Að stytta biðlista Gunnar Hrafn Birgisson skrifar 8. september 2024 13:30 Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni. Á löngum biðtímum versnar oft vandi barna og fjölskyldna þeirra. Oft glatast líka ýmis tækifæri til að leysa þau mál sem hægt væri að gera með skjótvirkum hætti. Eftir því sem mál í biðstöðu verða þyngri þá munu þau þurfa meiri vinnu og taka lengri tíma í vinnslu. Um leið komast ný mál síður að. Þegar sum mál komast loksins að þá gæti það verið orðið of seint. Það er sárt og dýrt fyrir börn, fjölskyldur og samfélag. Biðlistar eru ekki hlutlaust ástand. Þeir hafa sín áhrif og geta valdið streitu. Sumum óar við þeim. Bið upp á von og óvon reynist erfið og von um úrræði og bata getur dvínað. Sumir gefast upp á að bíða. Augljóslega hefur löng bið eftir hjálp við alvarlegum vanda ekki góð áhrif að líðan fólks en það reynir að bjarga sér og grípur til misgóðra ráða. Hvað hefur orðið um það að veita skjóta og góða þjónustu? Það að taka strax á vanda sem kemur upp og leysa hann fljótt. Biðlistar eru mannanna verk og því breytanlegir. En það er ekki nóg að ræða þá og skoða. Þeir lagast hvorki með tímanum né reddast af sjálfu sér. Það þarf að taka á þessu og það án tafar. Eitt af því sem virðist stuðla að myndun biðlista er trú á „réttar“ greiningar. Það sé ekki hægt að veita hjálp fyrr en vandamál hafi verið „rétt“ flokkað eftir kerfi um geðraskanir (DSM-5 eða ICD-11). Þessi trú fer nú hratt halloka. Þrátt fyrir langvinn og útbreidd áhrif þessara geðgreiningarkerfa þá hefur sívaxandi samstaða skapast um að þau þjóni ekki lengur hlutverki sínu, hvorki í rannsóknum né í klínískri meðferð (sjá heimild 5). Þessar geðgreiningar hafa mikil áhrif á fjárveitingar til meðferðar, hjálpartækja og annars stuðnings. Þær gagnast meðferð lítið. Á sumt fólk virka þær sem klunnalegur stimpill sem erfitt er að losna við. Í stað flokkunar á geðröskunum hefur á þessari öld stóraukist fylgi við svonefnda transdiagnostic nálgun, sem á íslensku gæti kallast ferlisgreining (sí- eða framvindugreining). Ferlisgreiningar ganga þvert á hefðbundar greiningar eða hreinlega setja þær alfarið til hliðar í þeim tilgangi að skapa nýtt innsæi og betri skilning á sálmein og geðrænar áskoranir. Ferlisgreiningar eru ekki nýjar af nálinni. Þerapistar sem töldist áhrifamestir á síðustu öld, þeir Carl Rogers, Albert Ellis og Sigmund Freud, notuðu þær alla tíð. Sama er að segja um alla helstu þerapista í fjölskyldumeðferð, t.d. Virginia Satir, Chloé Madanes, Jay Haley og Salvador Minuchin. Fjöldi klínískra sérfræðinga hefur fylgt fordæmi þessara frumkvöðla. Þeir skoðuðu sálmein og geðrænar áskoranir meira í víddum og sem ferli heldur en sem sjúkdómseinkenni og flokka heilkenna. Þeir fundu að ferlisgreiningar reyndust nákvæmari og gagnlegri heldur en þær flokkanir. Í ferlisgreiningu fer greining og meðferð óaðskiljanlegasaman og með stöðugri víxlverkun á milli. Þetta verður ekki sundur skilið frekar en hliðar tvær á sama peningi. Það þarf ekki að bíða með að veita hjálp. Strax í fyrsta viðtali er hægt að kenna fólki eina eða fleiri aðferðir út frá gagnreyndri þekkingu. Það prófar sig svo áfram og segir frá því í næsta viðtali hvernig gekk. Fólk sleppur við óþarfa bið. Þannig styttast biðlistar eða jafnvel hverfa. Heimildir https://www.barn.is/umbodsmadur-barna/utgefid-efni/skyrslur/nr/2339 https://sjonarholl.is/born-a-bidlistum/ https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/born-a-bidlistum https://www.visir.is/g/20242615796d/af-hverju-bidur-barnid- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7027356/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni. Á löngum biðtímum versnar oft vandi barna og fjölskyldna þeirra. Oft glatast líka ýmis tækifæri til að leysa þau mál sem hægt væri að gera með skjótvirkum hætti. Eftir því sem mál í biðstöðu verða þyngri þá munu þau þurfa meiri vinnu og taka lengri tíma í vinnslu. Um leið komast ný mál síður að. Þegar sum mál komast loksins að þá gæti það verið orðið of seint. Það er sárt og dýrt fyrir börn, fjölskyldur og samfélag. Biðlistar eru ekki hlutlaust ástand. Þeir hafa sín áhrif og geta valdið streitu. Sumum óar við þeim. Bið upp á von og óvon reynist erfið og von um úrræði og bata getur dvínað. Sumir gefast upp á að bíða. Augljóslega hefur löng bið eftir hjálp við alvarlegum vanda ekki góð áhrif að líðan fólks en það reynir að bjarga sér og grípur til misgóðra ráða. Hvað hefur orðið um það að veita skjóta og góða þjónustu? Það að taka strax á vanda sem kemur upp og leysa hann fljótt. Biðlistar eru mannanna verk og því breytanlegir. En það er ekki nóg að ræða þá og skoða. Þeir lagast hvorki með tímanum né reddast af sjálfu sér. Það þarf að taka á þessu og það án tafar. Eitt af því sem virðist stuðla að myndun biðlista er trú á „réttar“ greiningar. Það sé ekki hægt að veita hjálp fyrr en vandamál hafi verið „rétt“ flokkað eftir kerfi um geðraskanir (DSM-5 eða ICD-11). Þessi trú fer nú hratt halloka. Þrátt fyrir langvinn og útbreidd áhrif þessara geðgreiningarkerfa þá hefur sívaxandi samstaða skapast um að þau þjóni ekki lengur hlutverki sínu, hvorki í rannsóknum né í klínískri meðferð (sjá heimild 5). Þessar geðgreiningar hafa mikil áhrif á fjárveitingar til meðferðar, hjálpartækja og annars stuðnings. Þær gagnast meðferð lítið. Á sumt fólk virka þær sem klunnalegur stimpill sem erfitt er að losna við. Í stað flokkunar á geðröskunum hefur á þessari öld stóraukist fylgi við svonefnda transdiagnostic nálgun, sem á íslensku gæti kallast ferlisgreining (sí- eða framvindugreining). Ferlisgreiningar ganga þvert á hefðbundar greiningar eða hreinlega setja þær alfarið til hliðar í þeim tilgangi að skapa nýtt innsæi og betri skilning á sálmein og geðrænar áskoranir. Ferlisgreiningar eru ekki nýjar af nálinni. Þerapistar sem töldist áhrifamestir á síðustu öld, þeir Carl Rogers, Albert Ellis og Sigmund Freud, notuðu þær alla tíð. Sama er að segja um alla helstu þerapista í fjölskyldumeðferð, t.d. Virginia Satir, Chloé Madanes, Jay Haley og Salvador Minuchin. Fjöldi klínískra sérfræðinga hefur fylgt fordæmi þessara frumkvöðla. Þeir skoðuðu sálmein og geðrænar áskoranir meira í víddum og sem ferli heldur en sem sjúkdómseinkenni og flokka heilkenna. Þeir fundu að ferlisgreiningar reyndust nákvæmari og gagnlegri heldur en þær flokkanir. Í ferlisgreiningu fer greining og meðferð óaðskiljanlegasaman og með stöðugri víxlverkun á milli. Þetta verður ekki sundur skilið frekar en hliðar tvær á sama peningi. Það þarf ekki að bíða með að veita hjálp. Strax í fyrsta viðtali er hægt að kenna fólki eina eða fleiri aðferðir út frá gagnreyndri þekkingu. Það prófar sig svo áfram og segir frá því í næsta viðtali hvernig gekk. Fólk sleppur við óþarfa bið. Þannig styttast biðlistar eða jafnvel hverfa. Heimildir https://www.barn.is/umbodsmadur-barna/utgefid-efni/skyrslur/nr/2339 https://sjonarholl.is/born-a-bidlistum/ https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/born-a-bidlistum https://www.visir.is/g/20242615796d/af-hverju-bidur-barnid- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7027356/
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun