Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 13:33 Angel Reese er frá út leiktíðina. Michael Hickey/Getty Images Nýliðinn og frákastadrottningin Angel Reese, leikmaður Chicago Sky, spilar ekki meira í WNBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð eftir meiðsli á úlnlið. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum sínum. Reese hefur ásamt Caitlin Clark verið ein helsta ástæða þess að áhugi á WNBA-deildinni hefur sjaldan verið meiri. Þær elduðu grátt silfur saman í háskólaboltanum og vöktu þar mikla athygli. Sú athygli elti þær inn í WNBA-deildina og voru báðar valdar í Stjörnuleik deildarinnar, svo öflugar hafa þær verið á sinni fyrstu leiktíð. Nú er ljóst að Reese spilar ekki meira að sinni eftir að hafa meiðst á úlnlið. „Þvílíkt ár. Ég hefði aldrei ímyndað mér að síðasta karfan mín á nýliðatímabili mínu yrði þristur en kannski var þetta guð að sýna þeim við hverju þau mega búast á öðru ári,“ sagði Reese í upphafi færslu sinnar. Hún sagðist jafnframt vera uppfull af tilfinningum vegna meiðslanna en að sama skapi mjög þakklát. Nú geti hún loks tekið sér smá pásu, andlega og líkamlega. What a year. I never would have imagined the last bucket of my rookie season would be a 3 but maybe that was God saying give them a taste of what they will be seeing more of in Year 2 lol🥲Through it all, I have showed that I belong in this league even when no one else believed.… pic.twitter.com/re1X85mWR2— Angel Reese (@Reese10Angel) September 8, 2024 Reese var sjöunda í nýliðavali deildarinnar fyrir tímabilið en hún kom úr meistaraliði LSU. Alls náði hún 26 tvöföldum tvennum á sínu fyrsta tímabili í deildinni, þar af 15 í röð. Hún endar tímabilið með 13,6 stig í leik og 13,1 frákast, sem er mest allra. Hún varð fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að ná 20 fráköstum eða meira í einum og sama leiknum. Það gerði hún þrjá leiki í röð. Alls tók hún 446 fráköst í 34 leikjum, sem er það mesta í sögu deildarinnar. Reese vakti einnig athygli utan vallar þar sem hún mætti með rapparanum Megan Thee Stallion á Met Gala-viðburðinn og var í tónlistarmyndbandi hjá rapparanum Cardi B. A rookie season to remember for Angel Reese 👑 pic.twitter.com/eWUfwWQRDT— ESPN (@espn) September 8, 2024 „Í gengum þetta allt hef ég sýnt að ég á heima í þessari deild þó engin hafi haft trú á mér,“ segir Reese að lokum og lofar að hún muni halda áfram á komandi leiktíð. Körfubolti WNBA Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Reese hefur ásamt Caitlin Clark verið ein helsta ástæða þess að áhugi á WNBA-deildinni hefur sjaldan verið meiri. Þær elduðu grátt silfur saman í háskólaboltanum og vöktu þar mikla athygli. Sú athygli elti þær inn í WNBA-deildina og voru báðar valdar í Stjörnuleik deildarinnar, svo öflugar hafa þær verið á sinni fyrstu leiktíð. Nú er ljóst að Reese spilar ekki meira að sinni eftir að hafa meiðst á úlnlið. „Þvílíkt ár. Ég hefði aldrei ímyndað mér að síðasta karfan mín á nýliðatímabili mínu yrði þristur en kannski var þetta guð að sýna þeim við hverju þau mega búast á öðru ári,“ sagði Reese í upphafi færslu sinnar. Hún sagðist jafnframt vera uppfull af tilfinningum vegna meiðslanna en að sama skapi mjög þakklát. Nú geti hún loks tekið sér smá pásu, andlega og líkamlega. What a year. I never would have imagined the last bucket of my rookie season would be a 3 but maybe that was God saying give them a taste of what they will be seeing more of in Year 2 lol🥲Through it all, I have showed that I belong in this league even when no one else believed.… pic.twitter.com/re1X85mWR2— Angel Reese (@Reese10Angel) September 8, 2024 Reese var sjöunda í nýliðavali deildarinnar fyrir tímabilið en hún kom úr meistaraliði LSU. Alls náði hún 26 tvöföldum tvennum á sínu fyrsta tímabili í deildinni, þar af 15 í röð. Hún endar tímabilið með 13,6 stig í leik og 13,1 frákast, sem er mest allra. Hún varð fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að ná 20 fráköstum eða meira í einum og sama leiknum. Það gerði hún þrjá leiki í röð. Alls tók hún 446 fráköst í 34 leikjum, sem er það mesta í sögu deildarinnar. Reese vakti einnig athygli utan vallar þar sem hún mætti með rapparanum Megan Thee Stallion á Met Gala-viðburðinn og var í tónlistarmyndbandi hjá rapparanum Cardi B. A rookie season to remember for Angel Reese 👑 pic.twitter.com/eWUfwWQRDT— ESPN (@espn) September 8, 2024 „Í gengum þetta allt hef ég sýnt að ég á heima í þessari deild þó engin hafi haft trú á mér,“ segir Reese að lokum og lofar að hún muni halda áfram á komandi leiktíð.
Körfubolti WNBA Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti