„Þetta hefur verið helvíti“ Jakob Bjarnar skrifar 5. september 2024 11:06 Sjúkrasaga Þráins Steinssonar, hins geðþekka útvarps- og tæknitrölls, er ekki fyrir viðkvæma. Hann hefur gengið í gegnum helvíti undanfarin tvö ár og greindi frá því, undan og ofan, í Bítinu. vísir/Heimir Karls Tæknitröllið og útvarpsmaðurinn Þráinn Steinsson var mættur á kunnuglegar slóðir í morgun, en nú sem viðmælandi í Bítinu en þar sat hann við takkana árum saman og var í raun þriðji hluti í tvíeyki þeirra Heimis Karlsson og Gulla Helga. Þráinn rakti snarlega ótrúlega sjúkrasögu sína sem er með þeim hætti að hroll setti að hraustustu mönnum meðal hlustenda. „Ég hef verið veikur í heilt ár og lengur ef aðdragandinn er talinn með. En ég hryn í janúar núna á þessu ári. Er þá með ónýta lifur og svo krabbamein í lifur,“ segir Þráinn. Þau Heimir og Lilja Katrín, umsjónarmenn þáttarins fögnuðu Þráni eins og týndum syni en tóku fram að vegna veikindanna má ekki knúsa risann. Þráinn lýsti veikindum sínum þannig að þau hafi endað með lifraskiptum 20. júlí. Hann segir flókið ferli að komast að og hann hafi þurft að fara í öll heimsins próf. „Sem ég stenst, ég segir ekki með glans – ég var ekki við góða heilsu. En ég hafði í raun verið í lífshættu í átta mánuði, gat ekki labbað, var í hjólastól og göngugrind. En ég komst á listann og tíu dögum síðar er ég kominn út í aðgerð til Svíþjóðar. Sem mér skilst að sé einstakt.“ Stóð tæpt að hann kæmi til sjálfs sín Af því að Þráinn er afar hávaxinn var ekki sjálfgefið að rétta lifrin fyndist, en hún þarf að vera af réttri stærð. „Hún þarf að passa inn í holrýmið. Ég vissi ekki hvað myndi gerast en tíu dögum seinna er ég kominn út og tíu dögum síðar heim.“ Þráinn er nú kominn á ról og farinn að labba um en vöðvar voru teknir að rýrna eftir þessi veikindi. Og það sem meira var, hugsanir hans, sem voru orðnar óreiðukenndar, komust í samt lag. „Ég fékk ammóníakeitrun og var eins og gufa í eitt og hálft ár. Hugsunin var óskýr. Ég fraus. Það voru aðrir sem tóku eftir þessu. Ég fór í „coma“ tvisvar. Og var dópaður niður. Læknirinn sagði að ég hefði getað fest í því ástandi og orðið grænmeti þannig að ég tel mig mjög heppinn að hafa sloppið í gegn. Konan mín sagði: Velkominn aftur.“ Að sögn Þráins var þetta mikill munur. „Þetta er örugglega eins og að fá sjónina aftur. Mér datt eitthvað í hug strax. Ég er kominn aðeins ofar en þú í skilningi á fimmaurabröndum,“ sagði Þráinn í gamansömum tóni og beindi spjótum að Heimi. Sjúkrasaga Þráins nær yfir nokkurn tíma. Árið 2022 fór hann í stóra aðgerð vegna skeifugarnar en náði sér aldrei á flug eftir það. „Ég var slyttislegur. Og svo uppgötvast krabbamein í lifrinni sem Svíarnir sáu og það þeytti mér upp listann. Þetta hefur verið helvíti.“ Tappað vökva af Þráni í tuglítratali Og þessu fylgdi ekki aðeins álag fyrir sjúklinginn heldur hafði þetta vitaskuld mikil áhrif á fjölskylduna alla. Þráinn vildi bara skrifa slen sitt á einhverja þreytu í fyrstu en svo leiddu rannsóknir þetta allt í ljós. Nú er Þráinn í endurhæfingu, við að styrkja vöðva og þol og reiknar með því að það standi yfir fram að áramótum. „Ég verð alla tíð á ónæmisbælandi lyfjum og er þar af leiðandi viðkvæmari fyrir öllum sýkingum. Allskonar matur sem ég á ekki að sleppa. Áfengi! Út,“ sagði Þráinn. Þráinn Steinsson var árum og áratugum saman allt í öllu á útvarpssviði Sýnar. Hér virðir hann fyrir sér takkana í nýju hljóðveri Bylgjunnar árið 2018.vísir/Vilhelm Hann sagði það af og frá að óvirða lífgjafa með slíku. „Svo er matur sem getur haft áhrif á ónæmisbælandi áhrif eins og greip, sem er reyndar nokkuð sem ég hef aldrei látið mér til hugar koma að leggja mér til munns, hrár fiskur, blóðugt kjöt ekki. Í raun allt sem getur borið með sér bakteríur.“ Þráinn lýsir því að hann hafi nú, frá því að hann var þyngstur, misst 40 kíló. Og núna síðasta mánuðinn hafa 16 kíló fokið. Þetta er hálf manneskja sem Þráinn saknar ekki. „Ég er að losa mig við mikinn vökva úr líkamanum. Mesta sem hefur verið tekið úr líkamanum eru 18,8 lítrar. Ég fór vikulega í aftöppun svokallaða og það voru svona tíu til fjórtán lítrar í hvert skipti sem lifrin réði ekki við að dæla inn í blóðrásina og dömpaði bara inn í kviðarholið. Því var bara drenað út og hver pokinn af öðrum fylltist.“ Hver er þessi Depeche Mode? En Þráinn segist nú horfa fram á veginn. Hann gantast með það að hann hafi framlengt innlögnina heima við og hafi þá verið að horfa á læknaþættina Residence. „Þar er meðal annars verið að fjalla um lifrarskipti. „Triggerar“ þetta ekkert hjá þér spyr konan en ég segi að þetta spennandi og miklu skemmtilegra en var hjá mér.“ Spurður segist Þráinn vissulega hafa verið hræddur. „Já, í janúar og febrúar. En svo fór það og ákveðið æðruleysi færðist yfir.“ Þráinn er sem sagt breyttur maður og spurður hvernig það væri að vakna upp við það að Depeche Mode væri ekki lengur uppáhalds hljómsveitin hans svarar hann að bragði: „Hver?“ Nú sem sagt tekur við endurhæfing hjá Þráni og allt á uppleið hjá þessum vaska tæknimanni. Bítið Heilbrigðismál Landspítalinn Svíþjóð Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
„Ég hef verið veikur í heilt ár og lengur ef aðdragandinn er talinn með. En ég hryn í janúar núna á þessu ári. Er þá með ónýta lifur og svo krabbamein í lifur,“ segir Þráinn. Þau Heimir og Lilja Katrín, umsjónarmenn þáttarins fögnuðu Þráni eins og týndum syni en tóku fram að vegna veikindanna má ekki knúsa risann. Þráinn lýsti veikindum sínum þannig að þau hafi endað með lifraskiptum 20. júlí. Hann segir flókið ferli að komast að og hann hafi þurft að fara í öll heimsins próf. „Sem ég stenst, ég segir ekki með glans – ég var ekki við góða heilsu. En ég hafði í raun verið í lífshættu í átta mánuði, gat ekki labbað, var í hjólastól og göngugrind. En ég komst á listann og tíu dögum síðar er ég kominn út í aðgerð til Svíþjóðar. Sem mér skilst að sé einstakt.“ Stóð tæpt að hann kæmi til sjálfs sín Af því að Þráinn er afar hávaxinn var ekki sjálfgefið að rétta lifrin fyndist, en hún þarf að vera af réttri stærð. „Hún þarf að passa inn í holrýmið. Ég vissi ekki hvað myndi gerast en tíu dögum seinna er ég kominn út og tíu dögum síðar heim.“ Þráinn er nú kominn á ról og farinn að labba um en vöðvar voru teknir að rýrna eftir þessi veikindi. Og það sem meira var, hugsanir hans, sem voru orðnar óreiðukenndar, komust í samt lag. „Ég fékk ammóníakeitrun og var eins og gufa í eitt og hálft ár. Hugsunin var óskýr. Ég fraus. Það voru aðrir sem tóku eftir þessu. Ég fór í „coma“ tvisvar. Og var dópaður niður. Læknirinn sagði að ég hefði getað fest í því ástandi og orðið grænmeti þannig að ég tel mig mjög heppinn að hafa sloppið í gegn. Konan mín sagði: Velkominn aftur.“ Að sögn Þráins var þetta mikill munur. „Þetta er örugglega eins og að fá sjónina aftur. Mér datt eitthvað í hug strax. Ég er kominn aðeins ofar en þú í skilningi á fimmaurabröndum,“ sagði Þráinn í gamansömum tóni og beindi spjótum að Heimi. Sjúkrasaga Þráins nær yfir nokkurn tíma. Árið 2022 fór hann í stóra aðgerð vegna skeifugarnar en náði sér aldrei á flug eftir það. „Ég var slyttislegur. Og svo uppgötvast krabbamein í lifrinni sem Svíarnir sáu og það þeytti mér upp listann. Þetta hefur verið helvíti.“ Tappað vökva af Þráni í tuglítratali Og þessu fylgdi ekki aðeins álag fyrir sjúklinginn heldur hafði þetta vitaskuld mikil áhrif á fjölskylduna alla. Þráinn vildi bara skrifa slen sitt á einhverja þreytu í fyrstu en svo leiddu rannsóknir þetta allt í ljós. Nú er Þráinn í endurhæfingu, við að styrkja vöðva og þol og reiknar með því að það standi yfir fram að áramótum. „Ég verð alla tíð á ónæmisbælandi lyfjum og er þar af leiðandi viðkvæmari fyrir öllum sýkingum. Allskonar matur sem ég á ekki að sleppa. Áfengi! Út,“ sagði Þráinn. Þráinn Steinsson var árum og áratugum saman allt í öllu á útvarpssviði Sýnar. Hér virðir hann fyrir sér takkana í nýju hljóðveri Bylgjunnar árið 2018.vísir/Vilhelm Hann sagði það af og frá að óvirða lífgjafa með slíku. „Svo er matur sem getur haft áhrif á ónæmisbælandi áhrif eins og greip, sem er reyndar nokkuð sem ég hef aldrei látið mér til hugar koma að leggja mér til munns, hrár fiskur, blóðugt kjöt ekki. Í raun allt sem getur borið með sér bakteríur.“ Þráinn lýsir því að hann hafi nú, frá því að hann var þyngstur, misst 40 kíló. Og núna síðasta mánuðinn hafa 16 kíló fokið. Þetta er hálf manneskja sem Þráinn saknar ekki. „Ég er að losa mig við mikinn vökva úr líkamanum. Mesta sem hefur verið tekið úr líkamanum eru 18,8 lítrar. Ég fór vikulega í aftöppun svokallaða og það voru svona tíu til fjórtán lítrar í hvert skipti sem lifrin réði ekki við að dæla inn í blóðrásina og dömpaði bara inn í kviðarholið. Því var bara drenað út og hver pokinn af öðrum fylltist.“ Hver er þessi Depeche Mode? En Þráinn segist nú horfa fram á veginn. Hann gantast með það að hann hafi framlengt innlögnina heima við og hafi þá verið að horfa á læknaþættina Residence. „Þar er meðal annars verið að fjalla um lifrarskipti. „Triggerar“ þetta ekkert hjá þér spyr konan en ég segi að þetta spennandi og miklu skemmtilegra en var hjá mér.“ Spurður segist Þráinn vissulega hafa verið hræddur. „Já, í janúar og febrúar. En svo fór það og ákveðið æðruleysi færðist yfir.“ Þráinn er sem sagt breyttur maður og spurður hvernig það væri að vakna upp við það að Depeche Mode væri ekki lengur uppáhalds hljómsveitin hans svarar hann að bragði: „Hver?“ Nú sem sagt tekur við endurhæfing hjá Þráni og allt á uppleið hjá þessum vaska tæknimanni.
Bítið Heilbrigðismál Landspítalinn Svíþjóð Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira