Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 23:06 Einar Þorsteinsson og Friðjón R. Friðjónsson. Vísir/Vilhelm Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ sagði Einar um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lesa má nánar um viðtalið við Einar hér. Í færslu sem Friðjón ritar á Facebook veltir hann því fyrir sér hvað Einar eigi við um þegar hann tali um „alvöru úttekt“. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“,“ skrifar Friðjón sem biður um úttekt á úttektum borgarinnar. „Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“ Einar hefur svarað Friðjóni í athugasemdakerfinu. Hann segir Friðjón draga umræðuna niður í ameríska umræðuhefð og furðar sig á því að innlegg Sjálfstæðisflokksins í umræðuna um málið sé með þessum hætti. „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni.” Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð hefur Friðjón ekki svarað ummælum Einars, en hefur samt sem áður brugðist við þeim með tjákni, svokölluðum hjartaknúskalli. Uppfært: Friðjón hefur svarað athugasemd Einars og segir málið og stöðuna í borgina hálf fáránlega. „Kæri Einar, hafa Kanar núna einkarétt á smá skopi? Það finnst mér skrítið. En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ skrifar hann. „Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“ Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ sagði Einar um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lesa má nánar um viðtalið við Einar hér. Í færslu sem Friðjón ritar á Facebook veltir hann því fyrir sér hvað Einar eigi við um þegar hann tali um „alvöru úttekt“. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“,“ skrifar Friðjón sem biður um úttekt á úttektum borgarinnar. „Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“ Einar hefur svarað Friðjóni í athugasemdakerfinu. Hann segir Friðjón draga umræðuna niður í ameríska umræðuhefð og furðar sig á því að innlegg Sjálfstæðisflokksins í umræðuna um málið sé með þessum hætti. „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni.” Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð hefur Friðjón ekki svarað ummælum Einars, en hefur samt sem áður brugðist við þeim með tjákni, svokölluðum hjartaknúskalli. Uppfært: Friðjón hefur svarað athugasemd Einars og segir málið og stöðuna í borgina hálf fáránlega. „Kæri Einar, hafa Kanar núna einkarétt á smá skopi? Það finnst mér skrítið. En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ skrifar hann. „Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“
Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent