Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 12:51 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. Þau gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja öll flugfélög og allt lögreglufólk sem tekur þátt í brottvísun Yazans séu „jafnmeðsek í því ódæðisverki og sjálfir ráðamenn.“ „Við höfum öll okkar val um að standa upp og gera það sem er rétt,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð,“ segir jafnframt. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Þúsundir hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista vegna máls Yazan þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Þá hefur ákvörðuninni ítrekað verið mótmælt með hinum ýmsu gjörningum og samkomum. Í yfirlýsingunni kemur fram að í læknisvottorði Yazans segi að verði rof á meðferð hans geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30 prósent drengja með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn deyi í kjölfarið á falli eða hnjaski. Auk þess hafi fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp, Einstök börn og Duchenne samtökin fordæmt brottvísunina. „Við hvetjum öll flugfélög til þess að velja mannúð og samfélagslega ábyrgð og vonum að bæði lögreglan og stjórnvöld sjái sóma sinn í að gera það líka, jafnvel þótt það væri ekki af fyrra bragði. Yazan á heima hér, “ segir að lokum í yfirlýsingunni. Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Hælisleitendur Palestína Mál Yazans Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Þau gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja öll flugfélög og allt lögreglufólk sem tekur þátt í brottvísun Yazans séu „jafnmeðsek í því ódæðisverki og sjálfir ráðamenn.“ „Við höfum öll okkar val um að standa upp og gera það sem er rétt,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð,“ segir jafnframt. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Þúsundir hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista vegna máls Yazan þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Þá hefur ákvörðuninni ítrekað verið mótmælt með hinum ýmsu gjörningum og samkomum. Í yfirlýsingunni kemur fram að í læknisvottorði Yazans segi að verði rof á meðferð hans geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30 prósent drengja með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn deyi í kjölfarið á falli eða hnjaski. Auk þess hafi fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp, Einstök börn og Duchenne samtökin fordæmt brottvísunina. „Við hvetjum öll flugfélög til þess að velja mannúð og samfélagslega ábyrgð og vonum að bæði lögreglan og stjórnvöld sjái sóma sinn í að gera það líka, jafnvel þótt það væri ekki af fyrra bragði. Yazan á heima hér, “ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Hælisleitendur Palestína Mál Yazans Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira