Fóru um víðan völl í samtali á X í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 07:02 Musk og Trump fóru um víðan völl en á sama tíma og forsetinn fyrrverandi réðist á Kamölu Harris sagði hann hana fallega á nýrri forsíðu Time og líkti henni við eiginkonu sína. Getty/NurPhoto/Jakub Porzycki Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“. „Þetta er fólk sem situr í fangelsi fyrir morð og alls konar brot og þeir eru að láta þá lausa til okkar,“ sagði Trump um innflytjendur. Þá gerði hann lítið úr loftslagsvánni og sagði kjarnorku-hlýnun hina raunverulegu ógn. Trump fór um víðan völl og sagðist meðal annars hefðu getað komið í veg fyrir átökin í Úkraínu. Þá freistaði hann þess að gera lítið úr Harris og öðrum Demókrötum og sakaði þá um að hafa rænt Joe Biden Bandaríkjaforseta völdum. Á sama tíma notaði hann tækifærið og sagði Biden versta forseta allra tíma. Það fór vel á með Musk og Trump en fyrrnefndi gaf kost á sér í nefnd um hagræðingu í stjórnkerfinu, eftir að Trump væri kominn aftur í Hvíta húsið. „Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump og var líklega að vísa til tilhneigingar Musk til að segja upp stórum hópum starfsmanna. Musk, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump, hefur boðið Harris að ræða við sig á X. Talsmaður framboðs Harris gaf hins vegar lítið fyrir spjall Musk og Trump og sagði framboð síðarnefnda í þágu manna eins og þeirra; efnaðra karla sem væru með sjálfa sig á heilanum og myndu ekkert gera fyrir millistéttina. This is the long version. Shorter edit of highlights coming soon. https://t.co/Ksm6UqdIq6— Elon Musk (@elonmusk) August 13, 2024 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 X (Twitter) Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
„Þetta er fólk sem situr í fangelsi fyrir morð og alls konar brot og þeir eru að láta þá lausa til okkar,“ sagði Trump um innflytjendur. Þá gerði hann lítið úr loftslagsvánni og sagði kjarnorku-hlýnun hina raunverulegu ógn. Trump fór um víðan völl og sagðist meðal annars hefðu getað komið í veg fyrir átökin í Úkraínu. Þá freistaði hann þess að gera lítið úr Harris og öðrum Demókrötum og sakaði þá um að hafa rænt Joe Biden Bandaríkjaforseta völdum. Á sama tíma notaði hann tækifærið og sagði Biden versta forseta allra tíma. Það fór vel á með Musk og Trump en fyrrnefndi gaf kost á sér í nefnd um hagræðingu í stjórnkerfinu, eftir að Trump væri kominn aftur í Hvíta húsið. „Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump og var líklega að vísa til tilhneigingar Musk til að segja upp stórum hópum starfsmanna. Musk, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump, hefur boðið Harris að ræða við sig á X. Talsmaður framboðs Harris gaf hins vegar lítið fyrir spjall Musk og Trump og sagði framboð síðarnefnda í þágu manna eins og þeirra; efnaðra karla sem væru með sjálfa sig á heilanum og myndu ekkert gera fyrir millistéttina. This is the long version. Shorter edit of highlights coming soon. https://t.co/Ksm6UqdIq6— Elon Musk (@elonmusk) August 13, 2024
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 X (Twitter) Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent