Eigum við fyrir kapítalismanum? Reynir Böðvarsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Ég lauk síðasta pistli mínum með þessum orðum „Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin.“ Ég hefði kannski átt að skrifa þarna í lokin „eina vonin“ því ég held að svo sé. Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er. Auðvitað hefur þetta áhrif á líðan okkar og þá sérstaklega andlega líðan, kapítalisminn kostar. Geðheilsuvandamál er ein afleiðing þess að umhverfi okkar er ekki lengur í líkingu við það sem við erum líffræðilega þróuð fyrir og það stöðuga áreiti sem “markaðurinn” sífellt treður að okkur, við getum hvergi verið óhult fyrir þessari óværu og erum í raun stöðugt bráð. Við höfum sem lífverur einungis tvennskonar viðbrögð þegar að okkur er þrengt, tilvist okkar hótað, og það árásargirni einsvegar eða lömun og meðvirkni hinsvegar. Það eru varla aðrir möguleikar í stöðinni en að velja þarna á milli eða hreinlega geta það ekki almennilega og þá er kannski geðheilsan í hættu. Er það þetta sem við viljum í framtíðinni, ungt fólk sem sér ekki fyrir sér nokkra möguleika á að skapa sér gott lífsviðurværi vegna þess umhverfis sem við höfum skapað þeim, ómanneskjulegt og brjálað samkeppnislíf sem enga ró og hvíld gefur. Valfrelsi er oft svar þeirra sem verja þetta ástand og það sjáum við flest sem íhugum málið náið að einmitt það hugtak er það sem er kannski er stærsta lygin í okkar nútíma. Eins og að umhverfi okkar, auglýsingaáróður og þvíumlíkt, hafi ekki áhrif á það hvað við veljum. Hvílík fyrra. Við verðum bara að viðurkenna að við erum þrælar markaðarins og þurfum einhvern veginn að brjótast út úr þeim þrældómi, kapítalisminn kostar. Það eru ekki bara einstaklingar í svokölluðum velferðarþjóðfélögum sem eru að fara á geði heldur virðist mannfélagið í held vera sturlað um þessar mundir. Gasa, Úkraína og Súdan eru bara þrjú dæmi um brjálæði sem á sér stað í skrifandi stund. Mörg önnur dæmi mætti nefna til sögunnar og einn samnefnara má ávallt finna, Bandaríki Norður Ameríku, heimavist og áróðursbæli hugmyndafræði markaðshyggju eftirstríðsáranna. Öll stríð eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið háð undir merkjum þessarar hugmyndafræði með Bandaríkin sem aðalhvathafa og algjör hegemoni virðist ráða á áhrifasvæði þeirra í heiminum hvað varðar framtíðina, áfram á sömu braut! Hergagnaiðnaðurinn er kominn á fulla ferð aftur eftir “allt of langt hlé” milli stríða. Ekkert almennilegt stríð lengi en það tókst að lokum að móbilisera ráðamenn í Úkraínu að taka að sér hlutverkið með því að svíkja öll loforð gagnvart Rússlandi, varðandi útvíkkun NATO, sem gefin voru í sambandi við sameiningu Þýskalands. Innrás Rússa var náttúrulega ófyrirgefanleg en á sér sögulega skýringu, kapítalisminn kostar. Ofan á allt þetta er kapítalistiska hagkerfið að ganga frá lífríki jarðar, allavega sem heimavist fyrir manninn. Eins og staðan lítur út nú þá er erfitt að sjá annað en að hlýnun jarðar fari vel yfir 2˚C og engin veit nákvæmlega hvað það mun þýða til lengri tíma. Líklega hörmungar fyrir milljónatals manna og mikilla fólksflutninga. Flóttamannastraumar munu margfaldast og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þegar litið er til baka til Sýrlandsflóttans 2015, sem voru smámunir í þessu samhengi, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á lífsviðurværi barnabarna okkar. Loftlagsváin er stærsta vandamál sem manneskjan sem dýrategundum hefur fengið í fangið. Vissulega til 100% orsakað af henni sjálfri og stóra spurningin er hvort henni takist að snúa ofan af þeirri þróun sem er að öllu óbreyttu að leiða til glötunar, já kapítalisminn kostar! Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Reynir Böðvarsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ég lauk síðasta pistli mínum með þessum orðum „Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin.“ Ég hefði kannski átt að skrifa þarna í lokin „eina vonin“ því ég held að svo sé. Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er. Auðvitað hefur þetta áhrif á líðan okkar og þá sérstaklega andlega líðan, kapítalisminn kostar. Geðheilsuvandamál er ein afleiðing þess að umhverfi okkar er ekki lengur í líkingu við það sem við erum líffræðilega þróuð fyrir og það stöðuga áreiti sem “markaðurinn” sífellt treður að okkur, við getum hvergi verið óhult fyrir þessari óværu og erum í raun stöðugt bráð. Við höfum sem lífverur einungis tvennskonar viðbrögð þegar að okkur er þrengt, tilvist okkar hótað, og það árásargirni einsvegar eða lömun og meðvirkni hinsvegar. Það eru varla aðrir möguleikar í stöðinni en að velja þarna á milli eða hreinlega geta það ekki almennilega og þá er kannski geðheilsan í hættu. Er það þetta sem við viljum í framtíðinni, ungt fólk sem sér ekki fyrir sér nokkra möguleika á að skapa sér gott lífsviðurværi vegna þess umhverfis sem við höfum skapað þeim, ómanneskjulegt og brjálað samkeppnislíf sem enga ró og hvíld gefur. Valfrelsi er oft svar þeirra sem verja þetta ástand og það sjáum við flest sem íhugum málið náið að einmitt það hugtak er það sem er kannski er stærsta lygin í okkar nútíma. Eins og að umhverfi okkar, auglýsingaáróður og þvíumlíkt, hafi ekki áhrif á það hvað við veljum. Hvílík fyrra. Við verðum bara að viðurkenna að við erum þrælar markaðarins og þurfum einhvern veginn að brjótast út úr þeim þrældómi, kapítalisminn kostar. Það eru ekki bara einstaklingar í svokölluðum velferðarþjóðfélögum sem eru að fara á geði heldur virðist mannfélagið í held vera sturlað um þessar mundir. Gasa, Úkraína og Súdan eru bara þrjú dæmi um brjálæði sem á sér stað í skrifandi stund. Mörg önnur dæmi mætti nefna til sögunnar og einn samnefnara má ávallt finna, Bandaríki Norður Ameríku, heimavist og áróðursbæli hugmyndafræði markaðshyggju eftirstríðsáranna. Öll stríð eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið háð undir merkjum þessarar hugmyndafræði með Bandaríkin sem aðalhvathafa og algjör hegemoni virðist ráða á áhrifasvæði þeirra í heiminum hvað varðar framtíðina, áfram á sömu braut! Hergagnaiðnaðurinn er kominn á fulla ferð aftur eftir “allt of langt hlé” milli stríða. Ekkert almennilegt stríð lengi en það tókst að lokum að móbilisera ráðamenn í Úkraínu að taka að sér hlutverkið með því að svíkja öll loforð gagnvart Rússlandi, varðandi útvíkkun NATO, sem gefin voru í sambandi við sameiningu Þýskalands. Innrás Rússa var náttúrulega ófyrirgefanleg en á sér sögulega skýringu, kapítalisminn kostar. Ofan á allt þetta er kapítalistiska hagkerfið að ganga frá lífríki jarðar, allavega sem heimavist fyrir manninn. Eins og staðan lítur út nú þá er erfitt að sjá annað en að hlýnun jarðar fari vel yfir 2˚C og engin veit nákvæmlega hvað það mun þýða til lengri tíma. Líklega hörmungar fyrir milljónatals manna og mikilla fólksflutninga. Flóttamannastraumar munu margfaldast og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þegar litið er til baka til Sýrlandsflóttans 2015, sem voru smámunir í þessu samhengi, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á lífsviðurværi barnabarna okkar. Loftlagsváin er stærsta vandamál sem manneskjan sem dýrategundum hefur fengið í fangið. Vissulega til 100% orsakað af henni sjálfri og stóra spurningin er hvort henni takist að snúa ofan af þeirri þróun sem er að öllu óbreyttu að leiða til glötunar, já kapítalisminn kostar! Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar