Húsnæði og verðbólga Runólfur Ágústsson skrifar 2. september 2024 15:31 Gagnsleysi aðgerða Seðlabanka Íslands gegn verðbólgu verður sífellt augljósara. Í nýjum verðbólgumælingum er verðbólga á ársgrundvelli án húsnæðis, komin niður í 3,6% og fer hægt og örugglega lækkandi. Það er fyrst og fremst húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni hér uppi. Þar gera aðgerðir Seðlabankans illt verra! 1. Háir stýrivextir draga úr framleiðslu íbúða vegna mikils fjármagnskostnaðar en þær íbúðir vantar sárlega á íbúðamarkað, afleiðing þess verða enn frekari hækkanir á nýjum íbúðum, sem munu út frá aðferðafræði bankans skila sér í háum vöxtum. Þarna eru aðgerðir bankans farnar að hækka verðbólgu en ekki lækka. 2. Til að draga úr eftirspurn hefur bankinn hert svo að greiðslumatsreglum að það er nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa íbúð. Ástæða þess að flestar nýjar íbúðir eru keyptar af fjárfestum og leigufélögum er einfaldlega sú að almenningur má ekki kaupa þær. Fólk má leigja íbúðir á háu verði, en ekki lækka húsnæðiskostnað sinn með kaupum á eigin íbúð. Þetta er ekki sjálfbær aðgerð hjá bankanum á tímum húsnæðisskorts og mun ekki halda til lengdar. Þegar slakað verður á klónni hér(sem verður að gera) mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Handvirkar aðgerðir stjórnvalda til að fela skort í frjálsu markaðshagkerfi virka ekki til lengdar. 3. Framleiðsla á nýjum íbúðum er langt undir þörfum, bæði vegna ofangreindra atriða, en einnig vegna lóðaskorts. 4. Umræða um lóðaverð er í ruglinu. Íbúðaverð utan félagslega kerfisins sem verður sífellt mikilvægara, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef sveitarfélögin færu aftur að úthluta lóðum á undirverði til verktaka en ekki á markaðsverði til kaupenda, væri verið að leggja grunn að spillingu ásamt því að svipta almenning eignum sínum og færa vertökum á undirverði. Íbúðaverðið myndi ekki lækka. 5. Það er bara ein leið til að lækka íbúðaverð og hún mun taka tíma: Búa til fleiri lóðir og byggja fleiri íbúðir þannig að jafnvægi komist á markaðinn. 6. Hin leiðin er að sleppa því að fjölga íbúðum og fækka íbúum. Með því að valda samdrætti í hagkerfinu og smækka það mætti skapa atvinnuleysi og landflótta. Mögulega er það vegferð Seðlabankans en landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Slíkt er alla jafna kallað kreppa. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ágústsson Húsnæðismál Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Gagnsleysi aðgerða Seðlabanka Íslands gegn verðbólgu verður sífellt augljósara. Í nýjum verðbólgumælingum er verðbólga á ársgrundvelli án húsnæðis, komin niður í 3,6% og fer hægt og örugglega lækkandi. Það er fyrst og fremst húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni hér uppi. Þar gera aðgerðir Seðlabankans illt verra! 1. Háir stýrivextir draga úr framleiðslu íbúða vegna mikils fjármagnskostnaðar en þær íbúðir vantar sárlega á íbúðamarkað, afleiðing þess verða enn frekari hækkanir á nýjum íbúðum, sem munu út frá aðferðafræði bankans skila sér í háum vöxtum. Þarna eru aðgerðir bankans farnar að hækka verðbólgu en ekki lækka. 2. Til að draga úr eftirspurn hefur bankinn hert svo að greiðslumatsreglum að það er nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa íbúð. Ástæða þess að flestar nýjar íbúðir eru keyptar af fjárfestum og leigufélögum er einfaldlega sú að almenningur má ekki kaupa þær. Fólk má leigja íbúðir á háu verði, en ekki lækka húsnæðiskostnað sinn með kaupum á eigin íbúð. Þetta er ekki sjálfbær aðgerð hjá bankanum á tímum húsnæðisskorts og mun ekki halda til lengdar. Þegar slakað verður á klónni hér(sem verður að gera) mun þetta hafa áhrif til hækkunar á íbúðaverði. Handvirkar aðgerðir stjórnvalda til að fela skort í frjálsu markaðshagkerfi virka ekki til lengdar. 3. Framleiðsla á nýjum íbúðum er langt undir þörfum, bæði vegna ofangreindra atriða, en einnig vegna lóðaskorts. 4. Umræða um lóðaverð er í ruglinu. Íbúðaverð utan félagslega kerfisins sem verður sífellt mikilvægara, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef sveitarfélögin færu aftur að úthluta lóðum á undirverði til verktaka en ekki á markaðsverði til kaupenda, væri verið að leggja grunn að spillingu ásamt því að svipta almenning eignum sínum og færa vertökum á undirverði. Íbúðaverðið myndi ekki lækka. 5. Það er bara ein leið til að lækka íbúðaverð og hún mun taka tíma: Búa til fleiri lóðir og byggja fleiri íbúðir þannig að jafnvægi komist á markaðinn. 6. Hin leiðin er að sleppa því að fjölga íbúðum og fækka íbúum. Með því að valda samdrætti í hagkerfinu og smækka það mætti skapa atvinnuleysi og landflótta. Mögulega er það vegferð Seðlabankans en landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Slíkt er alla jafna kallað kreppa. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun