Biður forseta um breytt fyrirkomulag á skólamáltíðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 19:18 Oddur Bjarni vill funda með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að kynna hugmyndina sína betur. Vilhelm/Aðsend Nemandi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum leggur til að að grunnskólar landsins taki upp staðlaðan vikumatseðil. Slíkt segir hann myndu koma í veg fyrir matarsóun og að hann lendi í því að fá sama matinn í hádegis- og kvöldmat. Hann býður forseta Íslands á fund sinn til að kynna hugmyndina betur og vita hvort hún geti komið henni áleiðis. „Ég var í spænskuskóla í sumar og kynntist þar stelpu frá Þýskalandi. Í hennar skóla er alltaf sama tegund af mat á vissum degi, t.d. fiskur á fimmtudögum og vegan á þriðjudögum,“ segir í aðsendri grein Odds Bjarna Bergvinssonar, fimmtán ára nemanda í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í gær. Hann leggur til að allir grunnskólar landsins taki upp svokallaðan SKVÓP-matseðil. Staðlaðan matseðil skólamáltíða. Mat hent eins og rusli Nú þegar skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar segir Oddur Bjarni mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ekki í mat að óþörfu. Sé matseðillinn staðlaður, viti foreldrar hvenær þeir eigi að skrá börnin sín í mat og hvenær þau vilji frekar nesti. Þá þyki honum að eigin sögn ömurlegt að lenda í að fá sama matinn í hádegismat og í kvöldmat. „Ef það er kjúklingaborgari í hádeginu þá er það geggjað. En ef það er líka kjúklingaborgari heima er ég bara, eeeeh,“ segir Oddur Bjarni. Hugmyndin spretti ekki síst út frá umhverfissjónarmiðum. „Það er svo ógeðslega mikil matarsóun í skólum. Matnum er hent eins og hann sé bara rusl,“ segir Oddur. En hvað þýðir SKVÓP? „Þetta er skammstöfun á réttunum sem eru í matinn á hverjum degi,“ útskýrir hann. Vikumatseðilinn yrði því eftirfarandi: Mánudagur: Sjávarréttur, fiskur Þriðjudagur: Kjöt Miðvikudagur: Vegan Fimmtudagur: Ódýr matur, eða spónamatur Föstudagur: Partýmatur, pítsa, hamborgari eða takkó. Heldur í vonina Oddur Bjarni er í tíunda bekk og þarf því að hafa hraðar hendur ef hann vill sjá breytingarnar ganga í gegn meðan hann er enn í grunnskóla. Aðspurður segist hann alveg til í að berjast fyrir málstaðnum þrátt fyrir að hann muni líklega ekki njóta góðs af breytingunum. „Ég er búin að senda forsetanum bréf og það er móttekið,“ segir Oddur. Í grein sinni í Morgunblaðinu biður hann Höllu um að koma hugmyndinni áleiðis. Ertu bjartsýnn á að fá svar? „Vonin er að deyja hægt og rólega en ég ætla að vera sterkur og tékka á email-inu mínu á hverjum degi. Helst reyna að fá fund með forsetanum til að kynna hugmyndina formlega.“ Skóla- og menntamál Vestmannaeyjar Matur Grunnskólar Krakkar Mest lesið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
„Ég var í spænskuskóla í sumar og kynntist þar stelpu frá Þýskalandi. Í hennar skóla er alltaf sama tegund af mat á vissum degi, t.d. fiskur á fimmtudögum og vegan á þriðjudögum,“ segir í aðsendri grein Odds Bjarna Bergvinssonar, fimmtán ára nemanda í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í gær. Hann leggur til að allir grunnskólar landsins taki upp svokallaðan SKVÓP-matseðil. Staðlaðan matseðil skólamáltíða. Mat hent eins og rusli Nú þegar skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar segir Oddur Bjarni mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ekki í mat að óþörfu. Sé matseðillinn staðlaður, viti foreldrar hvenær þeir eigi að skrá börnin sín í mat og hvenær þau vilji frekar nesti. Þá þyki honum að eigin sögn ömurlegt að lenda í að fá sama matinn í hádegismat og í kvöldmat. „Ef það er kjúklingaborgari í hádeginu þá er það geggjað. En ef það er líka kjúklingaborgari heima er ég bara, eeeeh,“ segir Oddur Bjarni. Hugmyndin spretti ekki síst út frá umhverfissjónarmiðum. „Það er svo ógeðslega mikil matarsóun í skólum. Matnum er hent eins og hann sé bara rusl,“ segir Oddur. En hvað þýðir SKVÓP? „Þetta er skammstöfun á réttunum sem eru í matinn á hverjum degi,“ útskýrir hann. Vikumatseðilinn yrði því eftirfarandi: Mánudagur: Sjávarréttur, fiskur Þriðjudagur: Kjöt Miðvikudagur: Vegan Fimmtudagur: Ódýr matur, eða spónamatur Föstudagur: Partýmatur, pítsa, hamborgari eða takkó. Heldur í vonina Oddur Bjarni er í tíunda bekk og þarf því að hafa hraðar hendur ef hann vill sjá breytingarnar ganga í gegn meðan hann er enn í grunnskóla. Aðspurður segist hann alveg til í að berjast fyrir málstaðnum þrátt fyrir að hann muni líklega ekki njóta góðs af breytingunum. „Ég er búin að senda forsetanum bréf og það er móttekið,“ segir Oddur. Í grein sinni í Morgunblaðinu biður hann Höllu um að koma hugmyndinni áleiðis. Ertu bjartsýnn á að fá svar? „Vonin er að deyja hægt og rólega en ég ætla að vera sterkur og tékka á email-inu mínu á hverjum degi. Helst reyna að fá fund með forsetanum til að kynna hugmyndina formlega.“
Skóla- og menntamál Vestmannaeyjar Matur Grunnskólar Krakkar Mest lesið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira