Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix kemur fram að myndirnar hafi verið teknar þann 1. ágúst síðastliðinn. Þar er vintnað til nýlegra ummæla söngkonunnar um að hún hefði ekki í hyggju að fara á stefnumót á næstunni.
Tvö ár eru frá því að hún skildi að borði og sæng við sinn fyrrverandi knattspyrnumanninn Gerard Piqué. Þau skildu í illu eftir að knattspyrnumaðurinn hélt framhjá henni.
Shakira sagði nýlega að hún hefði áhuga á karlmönnum, en að það væri að mestu mikið vandamál í hennar lífi.
„Ég ætti ekki að hafa áhuga á þeim eftir allt sem hefur komið fyrir mig, ímyndaðu þér hvað ég hef þarf að hafa mikinn áhuga til að hafa enn áhuga á þeim,“ sagði söngkonan nýlega.
Shakira spotted dining with mystery man in Miami after saying she was ‘not thinking about’ dating https://t.co/AKD4YcgVbE pic.twitter.com/eOtbmcZAUG
— Page Six (@PageSix) August 8, 2024