Tíminn vinnur ekki með þeim Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 08:01 Haustið 2022 ritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, grein í Fréttablaðið þar sem hún hvatti Evrópusambandssinna til þess að ganga til liðs við flokkinn þar sem hann yrði einn um það að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá næstu stjórnarmyndunarviðræðna. Tilefnið var sú ákvörðun forystu Samfylkingarinnar að leggja áherzlu flokksins á inngöngu í sambandið til hliðar. Fylgi Samfylkingarinnar hefur síðan stóraukizt á meðan fylgi Viðreisnar er nokkurn veginn á sömu slóðum. Mér varð hugsað til þessarar greinar Þorgerðar við lestur annarar greinar hennar á Vísir.is fyrir helgi þar sem hún kallaði eftir því að tekin yrði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið fyrir næstu kosningar. Erfitt er að skilja skrif hennar á annan veg en þann að Þorgerður hafi gefið það upp á bátinn að Viðreisn verði fær um að setja málið á dagskrá eftir næstu kosningar. Fyrir vikið vonizt hún til þess að þjóðaratkvæði í þeim efnum gæti styrkt stöðu flokksins í viðræðum um stjórnarmyndun vegna fylgisleysis hans. Kjarninn í grein Þorgerðar á Vísir.is er að tíminn hafi ekki verið nýttur nógu vel frá því að misheppnaðri umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð um inngöngu í Evrópusambandið var skilað inn fyrir fimmtán árum síðan. Það er að segja nýttur til þess að vinna að inngöngu í sambandið. Væntanlega er þessum orðum beint til Evrópusambandssinna og þá ekki sízt hennar eigin flokksmanna. Það er jú ekki á ábyrgð annarra að vinna að því stefnumáli flokksins að Ísland skuli ganga þar inn. Vitanlega er ekki hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar sjái um að hrinda stefnu Viðreisnar um inngöngu í Evrópusambandið í framkvæmd þvert á eigin stefnu sem þeir lögðu fram fyrir kjósendur fyrir síðustu kosningar og voru ekki sízt kosnir út á. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar leiti logandi ljósi að leiðum til þess að komast í kringum þann veruleika í ljósi fylgisleysis flokksins. Sem fyrr segir er það á ábyrgð Viðreisnar og ekki annarra að vinna að stefnumálum flokksins og afla honum fylgis út á þau. Færi í bága við þingræðisregluna Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það. Annars verða eðli málsins samkvæmt engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega en þurfti í þó ekki til. Margir vöruðu einnig við því að til þyrfti einhuga ríkisstjórn. Þar á meðal bæði sambandið sjálft sem og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, sem reyndar talar á annan veg í dag. Fulltrúar Evrópusambandsins lýstu þannig til dæmis ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga gagnvart málinu. Til dæmis utanríkismálanefnd þings sambandsins í nóvember 2012: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna varðandi inngönguna í það“. Hvað Þorstein varðar benti hann til dæmis ítrekað á það í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu að slík ósamstíga ríkisstjórn gæti ekki lokið umsóknarferlinu. „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans,“ sagði Þorsteinn þannig til að mynda í grein í blaðinu 20. nóvember 2010 þar sem hann ræddi þessi mál. Tekið er í raun undir þetta sjónarmið í grein Þorgerðar á Vísir.is þó það hafi væntanlega ekki verið ætlun hennar. Þannig hefst greinin á þeim orðum að fimmtán ár séu liðin frá því að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafi lagt fram umsókn um inngöngu í Evrópusambandið og síðan segir: „Samstarfsmenn hans í ríkisstjórn komu í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum.“ Það er að segja samstarfsmenn hans í ríkisstjórn í röðum Vinstri-grænna sem voru andvígir inngöngu í sambandið. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Með öðrum orðum er þannig í raun ágætis samstaða um þá staðreynd að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið sé sem fyrr segir samstíga ríkisstjórn um að það verði gert með meirihluta á þingi að baki sér sem kosinn hefur verið á þeim forsendum. Þó Þorgerður hafi ekki ætlað að taka undir það og Þorsteinn hafi skipt um skoðun og vilji nú þvert á fyrri orð sín að ríkisstjórn þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu í sambandið standi að slíkri umsókn. Tíminn vinnur annars ekki beinlínis með Viðreisn og fyrir vikið skiljanlegt að formaðurinn upplifi sig í tímaþröng. Kjöraðstæður hafa ríkt fyrir áróður Viðreisnar undanfarin tvö ár þó hann haldi að vísu engu vatni. Stríðsátök í Evrópu, háir vextir og verðbólga sem fer nú minnkandi sem flestir sjá sem jákvæða þróun en líklega ekki allir. Smám saman er viðbúið að erfiðara verði að hagnýta sér erfiðleika fólks í pólitískum tilgangi. Það að skipta um gjaldmiðil er enda eins og að skipta um hitamæli og vona að veðrið lagist. Þó skoðanakannanir hafi vissulega sýnt fleiri hlynnta inngöngu í Evrópusambandið undanfarin misseri en andvíga er munurinn hins vegar einungis 6,7 prósentustig samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna á dögunum sem er merkilega lítið miðað við aðstæður og linnulítinn áróður Viðreisnar. Þá eru samkvæmt henni til að mynda fleiri mjög andvígir inngöngu í sambandið en mjög hlynntir sem eru þeir sem líklegastir eru til þess að láta málið hafa áhrif á atkvæði sitt í þingkosningum. Forystumenn Viðreisnar koma sér einfaldlega ekki hjá því að þurfa að afla flokknum nægjanlegs fylgis til þess að geta sett inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá eftir næstu kosningar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu líkt og þeir vilja meina ætti það vitanlega að skila sér í stórauknum stuðningi við Viðreisn sem er ekki aðeins eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það. Flest bendir einfaldlega til þess að raunverulegur áhugi á því sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2022 ritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, grein í Fréttablaðið þar sem hún hvatti Evrópusambandssinna til þess að ganga til liðs við flokkinn þar sem hann yrði einn um það að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá næstu stjórnarmyndunarviðræðna. Tilefnið var sú ákvörðun forystu Samfylkingarinnar að leggja áherzlu flokksins á inngöngu í sambandið til hliðar. Fylgi Samfylkingarinnar hefur síðan stóraukizt á meðan fylgi Viðreisnar er nokkurn veginn á sömu slóðum. Mér varð hugsað til þessarar greinar Þorgerðar við lestur annarar greinar hennar á Vísir.is fyrir helgi þar sem hún kallaði eftir því að tekin yrði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið fyrir næstu kosningar. Erfitt er að skilja skrif hennar á annan veg en þann að Þorgerður hafi gefið það upp á bátinn að Viðreisn verði fær um að setja málið á dagskrá eftir næstu kosningar. Fyrir vikið vonizt hún til þess að þjóðaratkvæði í þeim efnum gæti styrkt stöðu flokksins í viðræðum um stjórnarmyndun vegna fylgisleysis hans. Kjarninn í grein Þorgerðar á Vísir.is er að tíminn hafi ekki verið nýttur nógu vel frá því að misheppnaðri umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð um inngöngu í Evrópusambandið var skilað inn fyrir fimmtán árum síðan. Það er að segja nýttur til þess að vinna að inngöngu í sambandið. Væntanlega er þessum orðum beint til Evrópusambandssinna og þá ekki sízt hennar eigin flokksmanna. Það er jú ekki á ábyrgð annarra að vinna að því stefnumáli flokksins að Ísland skuli ganga þar inn. Vitanlega er ekki hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar sjái um að hrinda stefnu Viðreisnar um inngöngu í Evrópusambandið í framkvæmd þvert á eigin stefnu sem þeir lögðu fram fyrir kjósendur fyrir síðustu kosningar og voru ekki sízt kosnir út á. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar leiti logandi ljósi að leiðum til þess að komast í kringum þann veruleika í ljósi fylgisleysis flokksins. Sem fyrr segir er það á ábyrgð Viðreisnar og ekki annarra að vinna að stefnumálum flokksins og afla honum fylgis út á þau. Færi í bága við þingræðisregluna Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það. Annars verða eðli málsins samkvæmt engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega en þurfti í þó ekki til. Margir vöruðu einnig við því að til þyrfti einhuga ríkisstjórn. Þar á meðal bæði sambandið sjálft sem og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, sem reyndar talar á annan veg í dag. Fulltrúar Evrópusambandsins lýstu þannig til dæmis ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga gagnvart málinu. Til dæmis utanríkismálanefnd þings sambandsins í nóvember 2012: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna varðandi inngönguna í það“. Hvað Þorstein varðar benti hann til dæmis ítrekað á það í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu að slík ósamstíga ríkisstjórn gæti ekki lokið umsóknarferlinu. „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans,“ sagði Þorsteinn þannig til að mynda í grein í blaðinu 20. nóvember 2010 þar sem hann ræddi þessi mál. Tekið er í raun undir þetta sjónarmið í grein Þorgerðar á Vísir.is þó það hafi væntanlega ekki verið ætlun hennar. Þannig hefst greinin á þeim orðum að fimmtán ár séu liðin frá því að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafi lagt fram umsókn um inngöngu í Evrópusambandið og síðan segir: „Samstarfsmenn hans í ríkisstjórn komu í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum.“ Það er að segja samstarfsmenn hans í ríkisstjórn í röðum Vinstri-grænna sem voru andvígir inngöngu í sambandið. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Með öðrum orðum er þannig í raun ágætis samstaða um þá staðreynd að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið sé sem fyrr segir samstíga ríkisstjórn um að það verði gert með meirihluta á þingi að baki sér sem kosinn hefur verið á þeim forsendum. Þó Þorgerður hafi ekki ætlað að taka undir það og Þorsteinn hafi skipt um skoðun og vilji nú þvert á fyrri orð sín að ríkisstjórn þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu í sambandið standi að slíkri umsókn. Tíminn vinnur annars ekki beinlínis með Viðreisn og fyrir vikið skiljanlegt að formaðurinn upplifi sig í tímaþröng. Kjöraðstæður hafa ríkt fyrir áróður Viðreisnar undanfarin tvö ár þó hann haldi að vísu engu vatni. Stríðsátök í Evrópu, háir vextir og verðbólga sem fer nú minnkandi sem flestir sjá sem jákvæða þróun en líklega ekki allir. Smám saman er viðbúið að erfiðara verði að hagnýta sér erfiðleika fólks í pólitískum tilgangi. Það að skipta um gjaldmiðil er enda eins og að skipta um hitamæli og vona að veðrið lagist. Þó skoðanakannanir hafi vissulega sýnt fleiri hlynnta inngöngu í Evrópusambandið undanfarin misseri en andvíga er munurinn hins vegar einungis 6,7 prósentustig samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna á dögunum sem er merkilega lítið miðað við aðstæður og linnulítinn áróður Viðreisnar. Þá eru samkvæmt henni til að mynda fleiri mjög andvígir inngöngu í sambandið en mjög hlynntir sem eru þeir sem líklegastir eru til þess að láta málið hafa áhrif á atkvæði sitt í þingkosningum. Forystumenn Viðreisnar koma sér einfaldlega ekki hjá því að þurfa að afla flokknum nægjanlegs fylgis til þess að geta sett inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá eftir næstu kosningar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu líkt og þeir vilja meina ætti það vitanlega að skila sér í stórauknum stuðningi við Viðreisn sem er ekki aðeins eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það. Flest bendir einfaldlega til þess að raunverulegur áhugi á því sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun