Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 13:30 Chris Banchero skoraði sögulega körfu því hann fékk fjögur stig fyrir hana. Skjámynd Hugmyndin um fjögurra stiga körfur í körfubolta er orðin að veruleika og nú hefur verið skoruð fyrsta fjögurra stiga karfan í opinberum körfuboltaleik. Það var mikil breyting þegar þriggja stiga línan var tekin upp í lok áttunda áratugar síðustu aldar en nú vilja menn gera aðra róttæka breytingu á leiknum. Tilraunaverkefni er farið í gang í Asíu. Fyrsta fjögurra stiga karfan var skoruðu um helgina í leik á Filippseyjum og hana skoraði Chris Banchero sem spilar með liði Meralco Bolts. Banchero skoraði körfuna í öðrum leikhluta í leik á móti Magnolia. „Diego þjálfari sagði við mig fyrir nokkrum vikum að ég yrði sá fyrsti til að skora fjögurra stiga körfu,“ sagði Banchero við blaðamenn eftir leikinn. „Það er gaman að komast í sögubækurnar en þetta er bara aðeins lengra frá en þriggja stiga línan er og því ekki svo klikkað fyrir mig að setja þetta niður,“ sagði Banchero sem setti fjóra putta upp í loftið þegar hann hljóp til baka eftir körfuna. Þetta var hans fyrsta tilraun í leiknum en tveir liðsfélagar hans höfðu reynt að skjóta fyrir utan fjögurra stiga línuna fyrr í leiknum. Chris Newsome tók fyrra skotið en CJ Cansino það síðara. Körfuboltasamband Filippseyja er að prófa fjögurra stiga línuna á þessu tímabili en hún er í 27 feta fjarlægð frá körfunni eða í 8,2 metra fjarlægð. Þriggja stiga línan er áfram til staðar en hún er í 23 feta fjarlægð frá körfunni sem gera sjö metra frá körfunni. Það má sjá þessa sögulegu körfu hér fyrir neðan. The first EVER 4-point shot 🤯Chris Banchero with the first 4-point shot in the PBA Season 49 Governors’ Cup!pic.twitter.com/c2GQ89Ayfe— Eurohoops (@Eurohoopsnet) August 18, 2024 Filippseyjar Körfubolti Mest lesið Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Það var mikil breyting þegar þriggja stiga línan var tekin upp í lok áttunda áratugar síðustu aldar en nú vilja menn gera aðra róttæka breytingu á leiknum. Tilraunaverkefni er farið í gang í Asíu. Fyrsta fjögurra stiga karfan var skoruðu um helgina í leik á Filippseyjum og hana skoraði Chris Banchero sem spilar með liði Meralco Bolts. Banchero skoraði körfuna í öðrum leikhluta í leik á móti Magnolia. „Diego þjálfari sagði við mig fyrir nokkrum vikum að ég yrði sá fyrsti til að skora fjögurra stiga körfu,“ sagði Banchero við blaðamenn eftir leikinn. „Það er gaman að komast í sögubækurnar en þetta er bara aðeins lengra frá en þriggja stiga línan er og því ekki svo klikkað fyrir mig að setja þetta niður,“ sagði Banchero sem setti fjóra putta upp í loftið þegar hann hljóp til baka eftir körfuna. Þetta var hans fyrsta tilraun í leiknum en tveir liðsfélagar hans höfðu reynt að skjóta fyrir utan fjögurra stiga línuna fyrr í leiknum. Chris Newsome tók fyrra skotið en CJ Cansino það síðara. Körfuboltasamband Filippseyja er að prófa fjögurra stiga línuna á þessu tímabili en hún er í 27 feta fjarlægð frá körfunni eða í 8,2 metra fjarlægð. Þriggja stiga línan er áfram til staðar en hún er í 23 feta fjarlægð frá körfunni sem gera sjö metra frá körfunni. Það má sjá þessa sögulegu körfu hér fyrir neðan. The first EVER 4-point shot 🤯Chris Banchero with the first 4-point shot in the PBA Season 49 Governors’ Cup!pic.twitter.com/c2GQ89Ayfe— Eurohoops (@Eurohoopsnet) August 18, 2024
Filippseyjar Körfubolti Mest lesið Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira