Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þar segir að tilkynning um slysið hafi borist lögreglu klukkan 15:28 síðdegis á laugardaginn og sagt frá árekstri bíls og rafhlaupahjóls.
„Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið vestur Bústaðaveg, en við gatnamótin beygði ökumaður hennar til norðurs (akstursleið að Veðurstofu Íslands) þegar ökumaður rafhlaupahjóls ætlaði að þvera veginn á sama stað svo árekstur varð með þeim. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild, en hann er mikið slasaður,“ segir í tilkynningu.
„Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudni.p@lrh.is.“