Hóta að breyta kjarnorkuvopnastefnu vegna stuðnings við Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2024 23:20 Vladímír Pútín Rússlandsforseti á fundi um öryggismál. Rjabkov aðstoðarutanríkisráðherra er fremst vinstra megin á myndinni. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hóta því nú að breyta stefnu sinni um hvenær þau eru tilbúin að beita kjarnavopnum vegna stuðnings vestrænna ríkja við Úkraínu. Þau saka Vesturlönd um að „ganga of langt“ í stríði sem Rússland hóf. Rússar eiga stærsta kjarnorkuvopnabúr í heimi og þeir hafa ítrekað ýjað að því að þeir gætu beitt þeim til þess að fæla vestræn lýðræðisríki frá því að aðstoða Úkraínumenn í að verjast innrás þeirra. Daginn sem innrásin hófst hótaði Vladímír Pútín forseti því að þeir sem reyndu að stöðva Rússa fengju að kenna á því á „hátt sem þeir hefðu aldrei upplifað áður“. Nú hafa rússneskir fjölmiðlar eftir Sergei Rjakbov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, að stjórnvöld séu langt komin með breytingar á kjarnorkuvopnastefnu sinni og að þau hafi kláran ásetning um „leiðréttingar“. Breytingarnar rakti Rjabkov til „stigmögnunar“ vestrænna andstæðinga Rússlands í tengslum við stríðið í Úkraínu. Dmitríj Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sakaði vestræn ríki um að ganga of langt í viðtali sem birtist í dag. Hann fullyrti að Rússar gerðu hvað sem þurfa þyrfti til þess að verja hagsmuni sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn hafa undanfarnar vikur notað vestræn vopn til þess að hernema landsvæði í Kúrsk-héraði í Rússlandi sem Rússar hafa átt erfitt með að svara. Sú gagninnrás virtist gera lítið úr yfirlýsingum Pútíns sem virtist ætlað að láta vestræn ríki óttast að hann gæti beitt kjarnavopnum ef þau taka of virkan þátt í vörnum Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill að vestrænir bandamenn leyfi Úkraínumönnum að nota vopn til þess að gera gagnárásir lengra inn í Rússland, þaðan sem árásir eru gerðar yfir landamærin. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Rússar eiga stærsta kjarnorkuvopnabúr í heimi og þeir hafa ítrekað ýjað að því að þeir gætu beitt þeim til þess að fæla vestræn lýðræðisríki frá því að aðstoða Úkraínumenn í að verjast innrás þeirra. Daginn sem innrásin hófst hótaði Vladímír Pútín forseti því að þeir sem reyndu að stöðva Rússa fengju að kenna á því á „hátt sem þeir hefðu aldrei upplifað áður“. Nú hafa rússneskir fjölmiðlar eftir Sergei Rjakbov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, að stjórnvöld séu langt komin með breytingar á kjarnorkuvopnastefnu sinni og að þau hafi kláran ásetning um „leiðréttingar“. Breytingarnar rakti Rjabkov til „stigmögnunar“ vestrænna andstæðinga Rússlands í tengslum við stríðið í Úkraínu. Dmitríj Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sakaði vestræn ríki um að ganga of langt í viðtali sem birtist í dag. Hann fullyrti að Rússar gerðu hvað sem þurfa þyrfti til þess að verja hagsmuni sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn hafa undanfarnar vikur notað vestræn vopn til þess að hernema landsvæði í Kúrsk-héraði í Rússlandi sem Rússar hafa átt erfitt með að svara. Sú gagninnrás virtist gera lítið úr yfirlýsingum Pútíns sem virtist ætlað að láta vestræn ríki óttast að hann gæti beitt kjarnavopnum ef þau taka of virkan þátt í vörnum Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill að vestrænir bandamenn leyfi Úkraínumönnum að nota vopn til þess að gera gagnárásir lengra inn í Rússland, þaðan sem árásir eru gerðar yfir landamærin.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11
Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11