Skólabyrjun og skjáhætta Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 07:31 Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum. Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til farsímanotkunar við akstur. Því má áætla að fjöldi slasaðra vegna farsímanotkunar í umferðinni á Íslandi sé um 200 manns á ári, varlega áætlað. Ekki taka skjáhættuna Nýyrðið skjáhætta varð til þegar Sjóvá og Samgöngustofa unnu að nýrri herferð með auglýsingastofunni Pipar á síðasta ári. Herferðin er enn í gangi undir yfirskriftinni Ekki taka skjáhættuna og má kynna sér hana betur á skjahaetta.is þar sem hægt er að nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum. Skjáhætta er sú áhætta sem skapast þegar fólk notar snjalltæki undir stýri en því miður eru allt of margir ökumenn að nota símann ólöglega á meðan ekið er. Við vitum öll að nauðsynlegt er að vera vakandi í umferðinni. Rannsóknir sýna að fólk telur símanotkun við akstur almennt hættulega en samt er hegðunin oft ekki í takt við þá vitneskju, líkt og rannsóknir sýna líka fram á. Um leið og heilinn fer að fást við önnur verkefni, svo sem að lesa skilaboð, skrifa skilaboð eða velja lag í símanum, er athyglin farin og hættan á slysi stóreykst. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Gera má ráð fyrir að umferðin þyngist samhliða skólabyrjun, það er árviss viðburður. Lögreglan hefur í gegnum tíðina verið með sérstakt umferðareftirlit fyrstu daga haustsins og hefur hvatt ökumenn til að leggja fyrr af stað á morgnana þar sem venjan er að flestir séu á ferðinni á sama tíma. Þá hefur einnig verið minnst á að ökumenn hafi það í huga að æða ekki út á gatnamót þegar ljóst er að þeir ná ekki yfir, slíkt skapi miklar umferðartafir. Það getur verið freistandi að teygja sig í farsímann þegar umferðin er hæg en sömu lög gilda hvort sem umferð er hæg eða hröð: Stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsíma, snjalltæki eða önnur raftæki sem truflað geta aksturinn, án handfrjáls búnaðar. Sektin við slíkri háttsemi er 40.000 krónur og einn refsipunktur í ökuferilsskrá. Einnig er vert að nefna að farsímanotkun undir stýri getur haft áhrif á bótarétt ökumanna í bílslysamálum. Við þurfum alltaf að halda athyglinni við aksturinn. Gott ráð er að vera búin að slá varnagla með því að setja símann á akstursstillingu (driving focus/driving mode) til að hafa augun á veginum og halda einbeitingu við aksturinn. Hægt er að eiga gæðastund í bílnum með því að vera búin að velja tónlist, hlaðvarp eða hljóðbók áður en lagt er af stað þannig það skapi ekki truflun að fikta í símanum á ferð. Einnig er gott að fræða börn á öllum aldri um umferðaröryggi, ganga með þeim öruggustu leiðina í skólann til að byrja með og vera góðar fyrirmyndir. Hættan er raunveruleg Skert athygli við akstur er einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa á heimsvísu og því til mikils að vinna að sýna stillingu við aksturinn og vera meðvituð um áhættuna sem skert athygli hefur í för með sér. Umferðin er eitt stærsta samstarfsverkefni hvers samfélags og þar höfum við öll hlutverki að gegna svo hún gangi upp. Förum því varlega út í haustið og stuðlum að ánægjulegri skólabyrjun þannig að allir skili sér heilir heim að störfum loknum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Samgöngur Skóla- og menntamál Samgönguslys Símanotkun barna Hrefna Sigurjónsdóttir Tengdar fréttir Skjáhætta í umferð Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til notkunar farsíma við akstur og bendir ekkert til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi. 23. maí 2024 07:31 Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. 18. maí 2024 23:01 Fólk setji símana á akstursstillingu til að koma í veg fyrir slys Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá hefur nú hrint af stað nýrri herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina: Ekki taka skjáhættuna. Fólk er hvatt til að setja símann á akstursstillingu þannig hann trufli ekki við akstur. 15. maí 2024 11:24 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum. Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til farsímanotkunar við akstur. Því má áætla að fjöldi slasaðra vegna farsímanotkunar í umferðinni á Íslandi sé um 200 manns á ári, varlega áætlað. Ekki taka skjáhættuna Nýyrðið skjáhætta varð til þegar Sjóvá og Samgöngustofa unnu að nýrri herferð með auglýsingastofunni Pipar á síðasta ári. Herferðin er enn í gangi undir yfirskriftinni Ekki taka skjáhættuna og má kynna sér hana betur á skjahaetta.is þar sem hægt er að nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum. Skjáhætta er sú áhætta sem skapast þegar fólk notar snjalltæki undir stýri en því miður eru allt of margir ökumenn að nota símann ólöglega á meðan ekið er. Við vitum öll að nauðsynlegt er að vera vakandi í umferðinni. Rannsóknir sýna að fólk telur símanotkun við akstur almennt hættulega en samt er hegðunin oft ekki í takt við þá vitneskju, líkt og rannsóknir sýna líka fram á. Um leið og heilinn fer að fást við önnur verkefni, svo sem að lesa skilaboð, skrifa skilaboð eða velja lag í símanum, er athyglin farin og hættan á slysi stóreykst. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Gera má ráð fyrir að umferðin þyngist samhliða skólabyrjun, það er árviss viðburður. Lögreglan hefur í gegnum tíðina verið með sérstakt umferðareftirlit fyrstu daga haustsins og hefur hvatt ökumenn til að leggja fyrr af stað á morgnana þar sem venjan er að flestir séu á ferðinni á sama tíma. Þá hefur einnig verið minnst á að ökumenn hafi það í huga að æða ekki út á gatnamót þegar ljóst er að þeir ná ekki yfir, slíkt skapi miklar umferðartafir. Það getur verið freistandi að teygja sig í farsímann þegar umferðin er hæg en sömu lög gilda hvort sem umferð er hæg eða hröð: Stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsíma, snjalltæki eða önnur raftæki sem truflað geta aksturinn, án handfrjáls búnaðar. Sektin við slíkri háttsemi er 40.000 krónur og einn refsipunktur í ökuferilsskrá. Einnig er vert að nefna að farsímanotkun undir stýri getur haft áhrif á bótarétt ökumanna í bílslysamálum. Við þurfum alltaf að halda athyglinni við aksturinn. Gott ráð er að vera búin að slá varnagla með því að setja símann á akstursstillingu (driving focus/driving mode) til að hafa augun á veginum og halda einbeitingu við aksturinn. Hægt er að eiga gæðastund í bílnum með því að vera búin að velja tónlist, hlaðvarp eða hljóðbók áður en lagt er af stað þannig það skapi ekki truflun að fikta í símanum á ferð. Einnig er gott að fræða börn á öllum aldri um umferðaröryggi, ganga með þeim öruggustu leiðina í skólann til að byrja með og vera góðar fyrirmyndir. Hættan er raunveruleg Skert athygli við akstur er einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa á heimsvísu og því til mikils að vinna að sýna stillingu við aksturinn og vera meðvituð um áhættuna sem skert athygli hefur í för með sér. Umferðin er eitt stærsta samstarfsverkefni hvers samfélags og þar höfum við öll hlutverki að gegna svo hún gangi upp. Förum því varlega út í haustið og stuðlum að ánægjulegri skólabyrjun þannig að allir skili sér heilir heim að störfum loknum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá
Skjáhætta í umferð Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til notkunar farsíma við akstur og bendir ekkert til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi. 23. maí 2024 07:31
Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. 18. maí 2024 23:01
Fólk setji símana á akstursstillingu til að koma í veg fyrir slys Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá hefur nú hrint af stað nýrri herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina: Ekki taka skjáhættuna. Fólk er hvatt til að setja símann á akstursstillingu þannig hann trufli ekki við akstur. 15. maí 2024 11:24
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar