Lynch ólíklegur til að leikstýra aftur vegna Covidhræðslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 23:40 David Lynch. Vísir/Getty Bandaríski leikstjórinn David Lynch glímir við langvinna lungnaþembu og hefur gefið það í skyn að hann muni ekki koma til með að leikstýra á ný. Hann hættir sér ekki út vegna hræðslu við það að veikjast af sýkingum líkt og Covid. Frá þessu greindi Lynch í viðtali við tímaritið Sight & Sound. Lynch er 78 ára gamall og segir hræðslu sína við Covid, sem gæti aukið á veikindi hans, gera það að verkum að hann hætti sér ekki úr húsi. Næsta leikstjóraverkefni þyrfti því að vera framkvæmt með fjarbúnaði, eins og hann orðaði það. „Mér myndi ekki líka neitt sérstaklega vel við það,“ segir Lynch. „Ég fékk lungnaþembu eftir að hafa reykt lengi. Þannig ég þarf að dúsa heima hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það væri virkilega slæmt ef ég veikist, jafnvel þótt það væri bara flensa,“ segir Lynch og bætir við að hann geti aðeins gengið í stutta stund í einu. Lungnaþemba myndast í langflestum tilfellum vegna mikilla reykinga. Þá getur óhreint loft, ryk og efnablöndur haft sömu áhrif. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að lungnaþemba verði þriðji algengasti dauðavaldurinn árið 2030. Lynch kom síðast að verkefni í sjónvarpi við leikstjórn þáttanna Twin Peaks: The Return árið 2017. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með leikstjórn bíómynda á borð við Blue Velvet, Mulholland Drive og Lost Highway. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Frá þessu greindi Lynch í viðtali við tímaritið Sight & Sound. Lynch er 78 ára gamall og segir hræðslu sína við Covid, sem gæti aukið á veikindi hans, gera það að verkum að hann hætti sér ekki úr húsi. Næsta leikstjóraverkefni þyrfti því að vera framkvæmt með fjarbúnaði, eins og hann orðaði það. „Mér myndi ekki líka neitt sérstaklega vel við það,“ segir Lynch. „Ég fékk lungnaþembu eftir að hafa reykt lengi. Þannig ég þarf að dúsa heima hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það væri virkilega slæmt ef ég veikist, jafnvel þótt það væri bara flensa,“ segir Lynch og bætir við að hann geti aðeins gengið í stutta stund í einu. Lungnaþemba myndast í langflestum tilfellum vegna mikilla reykinga. Þá getur óhreint loft, ryk og efnablöndur haft sömu áhrif. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að lungnaþemba verði þriðji algengasti dauðavaldurinn árið 2030. Lynch kom síðast að verkefni í sjónvarpi við leikstjórn þáttanna Twin Peaks: The Return árið 2017. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með leikstjórn bíómynda á borð við Blue Velvet, Mulholland Drive og Lost Highway.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira