Upp með sokkana Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 3. september 2024 08:02 Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“. Heima snerist umræðan helst um tækifæri. Tækifærin gátu verið af ýmsum toga en eitt þeirra var að skapa sína eigin framtíð. Þó ég heiti ekki beint Eyjólfur, hefur mér alltaf fundist gott að komast í hlýja sokka og ganga minn veg. Ég lærði snemma að það gengur enginn götuna fyrir mann en oft getur maður verið samferða öðrum. Það er þetta með að ganga götuna. Það er svo fallegt. Ef hún er ótroðin, þá er maður brautryðjandi og getur rutt leiðina fyrir þá sem á eftir koma. Það getur kostað mikið þrek en mikilvægast er þó að vita hvert maður ætlar og hvort leiðin sé öllum til góðs. Sem samfélag höfum við tekið stefnuna í átt að orkuskiptum. Leiðin er fær en hún er torveld og erfið yfirferðar. Hún krefst mikillar samstöðu og hvatningar en einnig fórnar. Þegar á reynir er oft gott að fara með orðin, “Eyjólfur, upp með sokkana“ og tosa þá hátt upp. Veganestið eru þeir möguleikar sem við stöndum frammi fyrir en allir snúa þeir að því að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Við þurfum bara að fara að leggja af stað aftur kæru samferðamenn og opna hugann fyrir nýjum leiðum. Við erum nefnilega þegar lögð af stað. Komin framhjá fyrstu vörðunum, raf- og hitaveituvæðingunni, en ákváðum að setjast niður og njóta þess sem við höfum áorkað. Raunar sátum við of lengi í sældinni því við erum komin með legusár á rassinn og er það sjálfum okkur fyrir bestu að standa upp og halda áfram. Jú, tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Það er komið að síðasta leggnum, síðustu brekkunni – útskiptingu alls jarðefnaeldsneytis; í lofti, á láði og legi – og plástri á sárið. Á Íslandi höfum við tækifæri umfram margar þjóðir. Við höfum jarðvarmann og vatnsaflið, en höfum lítið unnið með vindorku, virkjun sjávarfalla eða orku birtunnar. Þetta mun allt koma til okkar. Engin leið er réttari en önnur, allar beinast þær í rétta átt eins og undirrituð útlistaði ásamt Ásmundi Friðrikssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í þessum leiðarvísi. Kæru samferðamenn, det er i motbakke der går oppover. Það er í brekkunni sem við beitum öllum kröftum og í brekkunni sem okkur miðar áfram. En svo var það hitt, að vinda ofan af því ástandi sem hér hefur skapast. Þar er föngun og geymsla koldíoxíðs í jörðu ein leið og þar erum við Íslendingar forgöngumenn sem aðrar þjóðir líta upp til. Við getum skapað okkar framtíð, valið hvaða leið við viljum fara eða í hvaða fótspor við viljum feta. Því segi ég, upp með sokkana, brettum upp ermarnar og þorum að taka af skarið. Öll stefnum við að sama marki. Höfundur sat í starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“. Heima snerist umræðan helst um tækifæri. Tækifærin gátu verið af ýmsum toga en eitt þeirra var að skapa sína eigin framtíð. Þó ég heiti ekki beint Eyjólfur, hefur mér alltaf fundist gott að komast í hlýja sokka og ganga minn veg. Ég lærði snemma að það gengur enginn götuna fyrir mann en oft getur maður verið samferða öðrum. Það er þetta með að ganga götuna. Það er svo fallegt. Ef hún er ótroðin, þá er maður brautryðjandi og getur rutt leiðina fyrir þá sem á eftir koma. Það getur kostað mikið þrek en mikilvægast er þó að vita hvert maður ætlar og hvort leiðin sé öllum til góðs. Sem samfélag höfum við tekið stefnuna í átt að orkuskiptum. Leiðin er fær en hún er torveld og erfið yfirferðar. Hún krefst mikillar samstöðu og hvatningar en einnig fórnar. Þegar á reynir er oft gott að fara með orðin, “Eyjólfur, upp með sokkana“ og tosa þá hátt upp. Veganestið eru þeir möguleikar sem við stöndum frammi fyrir en allir snúa þeir að því að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Við þurfum bara að fara að leggja af stað aftur kæru samferðamenn og opna hugann fyrir nýjum leiðum. Við erum nefnilega þegar lögð af stað. Komin framhjá fyrstu vörðunum, raf- og hitaveituvæðingunni, en ákváðum að setjast niður og njóta þess sem við höfum áorkað. Raunar sátum við of lengi í sældinni því við erum komin með legusár á rassinn og er það sjálfum okkur fyrir bestu að standa upp og halda áfram. Jú, tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Það er komið að síðasta leggnum, síðustu brekkunni – útskiptingu alls jarðefnaeldsneytis; í lofti, á láði og legi – og plástri á sárið. Á Íslandi höfum við tækifæri umfram margar þjóðir. Við höfum jarðvarmann og vatnsaflið, en höfum lítið unnið með vindorku, virkjun sjávarfalla eða orku birtunnar. Þetta mun allt koma til okkar. Engin leið er réttari en önnur, allar beinast þær í rétta átt eins og undirrituð útlistaði ásamt Ásmundi Friðrikssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í þessum leiðarvísi. Kæru samferðamenn, det er i motbakke der går oppover. Það er í brekkunni sem við beitum öllum kröftum og í brekkunni sem okkur miðar áfram. En svo var það hitt, að vinda ofan af því ástandi sem hér hefur skapast. Þar er föngun og geymsla koldíoxíðs í jörðu ein leið og þar erum við Íslendingar forgöngumenn sem aðrar þjóðir líta upp til. Við getum skapað okkar framtíð, valið hvaða leið við viljum fara eða í hvaða fótspor við viljum feta. Því segi ég, upp með sokkana, brettum upp ermarnar og þorum að taka af skarið. Öll stefnum við að sama marki. Höfundur sat í starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun