeir fundu að ferlisgreiningar reyndust nákvæmari og gagnlegri heldur en þær flokkanir. Í ferlisgreiningu fer greining og meðferð óaðskiljanlegasaman og með stöðugri víxlverkun á milli. Þetta verður ekki sundur skilið frekar en hliðar tvær á sama peningi. Það þarf ekki að bíða með að veita hjálp. Strax í fyrsta viðtali er hægt að kenna fólki eina eða fleiri aðferðir út frá gagnreyndri þekkingu. Það prófar sig svo áfram og segir frá því í næsta viðtali hvernig gekk. Fólk sleppur við óþarfa bið. Þannig styttast biðlistar eða jafnvel hverfa. Heimildir https://www.barn.is/umbodsmadur-barna/utgefid-efni/skyrslur/nr/2339 https://sjonarholl.is/born-a-bidlistum/ https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/born-a-bidlistum https://www.visir.is/g/20242615796d/af-hverju-bidur-barnid- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7027356/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni. Á löngum biðtímum versnar oft vandi barna og fjölskyldna þeirra. Oft glatast líka ýmis tækifæri til að leysa þau mál sem hægt væri að gera með skjótvirkum hætti. Eftir því sem mál í biðstöðu verða þyngri þá munu þau þurfa meiri vinnu og taka lengri tíma í vinnslu. Um leið komast ný mál síður að. Þegar sum mál komast loksins að þá gæti það verið orðið of seint. Það er sárt og dýrt fyrir börn, fjölskyldur og samfélag. Biðlistar eru ekki hlutlaust ástand. Þeir hafa sín áhrif og geta valdið streitu. Sumum óar við þeim. Bið upp á von og óvon reynist erfið og von um úrræði og bata getur dvínað. Sumir gefast upp á að bíða. Augljóslega hefur löng bið eftir hjálp við alvarlegum vanda ekki góð áhrif að líðan fólks en það reynir að bjarga sér og grípur til misgóðra ráða. Hvað hefur orðið um það að veita skjóta og góða þjónustu? Það að taka strax á vanda sem kemur upp og leysa hann fljótt. Biðlistar eru mannanna verk og því breytanlegir. En það er ekki nóg að ræða þá og skoða. Þeir lagast hvorki með tímanum né reddast af sjálfu sér. Það þarf að taka á þessu og það án tafar. Eitt af því sem virðist stuðla að myndun biðlista er trú á „réttar“ greiningar. Það sé ekki hægt að veita hjálp fyrr en vandamál hafi verið „rétt“ flokkað eftir kerfi um geðraskanir (DSM-5 eða ICD-11). Þessi trú fer nú hratt halloka. Þrátt fyrir langvinn og útbreidd áhrif þessara geðgreiningarkerfa þá hefur sívaxandi samstaða skapast um að þau þjóni ekki lengur hlutverki sínu, hvorki í rannsóknum né í klínískri meðferð (sjá heimild 5). Þessar geðgreiningar hafa mikil áhrif á fjárveitingar til meðferðar, hjálpartækja og annars stuðnings. Þær gagnast meðferð lítið. Á sumt fólk virka þær sem klunnalegur stimpill sem erfitt er að losna við. Í stað flokkunar á geðröskunum hefur á þessari öld stóraukist fylgi við svonefnda transdiagnostic nálgun, sem á íslensku gæti kallast ferlisgreining (sí- eða framvindugreining). Ferlisgreiningar ganga þvert á hefðbundar greiningar eða hreinlega setja þær alfarið til hliðar í þeim tilgangi að skapa nýtt innsæi og betri skilning á sálmein og geðrænar áskoranir. Ferlisgreiningar eru ekki nýjar af nálinni. Þerapistar sem töldist áhrifamestir á síðustu öld, þeir Carl Rogers, Albert Ellis og Sigmund Freud, notuðu þær alla tíð. Sama er að segja um alla helstu þerapista í fjölskyldumeðferð, t.d. Virginia Satir, Chloé Madanes, Jay Haley og Salvador Minuchin. Fjöldi klínískra sérfræðinga hefur fylgt fordæmi þessara frumkvöðla. Þeir skoðuðu sálmein og geðrænar áskoranir meira í víddum og sem ferli heldur en sem sjúkdómseinkenni og flokka heilkenna. Þeir fundu að ferlisgreiningar reyndust nákvæmari og gagnlegri heldur en þær flokkanir. Í ferlisgreiningu fer greining og meðferð óaðskiljanlegasaman og með stöðugri víxlverkun á milli. Þetta verður ekki sundur skilið frekar en hliðar tvær á sama peningi. Það þarf ekki að bíða með að veita hjálp. Strax í fyrsta viðtali er hægt að kenna fólki eina eða fleiri aðferðir út frá gagnreyndri þekkingu. Það prófar sig svo áfram og segir frá því í næsta viðtali hvernig gekk. Fólk sleppur við óþarfa bið. Þannig styttast biðlistar eða jafnvel hverfa. Heimildir https://www.barn.is/umbodsmadur-barna/utgefid-efni/skyrslur/nr/2339 https://sjonarholl.is/born-a-bidlistum/ https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/born-a-bidlistum https://www.visir.is/g/20242615796d/af-hverju-bidur-barnid- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7027356/
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun