Breytingar, gjörið svo vel Einar Þorsteinsson skrifar 7. september 2024 08:00 Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti. Í upphafi kjörtímabilsins kom í ljós 16 milljarða halli á borgarsjóði. Meirihlutinn einsetti sér að snúa honum í afgang á tveimur árum. Í fyrra náðist með markvissum hagræðingaraðgerðum að minnka hallann um tæpa 11 milljarða. Sex mánaða uppgjör borgarinnar í ár sýnir að við erum komin réttu megin við núllið og skilum tæplega 200 milljóna króna afgangi. Verkefninu er þó ekki lokið. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem A - hluti borgarinnar er rekinn með afgangi en A-hluti borgarinnar er sá hluti rekstrarins sem er fjármagnaður með skatttekjum. Rekstrarniðurstaða bæði A- og B-hluta er einnig jákvæð um 406 milljónir og er 7,1 milljarði betri en á sama tíma í fyrra. Í A- og B- hluta eru fyrirtæki borgarinnar reiknuð með, m.a. Orkuveitan sem er langstærsta fyrirtæki borgarinnar. Stöðugildi standa í stað milli ára Þetta er áfangasigur fyrir meirihlutann í borginni og þetta er áfangasigur fyrir borgarbúa. Verkefnið er að halda áfram á sömu braut. Síðan ég settist í borgarstjórn og við í Framsókn í meirihluta borgarstjórnar höfum við séð jákvæð merki um að fjármálin séu að þróast í rétta átt með skýrum rekstraráherslum og höfum raunar verið í hagræðingaraðgerðum allt kjörtímabilið. Stærstur hluti útgjalda borgarinnar eru laun. Þess vegna skiptir miklu máli að sýna aðhald í ráðningum. Undanfarin ár hefur stöðugildum fjölgað en nú höfum við innleitt ráðningarreglur og stafræna yfirsýn til þess að ná betri tökum á starfsmannafjölda. Í sex mánaða uppgjörinu sjáum við hversu vel þetta nýja verklag virkar, stöðugildi borgarinnar standa í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta sé aukin. Með innri hagræðingu, betra skipulagi og sama starfsmannafjölda hjá borginni náum við að veita ört stækkandi hópi Reykvíkinga betri þjónustu í velferðarmálum, skólamálum, fjölskyldum á flótta og bætum snjómokstur og sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Skýr fókus á markmiðin Jákvætt sex mánaða uppgjör gefur góð fyrirheit um framhaldið en við erum ekki komin fyrir vind. Nú er unnið að fjárhagsáætlun næsta árs og það er afar mikilvægt að sýna áfram þétt aðhald enda brýnt að eyða ekki um efni fram. Ég er þakklátur öflugum hópi stjórnenda borgarinnar sem vinnur samhentur með meirihlutanum að því að snúa við rekstri borgarinnar í anda þeirra breytinga sem við höfum sett á oddinn. Áætlanir fyrir næstu misseri eru skýr, að taka fleiri skref í átt að ábyrgum rekstri og skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við Reykvíkinga. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti. Í upphafi kjörtímabilsins kom í ljós 16 milljarða halli á borgarsjóði. Meirihlutinn einsetti sér að snúa honum í afgang á tveimur árum. Í fyrra náðist með markvissum hagræðingaraðgerðum að minnka hallann um tæpa 11 milljarða. Sex mánaða uppgjör borgarinnar í ár sýnir að við erum komin réttu megin við núllið og skilum tæplega 200 milljóna króna afgangi. Verkefninu er þó ekki lokið. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem A - hluti borgarinnar er rekinn með afgangi en A-hluti borgarinnar er sá hluti rekstrarins sem er fjármagnaður með skatttekjum. Rekstrarniðurstaða bæði A- og B-hluta er einnig jákvæð um 406 milljónir og er 7,1 milljarði betri en á sama tíma í fyrra. Í A- og B- hluta eru fyrirtæki borgarinnar reiknuð með, m.a. Orkuveitan sem er langstærsta fyrirtæki borgarinnar. Stöðugildi standa í stað milli ára Þetta er áfangasigur fyrir meirihlutann í borginni og þetta er áfangasigur fyrir borgarbúa. Verkefnið er að halda áfram á sömu braut. Síðan ég settist í borgarstjórn og við í Framsókn í meirihluta borgarstjórnar höfum við séð jákvæð merki um að fjármálin séu að þróast í rétta átt með skýrum rekstraráherslum og höfum raunar verið í hagræðingaraðgerðum allt kjörtímabilið. Stærstur hluti útgjalda borgarinnar eru laun. Þess vegna skiptir miklu máli að sýna aðhald í ráðningum. Undanfarin ár hefur stöðugildum fjölgað en nú höfum við innleitt ráðningarreglur og stafræna yfirsýn til þess að ná betri tökum á starfsmannafjölda. Í sex mánaða uppgjörinu sjáum við hversu vel þetta nýja verklag virkar, stöðugildi borgarinnar standa í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta sé aukin. Með innri hagræðingu, betra skipulagi og sama starfsmannafjölda hjá borginni náum við að veita ört stækkandi hópi Reykvíkinga betri þjónustu í velferðarmálum, skólamálum, fjölskyldum á flótta og bætum snjómokstur og sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt. Skýr fókus á markmiðin Jákvætt sex mánaða uppgjör gefur góð fyrirheit um framhaldið en við erum ekki komin fyrir vind. Nú er unnið að fjárhagsáætlun næsta árs og það er afar mikilvægt að sýna áfram þétt aðhald enda brýnt að eyða ekki um efni fram. Ég er þakklátur öflugum hópi stjórnenda borgarinnar sem vinnur samhentur með meirihlutanum að því að snúa við rekstri borgarinnar í anda þeirra breytinga sem við höfum sett á oddinn. Áætlanir fyrir næstu misseri eru skýr, að taka fleiri skref í átt að ábyrgum rekstri og skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við Reykvíkinga. Höfundur er borgarstjóri.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun