Er ESB lausnin fyrir Ísland? Reynir Böðvarsson skrifar 2. september 2024 09:02 Ég get vel skilið þá sem horfa til nýs gjaldmiðils sem lausn allra vandamála við stjórn landsins. Það er náttúrulega ekki hægt að búa við þetta ófremdaraástand sem nú er þar sem vextir eru langt yfir því sem almenningur með húsnæðislán getur ráðið við og leiguverð er yfir öllu velsæmi. Ég skil vel að fólk í örvæntingu hrópi eftir einhverju hókus-pókus í þeirri von að komast út úr þessum þrengingum á einhvern hátt. Ég skil líka að tækifærissinnaður stjórnmálaflokkur ti hægri reyni að nýta sér þetta ástand til þess að fá upp fylgið eins og Viðreisn er að gera og hefur gert lengi. Spurningin er hvort til sé eitthvað annað sem Viðreisn berst fyrir og sem þolir dagsljós og opna umræðu, eins og til dæmis aukin einkavæðing á allt og öllu og þá helst líka Landsvirkjun? Því er náttúrulega ekki haldið á lofti þar sem vitað er að það mundi draga niður fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Vandamálið er bara að það tekur oft stuttan tíma að rífa niður en þeim mun lengri að byggja upp. Hægrinu í Svíþjóð er til dæmis að takast á tveimur áratugum að rífa niður það velferðarsamfélag sem verkalýðshreyfingin og vinstrið byggði upp á meir en hálfri öld. Það er hægt að losa um eignir almennings, sem tekið hefur marga áratugi að byggja upp, á örskömmum tíma en að undirbúa inngöngu í ESB og taka upp Evru tekur líklega áratug eða tvo. Nái Viðreisn og hægri armur Samfylkingarinnar afgerandi áhrifum eftir næstu kosningar gætum við staðið upp að loknu kjörtímabili með Landsvirkjun og vindmyllur útum allt í eigu braskara en við værum enn með okkar krónu og stæðum enn utan við ESB. Þetta er náttúrulega svartmálun en engu að síður möguleg þróun sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Það þarf ekki einusinni að selja Landsvirkjun, það nægir bara að markaðsvæða allt umverfi hennar og hún hættir þannig að sinna þörfum og væntingum eigenda sinna sem eru almenningur. Ítök peningavaldsins á Íslandi eru svo gífurleg að það virðist engu máli skipta hvað almenningur vill í hinum ýmsu málum, þróunin verður alltaf að virðist í þá átt sem fjármagnseigendur vilja, sama hvað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei básúnað út í kosningabaráttu að hann vilji einkavæða heilbrigðiskerfið en hann bara gerir það, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið ljóst að almenningur vill það ekki. Verður það sama upp á teningnum þegar kemur að vindmyllum? Augljóst er að almenningur vill ekki vindmyllur út um alla koppa grundir en verður það samt sem áður það sem við sjáum eftir fimm eða tíu ár? Ég er á þeirri skoðun að öllu óbreyttu þá væri best fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Að öllu óbreyttu! Ef það er svo að það er ómögulegt að koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu og losna við spillinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga mestu sök á þá er þetta eina lausnin. Ég tel þó vænlegra fyrir Ísland, ef það væri mögulegt, að losna við þessa flokka frá ríkisstjórnarborðinu í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil og koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu. Eðlilegt stjórnarfar er ekki aukin eða áframhaldandi nýfrjálshyggja sem Viðreisn og flokkar til hægri standa fyrir, ekki heldur aukin þjóðernisremba Miðflokksins og hluta Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er vita gagnlaus flokkur sem virðist bara hafa það sem markmið að fá að vera með og fyrirbærið Flokkur fólksins er ein kúnstug kona. Píratar geta svo sannarlega komið að gagni með sína áherslur á gagnsæi og vandaða stjórnsýslu. Mikilvægast er þó aðhald frá vinstri, sterkt aðhald frá vinstri! Eini marktæki stjórnmálaflokkurinn á Íslandi til þess að axla þá ábyrgð er Sósíalistaflokkur Íslands og það er að mínu mati nauðsynlegt að hann fái gott fylgi ef takast á að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem við erum í stjórnarfarslega. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég get vel skilið þá sem horfa til nýs gjaldmiðils sem lausn allra vandamála við stjórn landsins. Það er náttúrulega ekki hægt að búa við þetta ófremdaraástand sem nú er þar sem vextir eru langt yfir því sem almenningur með húsnæðislán getur ráðið við og leiguverð er yfir öllu velsæmi. Ég skil vel að fólk í örvæntingu hrópi eftir einhverju hókus-pókus í þeirri von að komast út úr þessum þrengingum á einhvern hátt. Ég skil líka að tækifærissinnaður stjórnmálaflokkur ti hægri reyni að nýta sér þetta ástand til þess að fá upp fylgið eins og Viðreisn er að gera og hefur gert lengi. Spurningin er hvort til sé eitthvað annað sem Viðreisn berst fyrir og sem þolir dagsljós og opna umræðu, eins og til dæmis aukin einkavæðing á allt og öllu og þá helst líka Landsvirkjun? Því er náttúrulega ekki haldið á lofti þar sem vitað er að það mundi draga niður fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Vandamálið er bara að það tekur oft stuttan tíma að rífa niður en þeim mun lengri að byggja upp. Hægrinu í Svíþjóð er til dæmis að takast á tveimur áratugum að rífa niður það velferðarsamfélag sem verkalýðshreyfingin og vinstrið byggði upp á meir en hálfri öld. Það er hægt að losa um eignir almennings, sem tekið hefur marga áratugi að byggja upp, á örskömmum tíma en að undirbúa inngöngu í ESB og taka upp Evru tekur líklega áratug eða tvo. Nái Viðreisn og hægri armur Samfylkingarinnar afgerandi áhrifum eftir næstu kosningar gætum við staðið upp að loknu kjörtímabili með Landsvirkjun og vindmyllur útum allt í eigu braskara en við værum enn með okkar krónu og stæðum enn utan við ESB. Þetta er náttúrulega svartmálun en engu að síður möguleg þróun sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Það þarf ekki einusinni að selja Landsvirkjun, það nægir bara að markaðsvæða allt umverfi hennar og hún hættir þannig að sinna þörfum og væntingum eigenda sinna sem eru almenningur. Ítök peningavaldsins á Íslandi eru svo gífurleg að það virðist engu máli skipta hvað almenningur vill í hinum ýmsu málum, þróunin verður alltaf að virðist í þá átt sem fjármagnseigendur vilja, sama hvað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei básúnað út í kosningabaráttu að hann vilji einkavæða heilbrigðiskerfið en hann bara gerir það, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið ljóst að almenningur vill það ekki. Verður það sama upp á teningnum þegar kemur að vindmyllum? Augljóst er að almenningur vill ekki vindmyllur út um alla koppa grundir en verður það samt sem áður það sem við sjáum eftir fimm eða tíu ár? Ég er á þeirri skoðun að öllu óbreyttu þá væri best fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Að öllu óbreyttu! Ef það er svo að það er ómögulegt að koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu og losna við spillinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga mestu sök á þá er þetta eina lausnin. Ég tel þó vænlegra fyrir Ísland, ef það væri mögulegt, að losna við þessa flokka frá ríkisstjórnarborðinu í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil og koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu. Eðlilegt stjórnarfar er ekki aukin eða áframhaldandi nýfrjálshyggja sem Viðreisn og flokkar til hægri standa fyrir, ekki heldur aukin þjóðernisremba Miðflokksins og hluta Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er vita gagnlaus flokkur sem virðist bara hafa það sem markmið að fá að vera með og fyrirbærið Flokkur fólksins er ein kúnstug kona. Píratar geta svo sannarlega komið að gagni með sína áherslur á gagnsæi og vandaða stjórnsýslu. Mikilvægast er þó aðhald frá vinstri, sterkt aðhald frá vinstri! Eini marktæki stjórnmálaflokkurinn á Íslandi til þess að axla þá ábyrgð er Sósíalistaflokkur Íslands og það er að mínu mati nauðsynlegt að hann fái gott fylgi ef takast á að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem við erum í stjórnarfarslega. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun