Uppgjörið: Víkingur R. - ÍA 1-2 | Skagamenn fyrstir til að vinna í Víkinni Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 21:11 Ingi Þór og Hinrik fagna. Vísir/Anton Brink Víkingar töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik á heimavelli á tímabilinu þegar Skagamenn unnu 2-1 sigur í Fossvoginum. Víkiningur og Breiðablik eru nú efst og jöfn á toppi Bestu deildarinnar. Leikurinn í Víkinni byrjaði heldur betur fjörlega. Hinn tæplega fertugi Óskar Örn Hauksson var í byrjunarliði heimamanna og hann þurfti ekki nema rúmar fimm mínútur til að sýna snilli sína. Víkingar fagna marki sínu.Vísir/Anton Brink Hann fékk boltann við teig Skagamanna og átti frábæra sendingu beint á kollinn á Valdimar Þór Ingimundarsyni sem stakk sér á milli varnar ÍA og Árna Marinós Einarssonar markvarðar. Valdimar kláraði vel en sendingin var gull. Skagamenn voru hins vegar ekki lengi að jafna metin. Viktor Jónsson vann skallaeinvígi og skyndilega voru Hinrik Harðarson og Ingi Þór Sigurðsson tveir gegn einum varnarmanni Víkinga. Hinrik sendi boltann beint í hlaupaleið Inga Þór sem kláraði frábærlega og jafnaði metin. Varnarleikur Víkinga ekki til útflutnings og staðan orðin 1-1. Ingi Þór Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins.Vísir/Anton Brink Skagamenn voru sterkari aðilinn heilt yfir í fyrri hálfleiknum og það var ekki ósanngjarnt þegar Viktor Jónsson kom ÍA í 2-1 skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og aftur litu Víkingar illa út varnarlega. Hinrik og Viktor voru tveir gegn Oliver Ekroth og þurftu ekki mikið að hafa fyrir hlutunum þó framkvæmdin hafi verið góð. Viktor Jónsson sultuslakur eftir að hafa komið Skagamönnum í forystu en Hinrik Harðarson fagnar vel í bakgrunninum.Vísir/Anton Brink Víkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu í fjórfalda skiptingu í hálfleik og ætluðu sér greinilega að reyna að breyta um takt í leiknum. Það tókst, heimamenn tóku yfirhöndina og voru hættulegri aðilinn en Skagamenn vörðust vel. Víkingar fengu hálffæri sem þeir náðu ekki að nýta og hornspyrnur sem voru ekki nægilega vel framkvæmdar. Besta færið fékk Aron Elís Þrándarson eftir misskilning í vörn Skagamanna en Aron Elís skaut í stöngina úr dauðafæri. Það var hart barist í Víkinni í kvöld.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Færin sem Víkingar fengu undir lokin voru nægilega góð til að jafna metin. Fyrst skaut Aron Elís í stöng úr dauðafæri og síðan fengu þeir Nikolaj Hansen og Valdimar Þór skot í teignum sem Skagamenn náðu að komast fyrir. Ari Sigurpálsson fékk gott færi á lokasekúndum leiksins.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Hinrik Harðarson lagði upp tvö mörk og hljóp eins og brjálæðingur í kvöld, góð frammistaða hjá honum. Þá voru Erik Tobias Sandberg og Oliver Stefánsson fremstir á meðal jafningja í frábærri vörn Skagamanna sem spilaði sérstaklega vel í síðari hálfleiknum. Hinrik Harðarson lagði upp bæði mörk Skagamanna.Vísir/Anton Brink Varnarleikur Víkinga í báðum mörkum Skagamanna var slakur. Sveinn Gísli Þorkelsson var illa staðsettur í fyrra markinu og Jón Guðni á slaka sendingu sem gefur Skagamönnum tækifæri á skyndisókninni sem þeir skora síðara markið úr. Dómarinn Jóhann Ingi Jónsson var dómari leiksins í dag. Heilt yfir dæmdi hann leikinn vel. Víkingar vildu fá víti þegar Árni Marinó virtist fara með hendurnar í höfuðið á Nikolaj Hansen en ég held að Jóhann Ingi hafi gert rétt í að dæma ekki. Góð frammistaða hjá Jóhanni Inga. Haukur Andri Haraldsson var duglegur á miðju ÍA. Jóhann Ingi Jónsson dómari átti fínan leik í kvöld.Vísir/Anton Brink Stemmning og umgjörð Víkingar eru alltaf með fína umgjörð í kringum sína leiki og var engin undantekning á því í kvöld. Mætingin í stúkuna var ágæt enda bæði lið í baráttunni í efri hlutanum og hver leikur mikilvægur. Aðstæður í Víkinni voru ágætar, smá hliðargustur en sólin skein sem vert er að þakka fyrir þessi misserin. Valdimar Þór skoraði mark Víkinga.Vísir/Anton Brink Viðtöl Óskar Örn: Þetta var skrýtinn leikur af okkar hálfu í dag Óskar Örn Hauksson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Víkinga gegn ÍA í dag. Óskar Örn verður fertugur á fimmtudag og hafði aðeins komið við sögu í þremur leikjum Víkinga í Bestu deildinni fyrir leikinn í kvöld. „Það var gaman, mér leið inni á vellinum og mér fannst gaman. En þetta var úr karakter þessi leikur hjá Víkingi í dag,“ sagði Óskar Örn í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Óskar Örn Hauksson var í byrjunarliði Víkinga í fyrsta sinn í sumar.Vísir/Anton Brink Gunnlaugur spurði hvort álag á Víkingum í Evrópukeppni væri að hafa áhrif á þeirra leik og sagði Óskar Örn að auðvelt væri að benda á það. „Við stillum upp liði sem ég myndi treysta til að vinna hvaða lið sem er í deildinni í dag. Við vorum eitthvað vanstilltir í dag.“ Óskar Örn átti ágætan leik í þann klukkutíma sem hann spilaði og lagði meðal annars upp mark Víkinga eftir aðeins rúmlega fimm mínútna leik. „Mér leið vel inni á vellinum og svo sem bjóst ekki endilega við að byrja í dag. Auðvitað snýst þetta um að vinna leiki og sérstaklega í þessari baráttu sem við erum í. Þetta var skrýtinn leikur af okkar hálfu í dag.“ Árni Marinó Einarsson markvörður ÍA kýlir boltann frá marki sínu.Vísir/Anton Brink Óskar er ekki bara leikmaður Víkinga heldur líka þrekþjálfari liðsins. Hann sagði stöðuna á leikmönnum liðsins vera ágæta þrátt fyrir álagið að undanförnu. „Það er mjög gott, við erum auðvitað búnir að vera óheppnir með meiðsli. Það er álag á mönnum, mismunandi undirlag og ferðalög og þetta tekur sinn toll. Við erum að hreyfa við liðinu þannig að menn séu ferskir í hvern leik. Við vorum eitthvað skrýtnir í dag.“ Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var í leikbanni í dag en sést hér fylgjast með leiknum úr stúkunniVísir/Anton Brink Hann sagðist vera klár þegar kallið kæmi frá þjálfaranum og bjóst alveg eins við að fá fleiri tækifæri. „Ég er klár og mér líður vel. Ég held ég hafi alveg sýnt það á köflum í dag. Við erum með hörkulið og það eru einhver meiðsli, misalvarleg. Ég er bara klár þegar kallið kemur.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Íslenski boltinn Fótbolti
Víkingar töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik á heimavelli á tímabilinu þegar Skagamenn unnu 2-1 sigur í Fossvoginum. Víkiningur og Breiðablik eru nú efst og jöfn á toppi Bestu deildarinnar. Leikurinn í Víkinni byrjaði heldur betur fjörlega. Hinn tæplega fertugi Óskar Örn Hauksson var í byrjunarliði heimamanna og hann þurfti ekki nema rúmar fimm mínútur til að sýna snilli sína. Víkingar fagna marki sínu.Vísir/Anton Brink Hann fékk boltann við teig Skagamanna og átti frábæra sendingu beint á kollinn á Valdimar Þór Ingimundarsyni sem stakk sér á milli varnar ÍA og Árna Marinós Einarssonar markvarðar. Valdimar kláraði vel en sendingin var gull. Skagamenn voru hins vegar ekki lengi að jafna metin. Viktor Jónsson vann skallaeinvígi og skyndilega voru Hinrik Harðarson og Ingi Þór Sigurðsson tveir gegn einum varnarmanni Víkinga. Hinrik sendi boltann beint í hlaupaleið Inga Þór sem kláraði frábærlega og jafnaði metin. Varnarleikur Víkinga ekki til útflutnings og staðan orðin 1-1. Ingi Þór Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins.Vísir/Anton Brink Skagamenn voru sterkari aðilinn heilt yfir í fyrri hálfleiknum og það var ekki ósanngjarnt þegar Viktor Jónsson kom ÍA í 2-1 skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og aftur litu Víkingar illa út varnarlega. Hinrik og Viktor voru tveir gegn Oliver Ekroth og þurftu ekki mikið að hafa fyrir hlutunum þó framkvæmdin hafi verið góð. Viktor Jónsson sultuslakur eftir að hafa komið Skagamönnum í forystu en Hinrik Harðarson fagnar vel í bakgrunninum.Vísir/Anton Brink Víkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu í fjórfalda skiptingu í hálfleik og ætluðu sér greinilega að reyna að breyta um takt í leiknum. Það tókst, heimamenn tóku yfirhöndina og voru hættulegri aðilinn en Skagamenn vörðust vel. Víkingar fengu hálffæri sem þeir náðu ekki að nýta og hornspyrnur sem voru ekki nægilega vel framkvæmdar. Besta færið fékk Aron Elís Þrándarson eftir misskilning í vörn Skagamanna en Aron Elís skaut í stöngina úr dauðafæri. Það var hart barist í Víkinni í kvöld.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Færin sem Víkingar fengu undir lokin voru nægilega góð til að jafna metin. Fyrst skaut Aron Elís í stöng úr dauðafæri og síðan fengu þeir Nikolaj Hansen og Valdimar Þór skot í teignum sem Skagamenn náðu að komast fyrir. Ari Sigurpálsson fékk gott færi á lokasekúndum leiksins.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Hinrik Harðarson lagði upp tvö mörk og hljóp eins og brjálæðingur í kvöld, góð frammistaða hjá honum. Þá voru Erik Tobias Sandberg og Oliver Stefánsson fremstir á meðal jafningja í frábærri vörn Skagamanna sem spilaði sérstaklega vel í síðari hálfleiknum. Hinrik Harðarson lagði upp bæði mörk Skagamanna.Vísir/Anton Brink Varnarleikur Víkinga í báðum mörkum Skagamanna var slakur. Sveinn Gísli Þorkelsson var illa staðsettur í fyrra markinu og Jón Guðni á slaka sendingu sem gefur Skagamönnum tækifæri á skyndisókninni sem þeir skora síðara markið úr. Dómarinn Jóhann Ingi Jónsson var dómari leiksins í dag. Heilt yfir dæmdi hann leikinn vel. Víkingar vildu fá víti þegar Árni Marinó virtist fara með hendurnar í höfuðið á Nikolaj Hansen en ég held að Jóhann Ingi hafi gert rétt í að dæma ekki. Góð frammistaða hjá Jóhanni Inga. Haukur Andri Haraldsson var duglegur á miðju ÍA. Jóhann Ingi Jónsson dómari átti fínan leik í kvöld.Vísir/Anton Brink Stemmning og umgjörð Víkingar eru alltaf með fína umgjörð í kringum sína leiki og var engin undantekning á því í kvöld. Mætingin í stúkuna var ágæt enda bæði lið í baráttunni í efri hlutanum og hver leikur mikilvægur. Aðstæður í Víkinni voru ágætar, smá hliðargustur en sólin skein sem vert er að þakka fyrir þessi misserin. Valdimar Þór skoraði mark Víkinga.Vísir/Anton Brink Viðtöl Óskar Örn: Þetta var skrýtinn leikur af okkar hálfu í dag Óskar Örn Hauksson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Víkinga gegn ÍA í dag. Óskar Örn verður fertugur á fimmtudag og hafði aðeins komið við sögu í þremur leikjum Víkinga í Bestu deildinni fyrir leikinn í kvöld. „Það var gaman, mér leið inni á vellinum og mér fannst gaman. En þetta var úr karakter þessi leikur hjá Víkingi í dag,“ sagði Óskar Örn í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Óskar Örn Hauksson var í byrjunarliði Víkinga í fyrsta sinn í sumar.Vísir/Anton Brink Gunnlaugur spurði hvort álag á Víkingum í Evrópukeppni væri að hafa áhrif á þeirra leik og sagði Óskar Örn að auðvelt væri að benda á það. „Við stillum upp liði sem ég myndi treysta til að vinna hvaða lið sem er í deildinni í dag. Við vorum eitthvað vanstilltir í dag.“ Óskar Örn átti ágætan leik í þann klukkutíma sem hann spilaði og lagði meðal annars upp mark Víkinga eftir aðeins rúmlega fimm mínútna leik. „Mér leið vel inni á vellinum og svo sem bjóst ekki endilega við að byrja í dag. Auðvitað snýst þetta um að vinna leiki og sérstaklega í þessari baráttu sem við erum í. Þetta var skrýtinn leikur af okkar hálfu í dag.“ Árni Marinó Einarsson markvörður ÍA kýlir boltann frá marki sínu.Vísir/Anton Brink Óskar er ekki bara leikmaður Víkinga heldur líka þrekþjálfari liðsins. Hann sagði stöðuna á leikmönnum liðsins vera ágæta þrátt fyrir álagið að undanförnu. „Það er mjög gott, við erum auðvitað búnir að vera óheppnir með meiðsli. Það er álag á mönnum, mismunandi undirlag og ferðalög og þetta tekur sinn toll. Við erum að hreyfa við liðinu þannig að menn séu ferskir í hvern leik. Við vorum eitthvað skrýtnir í dag.“ Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var í leikbanni í dag en sést hér fylgjast með leiknum úr stúkunniVísir/Anton Brink Hann sagðist vera klár þegar kallið kæmi frá þjálfaranum og bjóst alveg eins við að fá fleiri tækifæri. „Ég er klár og mér líður vel. Ég held ég hafi alveg sýnt það á köflum í dag. Við erum með hörkulið og það eru einhver meiðsli, misalvarleg. Ég er bara klár þegar kallið kemur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti