Að stytta biðlista Gunnar Hrafn Birgisson skrifar 8. september 2024 13:30 Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni. Á löngum biðtímum versnar oft vandi barna og fjölskyldna þeirra. Oft glatast líka ýmis tækifæri til að leysa þau mál sem hægt væri að gera með skjótvirkum hætti. Eftir því sem mál í biðstöðu verða þyngri þá munu þau þurfa meiri vinnu og taka lengri tíma í vinnslu. Um leið komast ný mál síður að. Þegar sum mál komast loksins að þá gæti það verið orðið of seint. Það er sárt og dýrt fyrir börn, fjölskyldur og samfélag. Biðlistar eru ekki hlutlaust ástand. Þeir hafa sín áhrif og geta valdið streitu. Sumum óar við þeim. Bið upp á von og óvon reynist erfið og von um úrræði og bata getur dvínað. Sumir gefast upp á að bíða. Augljóslega hefur löng bið eftir hjálp við alvarlegum vanda ekki góð áhrif að líðan fólks en það reynir að bjarga sér og grípur til misgóðra ráða. Hvað hefur orðið um það að veita skjóta og góða þjónustu? Það að taka strax á vanda sem kemur upp og leysa hann fljótt. Biðlistar eru mannanna verk og því breytanlegir. En það er ekki nóg að ræða þá og skoða. Þeir lagast hvorki með tímanum né reddast af sjálfu sér. Það þarf að taka á þessu og það án tafar. Eitt af því sem virðist stuðla að myndun biðlista er trú á „réttar“ greiningar. Það sé ekki hægt að veita hjálp fyrr en vandamál hafi verið „rétt“ flokkað eftir kerfi um geðraskanir (DSM-5 eða ICD-11). Þessi trú fer nú hratt halloka. Þrátt fyrir langvinn og útbreidd áhrif þessara geðgreiningarkerfa þá hefur sívaxandi samstaða skapast um að þau þjóni ekki lengur hlutverki sínu, hvorki í rannsóknum né í klínískri meðferð (sjá heimild 5). Þessar geðgreiningar hafa mikil áhrif á fjárveitingar til meðferðar, hjálpartækja og annars stuðnings. Þær gagnast meðferð lítið. Á sumt fólk virka þær sem klunnalegur stimpill sem erfitt er að losna við. Í stað flokkunar á geðröskunum hefur á þessari öld stóraukist fylgi við svonefnda transdiagnostic nálgun, sem á íslensku gæti kallast ferlisgreining (sí- eða framvindugreining). Ferlisgreiningar ganga þvert á hefðbundar greiningar eða hreinlega setja þær alfarið til hliðar í þeim tilgangi að skapa nýtt innsæi og betri skilning á sálmein og geðrænar áskoranir. Ferlisgreiningar eru ekki nýjar af nálinni. Þerapistar sem töldist áhrifamestir á síðustu öld, þeir Carl Rogers, Albert Ellis og Sigmund Freud, notuðu þær alla tíð. Sama er að segja um alla helstu þerapista í fjölskyldumeðferð, t.d. Virginia Satir, Chloé Madanes, Jay Haley og Salvador Minuchin. Fjöldi klínískra sérfræðinga hefur fylgt fordæmi þessara frumkvöðla. Þeir skoðuðu sálmein og geðrænar áskoranir meira í víddum og sem ferli heldur en sem sjúkdómseinkenni og flokka heilkenna. Þeir fundu að ferlisgreiningar reyndust nákvæmari og gagnlegri heldur en þær flokkanir. Í ferlisgreiningu fer greining og meðferð óaðskiljanlegasaman og með stöðugri víxlverkun á milli. Þetta verður ekki sundur skilið frekar en hliðar tvær á sama peningi. Það þarf ekki að bíða með að veita hjálp. Strax í fyrsta viðtali er hægt að kenna fólki eina eða fleiri aðferðir út frá gagnreyndri þekkingu. Það prófar sig svo áfram og segir frá því í næsta viðtali hvernig gekk. Fólk sleppur við óþarfa bið. Þannig styttast biðlistar eða jafnvel hverfa. Heimildir https://www.barn.is/umbodsmadur-barna/utgefid-efni/skyrslur/nr/2339 https://sjonarholl.is/born-a-bidlistum/ https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/born-a-bidlistum https://www.visir.is/g/20242615796d/af-hverju-bidur-barnid- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7027356/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni. Á löngum biðtímum versnar oft vandi barna og fjölskyldna þeirra. Oft glatast líka ýmis tækifæri til að leysa þau mál sem hægt væri að gera með skjótvirkum hætti. Eftir því sem mál í biðstöðu verða þyngri þá munu þau þurfa meiri vinnu og taka lengri tíma í vinnslu. Um leið komast ný mál síður að. Þegar sum mál komast loksins að þá gæti það verið orðið of seint. Það er sárt og dýrt fyrir börn, fjölskyldur og samfélag. Biðlistar eru ekki hlutlaust ástand. Þeir hafa sín áhrif og geta valdið streitu. Sumum óar við þeim. Bið upp á von og óvon reynist erfið og von um úrræði og bata getur dvínað. Sumir gefast upp á að bíða. Augljóslega hefur löng bið eftir hjálp við alvarlegum vanda ekki góð áhrif að líðan fólks en það reynir að bjarga sér og grípur til misgóðra ráða. Hvað hefur orðið um það að veita skjóta og góða þjónustu? Það að taka strax á vanda sem kemur upp og leysa hann fljótt. Biðlistar eru mannanna verk og því breytanlegir. En það er ekki nóg að ræða þá og skoða. Þeir lagast hvorki með tímanum né reddast af sjálfu sér. Það þarf að taka á þessu og það án tafar. Eitt af því sem virðist stuðla að myndun biðlista er trú á „réttar“ greiningar. Það sé ekki hægt að veita hjálp fyrr en vandamál hafi verið „rétt“ flokkað eftir kerfi um geðraskanir (DSM-5 eða ICD-11). Þessi trú fer nú hratt halloka. Þrátt fyrir langvinn og útbreidd áhrif þessara geðgreiningarkerfa þá hefur sívaxandi samstaða skapast um að þau þjóni ekki lengur hlutverki sínu, hvorki í rannsóknum né í klínískri meðferð (sjá heimild 5). Þessar geðgreiningar hafa mikil áhrif á fjárveitingar til meðferðar, hjálpartækja og annars stuðnings. Þær gagnast meðferð lítið. Á sumt fólk virka þær sem klunnalegur stimpill sem erfitt er að losna við. Í stað flokkunar á geðröskunum hefur á þessari öld stóraukist fylgi við svonefnda transdiagnostic nálgun, sem á íslensku gæti kallast ferlisgreining (sí- eða framvindugreining). Ferlisgreiningar ganga þvert á hefðbundar greiningar eða hreinlega setja þær alfarið til hliðar í þeim tilgangi að skapa nýtt innsæi og betri skilning á sálmein og geðrænar áskoranir. Ferlisgreiningar eru ekki nýjar af nálinni. Þerapistar sem töldist áhrifamestir á síðustu öld, þeir Carl Rogers, Albert Ellis og Sigmund Freud, notuðu þær alla tíð. Sama er að segja um alla helstu þerapista í fjölskyldumeðferð, t.d. Virginia Satir, Chloé Madanes, Jay Haley og Salvador Minuchin. Fjöldi klínískra sérfræðinga hefur fylgt fordæmi þessara frumkvöðla. Þeir skoðuðu sálmein og geðrænar áskoranir meira í víddum og sem ferli heldur en sem sjúkdómseinkenni og flokka heilkenna. Þeir fundu að ferlisgreiningar reyndust nákvæmari og gagnlegri heldur en þær flokkanir. Í ferlisgreiningu fer greining og meðferð óaðskiljanlegasaman og með stöðugri víxlverkun á milli. Þetta verður ekki sundur skilið frekar en hliðar tvær á sama peningi. Það þarf ekki að bíða með að veita hjálp. Strax í fyrsta viðtali er hægt að kenna fólki eina eða fleiri aðferðir út frá gagnreyndri þekkingu. Það prófar sig svo áfram og segir frá því í næsta viðtali hvernig gekk. Fólk sleppur við óþarfa bið. Þannig styttast biðlistar eða jafnvel hverfa. Heimildir https://www.barn.is/umbodsmadur-barna/utgefid-efni/skyrslur/nr/2339 https://sjonarholl.is/born-a-bidlistum/ https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/born-a-bidlistum https://www.visir.is/g/20242615796d/af-hverju-bidur-barnid- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7027356/
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun