Stjörnuliðið fór að lokum með 117-109 sigur af hólmi þar sem Arike Ogunbowale, leikmaður Dallas Wings, skoraði 34 stig sem er met.
Þetta var þó ekki eina metið sem féll í þessum leik en nýliðarnir Caitlin Clark og Angel Reese, sem hafa bitist um athygli fjölmiðla og áhorfenda í vetur, settu sitthvort metið. Clark gaf tíu stoðsendingar, sem er það mesta sem nýliði hefur gefið af stoðsendingum í stjörnuleik. Þá varð Reese fyrsti nýliðinn í stjörnuleiktil að ná tvöfaldri tvennu, með tólf stig og ellefu fráköst.
Í hálfleik átti svo hjartnæmt atvik sér stað þegar Clark heilsaði upp á Vanessa Bryant, eiginkonu Kobe Bryant heitins, og dætur þeirra, þær Natalia, Bianka og Capri.
Clark og Capri voru í samskonar skóm, Nike Kobe 6 Protro WNBA All-Star PE, sem vakti að vonum kátínu hjá Capri þegar Clark benti henni á það.
Caitlin Clark shares a moment with the Bryant family 🧡 pic.twitter.com/JyMPjWHRMX
— WNBA (@WNBA) July 21, 2024