Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 13:30 Chris Banchero skoraði sögulega körfu því hann fékk fjögur stig fyrir hana. Skjámynd Hugmyndin um fjögurra stiga körfur í körfubolta er orðin að veruleika og nú hefur verið skoruð fyrsta fjögurra stiga karfan í opinberum körfuboltaleik. Það var mikil breyting þegar þriggja stiga línan var tekin upp í lok áttunda áratugar síðustu aldar en nú vilja menn gera aðra róttæka breytingu á leiknum. Tilraunaverkefni er farið í gang í Asíu. Fyrsta fjögurra stiga karfan var skoruðu um helgina í leik á Filippseyjum og hana skoraði Chris Banchero sem spilar með liði Meralco Bolts. Banchero skoraði körfuna í öðrum leikhluta í leik á móti Magnolia. „Diego þjálfari sagði við mig fyrir nokkrum vikum að ég yrði sá fyrsti til að skora fjögurra stiga körfu,“ sagði Banchero við blaðamenn eftir leikinn. „Það er gaman að komast í sögubækurnar en þetta er bara aðeins lengra frá en þriggja stiga línan er og því ekki svo klikkað fyrir mig að setja þetta niður,“ sagði Banchero sem setti fjóra putta upp í loftið þegar hann hljóp til baka eftir körfuna. Þetta var hans fyrsta tilraun í leiknum en tveir liðsfélagar hans höfðu reynt að skjóta fyrir utan fjögurra stiga línuna fyrr í leiknum. Chris Newsome tók fyrra skotið en CJ Cansino það síðara. Körfuboltasamband Filippseyja er að prófa fjögurra stiga línuna á þessu tímabili en hún er í 27 feta fjarlægð frá körfunni eða í 8,2 metra fjarlægð. Þriggja stiga línan er áfram til staðar en hún er í 23 feta fjarlægð frá körfunni sem gera sjö metra frá körfunni. Það má sjá þessa sögulegu körfu hér fyrir neðan. The first EVER 4-point shot 🤯Chris Banchero with the first 4-point shot in the PBA Season 49 Governors’ Cup!pic.twitter.com/c2GQ89Ayfe— Eurohoops (@Eurohoopsnet) August 18, 2024 Filippseyjar Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Það var mikil breyting þegar þriggja stiga línan var tekin upp í lok áttunda áratugar síðustu aldar en nú vilja menn gera aðra róttæka breytingu á leiknum. Tilraunaverkefni er farið í gang í Asíu. Fyrsta fjögurra stiga karfan var skoruðu um helgina í leik á Filippseyjum og hana skoraði Chris Banchero sem spilar með liði Meralco Bolts. Banchero skoraði körfuna í öðrum leikhluta í leik á móti Magnolia. „Diego þjálfari sagði við mig fyrir nokkrum vikum að ég yrði sá fyrsti til að skora fjögurra stiga körfu,“ sagði Banchero við blaðamenn eftir leikinn. „Það er gaman að komast í sögubækurnar en þetta er bara aðeins lengra frá en þriggja stiga línan er og því ekki svo klikkað fyrir mig að setja þetta niður,“ sagði Banchero sem setti fjóra putta upp í loftið þegar hann hljóp til baka eftir körfuna. Þetta var hans fyrsta tilraun í leiknum en tveir liðsfélagar hans höfðu reynt að skjóta fyrir utan fjögurra stiga línuna fyrr í leiknum. Chris Newsome tók fyrra skotið en CJ Cansino það síðara. Körfuboltasamband Filippseyja er að prófa fjögurra stiga línuna á þessu tímabili en hún er í 27 feta fjarlægð frá körfunni eða í 8,2 metra fjarlægð. Þriggja stiga línan er áfram til staðar en hún er í 23 feta fjarlægð frá körfunni sem gera sjö metra frá körfunni. Það má sjá þessa sögulegu körfu hér fyrir neðan. The first EVER 4-point shot 🤯Chris Banchero with the first 4-point shot in the PBA Season 49 Governors’ Cup!pic.twitter.com/c2GQ89Ayfe— Eurohoops (@Eurohoopsnet) August 18, 2024
Filippseyjar Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira