Parið byrjaði saman í nýjustu seríunni af bresku raunveruleikaþáttunum vinsælu. Í umfjöllun breska götublaðsins The Sun er þess sérstaklega getið að þau hafi verið nýbúin að mæta saman í hlaðvarpsþátt þar sem þau hafi lýst ást sinni á hvort öðru.
Það hafi þó vakið athygli aðdáenda að Matilda hafi skellt sér til Ibiza örstuttu eftir að tökum á seríunni lauk og það án síns heittelskaða Sean. Kemur fram að margir aðdáendur hafi efast um sannleiksgildi fullyrðinga þeirra um að allt hafi leikið í lyndi.
Þá vekur blaðið athygli á því að Matilda hafi birt mynd á Instagram af sér á Ibiza. Þar skrifar hún:„Er að upplifa tilfinningarnar, vinsamlegast ekki spila með mig eins og ég sé hálfviti.“ Telja flestir að um sé að ræða skot á hennar fyrrverandi, að því er breska blaðið fullyrðir.
Önnur mynd af Matildu á Instagram síðu vinkonu hennar Diamanté sem einnig tók þátt í Love Island er svo talið vera enn lymskulegra skot á hennar fyrrverandi. Þar skrifar Diamanté í því sem virðist vera kaldhæðnislegum tóni: „Við erum.....svoooo ástfangin!“