Nú árið er liðið í aldanna skaut Sigurður Páll Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 12:02 Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Margir eru hugsi yfir því að ekki hafi tekist að byggja upp fiskistofna þá sérstaklega þorskstofninn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem unnið hefur verið eftir með sama móteli í 40 ár. Þó undirritaður hafi í 40 ár stutt fiskveiðistjórnunar kerfið sem byggt er upp með sjónarmiði að sjálfbærri nýtingu fiskistofna eftir ráðgjöf fiskifræðinga hefur mótelið verið meitlað í stein og gagnrýnum gleraugum komið fyrir ofan í skúffu. Svörin sem fást þegar spurt er út í óhagganleika mótelsins í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem raun ber vitni um, er svarið: Kerfið verður að vera í föstum skorðum svo hægt sé með vissu að bera saman á milli ára, árangurinn! Gott og vel en fiskarnir hafa sporð og ugga sem þeir nota til að eltast við ætið sem er hreyfanlegt í hafdjúpunum líkt og fiskurinn er við það eltist. Göngumynstur fiska er breytilegt milli ára þó hrygningarfiskur leiti á svipaðar slóðir á milli ára. Nú og hitastig sjávar er breytilegt á milli ára og svo mætti lengi telja…. Sjálfur hef ég verið viðloðandi sjómennsku í rúm 40 ár. Þegar ég settist fyrst inná alþingi hausið 2013 og steig í pontu til að ræða um sjávarútvegsmál, tæmdist þingsalurinn mér til undrunar og vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið. Eftir að hafa útilokað eigin andremmu, óburstaðar tennur eða opna buxnaklauf komst ég að því, eftir töluverðar rannsóknir, að þingmenn höfðu enga áhuga á sjávarútvegsmálum nema ef vera skildi að hækka veiðigjöld. Hafrannsóknarstofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til rannsókna og tek ég heilshugar undir það og veit að starfsemi stofnunarinnar er unnin eftir bestu getu eftir því fjármagni sem henni er skammtað. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að rannsóknir á lífríki sjávar við Íslands stendur sé fjármagnað með þeim hætti að trúverðuleiki og yfirsýn um stöðu á fiskimiðum okkar standist! Í því sambandi langar mig að nefna bann við veiðum á hvítlúðu. Árið 2012 var bein sókn í veiðar á hvítlúðu bönnuð og ef lúða kæmi í veiðafæri skipa með dregin veiðafæri (troll eða snuruvoð) og net skildi henni landað sem (vs) afla til ríkisins eða hafró. Lúða sem kæmi á línukróka eða handfæri skildi skorið á króktauminn hvort sem lúðan væri lifandi eða dauð og henni skilað í sjóinn. Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst hvað þetta lúðubann varðar en lúðan kemur í veiðafærin í miklu magni sem aldei fyrr. Margar fyrirspurnir hef ég lagt fyrir sjávarútvegsráðherra um þetta bann, af og til þessi 12 ár og komið með ýmsar tillögur en árangurinn er enginn, því Hafrannsóknarstofnun Íslands fær ekki fjármagn til rannsókna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sjávarútvegur Miðflokkurinn Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Margir eru hugsi yfir því að ekki hafi tekist að byggja upp fiskistofna þá sérstaklega þorskstofninn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem unnið hefur verið eftir með sama móteli í 40 ár. Þó undirritaður hafi í 40 ár stutt fiskveiðistjórnunar kerfið sem byggt er upp með sjónarmiði að sjálfbærri nýtingu fiskistofna eftir ráðgjöf fiskifræðinga hefur mótelið verið meitlað í stein og gagnrýnum gleraugum komið fyrir ofan í skúffu. Svörin sem fást þegar spurt er út í óhagganleika mótelsins í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem raun ber vitni um, er svarið: Kerfið verður að vera í föstum skorðum svo hægt sé með vissu að bera saman á milli ára, árangurinn! Gott og vel en fiskarnir hafa sporð og ugga sem þeir nota til að eltast við ætið sem er hreyfanlegt í hafdjúpunum líkt og fiskurinn er við það eltist. Göngumynstur fiska er breytilegt milli ára þó hrygningarfiskur leiti á svipaðar slóðir á milli ára. Nú og hitastig sjávar er breytilegt á milli ára og svo mætti lengi telja…. Sjálfur hef ég verið viðloðandi sjómennsku í rúm 40 ár. Þegar ég settist fyrst inná alþingi hausið 2013 og steig í pontu til að ræða um sjávarútvegsmál, tæmdist þingsalurinn mér til undrunar og vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið. Eftir að hafa útilokað eigin andremmu, óburstaðar tennur eða opna buxnaklauf komst ég að því, eftir töluverðar rannsóknir, að þingmenn höfðu enga áhuga á sjávarútvegsmálum nema ef vera skildi að hækka veiðigjöld. Hafrannsóknarstofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til rannsókna og tek ég heilshugar undir það og veit að starfsemi stofnunarinnar er unnin eftir bestu getu eftir því fjármagni sem henni er skammtað. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að rannsóknir á lífríki sjávar við Íslands stendur sé fjármagnað með þeim hætti að trúverðuleiki og yfirsýn um stöðu á fiskimiðum okkar standist! Í því sambandi langar mig að nefna bann við veiðum á hvítlúðu. Árið 2012 var bein sókn í veiðar á hvítlúðu bönnuð og ef lúða kæmi í veiðafæri skipa með dregin veiðafæri (troll eða snuruvoð) og net skildi henni landað sem (vs) afla til ríkisins eða hafró. Lúða sem kæmi á línukróka eða handfæri skildi skorið á króktauminn hvort sem lúðan væri lifandi eða dauð og henni skilað í sjóinn. Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst hvað þetta lúðubann varðar en lúðan kemur í veiðafærin í miklu magni sem aldei fyrr. Margar fyrirspurnir hef ég lagt fyrir sjávarútvegsráðherra um þetta bann, af og til þessi 12 ár og komið með ýmsar tillögur en árangurinn er enginn, því Hafrannsóknarstofnun Íslands fær ekki fjármagn til rannsókna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar