Heildarakstur í þjóðvegakerfi nærri tvöfaldast á tuttugu árum Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:36 Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra. Vísir/Vilhelm Heildarakstur í þjóðvegakerfinu á Íslandi nærri tvöfaldaðist á tímabilinu 2002 til 2023. Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra en var árið 2002 áætlaður um 1.781 milljón ekinna kílómetra. Þar segir að miðað við þessar tölur hafi akstur í þjóðvegakerfinu því aukist um 65 prósent frá árinu 2002. Tölurnar séu þó ekki að fullu sambærilegar vegna mikilla breytinga á vegaskrá. Árið 2008 hafi margir vegir fallið úr og aðrir færst á milli vegflokka. Því hafi verið sett fram vísitala heildaraksturs á landinu þar sem reynt hefur verið að leiðrétta fyrir helstu breytingum á vegaskrá. Samkvæmt þeirri vísitölu hefur orðið um 95 prósent aukning á akstri milli áranna 2002 og 2023, eða nærri tvöföldun. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni sjálfstæðisflokksins um umferðartafir og hagvöxt. Í samanburði við það kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands jókst verg landsframleiðsla um 85 prósent milli 2002 og 2023 eða að jafnaði um 2,98 prósent á ári. „Því má sjá að þróun þessara hlutfalla er ekki ósvipuð,“ segir í svari ráðherra. Í svari ráðherra er einnig fjallað um almenningssamgöngur, hlutfall þeirra af akstri á vegum og svo umferðartafir og er í svari ráðherra vísað í samgöngusáttmála og útreikningum sem unnir voru í batagreiningu vegna uppfærslna á forsendum sáttmálans. Þar segir að erfitt sé að meta hlutdeild almenningssamgangna á umferðartafir en að heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um allt að 50 prósent samkvæmt forsendum samgöngulíkansins og það muni valda auknum umferðartöfum. Bættir innviðir ásamt breyttum ferðavenjum munu hins vegar halda aftur af auknum umferðartöfum. Svar ráðherra er aðgengilegt hér á vef Alþingis. Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílar Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir „Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06 „Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33 Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Þar segir að miðað við þessar tölur hafi akstur í þjóðvegakerfinu því aukist um 65 prósent frá árinu 2002. Tölurnar séu þó ekki að fullu sambærilegar vegna mikilla breytinga á vegaskrá. Árið 2008 hafi margir vegir fallið úr og aðrir færst á milli vegflokka. Því hafi verið sett fram vísitala heildaraksturs á landinu þar sem reynt hefur verið að leiðrétta fyrir helstu breytingum á vegaskrá. Samkvæmt þeirri vísitölu hefur orðið um 95 prósent aukning á akstri milli áranna 2002 og 2023, eða nærri tvöföldun. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni sjálfstæðisflokksins um umferðartafir og hagvöxt. Í samanburði við það kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands jókst verg landsframleiðsla um 85 prósent milli 2002 og 2023 eða að jafnaði um 2,98 prósent á ári. „Því má sjá að þróun þessara hlutfalla er ekki ósvipuð,“ segir í svari ráðherra. Í svari ráðherra er einnig fjallað um almenningssamgöngur, hlutfall þeirra af akstri á vegum og svo umferðartafir og er í svari ráðherra vísað í samgöngusáttmála og útreikningum sem unnir voru í batagreiningu vegna uppfærslna á forsendum sáttmálans. Þar segir að erfitt sé að meta hlutdeild almenningssamgangna á umferðartafir en að heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um allt að 50 prósent samkvæmt forsendum samgöngulíkansins og það muni valda auknum umferðartöfum. Bættir innviðir ásamt breyttum ferðavenjum munu hins vegar halda aftur af auknum umferðartöfum. Svar ráðherra er aðgengilegt hér á vef Alþingis.
Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílar Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir „Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06 „Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33 Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
„Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06
„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33
Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43