Hver ber ábyrgð á nýjum gluggum sem leka? Þórunn Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2024 14:31 Nú á dögunum birtist á Vísi greinin „Af hverju leka gluggar fyrr en áður?“ eftir Böðvar Bjarnason hjá Verkvist. Veltir hann þar meðal annars fyrir sér hvort gluggar hafi almennt verið betri hér áður fyrr en þeir sem nú fást og eiga að vera CE-merktir til að teljast löglegir til sölu og notkunar. Böðvar bendir síðan á að vandamálin liggi annars vegar í gluggunum sjálfum og hins vegar í frágangi gluggans við útvegg. Því skal ósvarað hvort gluggar hafi verið betri í gamla daga. Hins vegar er tekið undir ýmis vandamál sem nefnd eru í greininni og þær áskoranir sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Má þar m.a. nefna óljósa ábyrgð ýmissa fagaðila sem koma að ísetningu glugga. Löglegur gluggi Gluggar eru ekki einungis smíðaðir á Íslandi. Mestur hluti þeirra er raunar innfluttur. Þar sem Ísland tilheyrir evrópska efnahagssvæðinu þurfa gluggar, eins og aðrir vöruflokkar, að fylgja þeim reglum sem á svæðinu gilda. Í tilfelli glugga er gerð krafa um CE-merkingu en í því felst að ýmsir eiginleikar glugga hafi verið prófaðir og staðfestir af óháðum og tilkynntum aðila. Að sama skapi sé viðhöfð innri skjalfest framleiðslustýring en hún stuðlar að því að öll framleidd eintök hafi sömu eiginleika og prófaða eintakið. Íslenskt slagveður í allar áttir Veðurfar getur verið mjög ólíkt milli aðildarríkja EES og eru kröfur um eiginleika því mismunandi milli landa. Hér á landi gilda til að mynda svo kallaðar sértækar kröfur um slagregnsþéttleika og hámarksformbreytingu vegna vindálags og eiga þær við um alla glugga í útveggjum bygginga. Svo að gluggi teljist löglegur á Íslandi þarf hann því að vera CE-merktur og a.m.k. að uppfylla kröfur til þessara tveggja eiginleika. Annars er bæði bannað að selja og nota slíkan glugga í útvegg mannvirkis. Upplýsingar um eiginleika skulu koma fram í yfirlýsingu um nothæfi (DoP), sem er staðlað fylgiskjal CE-merktra byggingarvara. Hvar er eftirlitið? Ef gluggi uppfyllir ekki framangreind skilyrði er hann ólöglegur á markaði hérlendis. Ábendingar um slíkt má senda til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem viðhefur markaðseftirlit með byggingarvörum. Þess má geta að HMS stendur einmitt í umfangsmiklu eftirliti með gluggum með það að markmiði að einungis verði nothæfir gluggar á markaði neytendum í hag. Hver er ávinningur regluverksins? Sumum þykir kerfi um CE-merkingar byggingarvara óþarflega flókið og jafnvel misvísandi. Merkingin getur ekki staðið ein og sér heldur er alltaf þörf á að skoða fylgiskjalið yfirlýsingu um nothæfi til að meta hvort byggingarvaran hafi þá eiginleika sem þarf til að standast álagið sem reikna má með að hún verði fyrir. Ávinningur kerfisins er hins vegar mikill, sérstaklega í ljósi þess að flestar byggingarvörur eru innfluttar og við getum illa haft eftirlit með framleiðanda úti í heimi. Í tilfelli CE-merktra glugga eru þeir til dæmis allir prófaðir á sama hátt. Í því felst að eiginleikar þeirra eru staðfestir með sömu prófunaraðferðum. Þar af leiðandi eru gluggar frá mismunandi framleiðendum eða löndum algjörlega samanburðarhæfir. Slíkt auðveldar notandanum, iðulega framkvæmdaraðila, að velja glugga sem hefur fullnægjandi eiginleika. Hvert er hlutverk hönnuðar? Ábyrgðarsvið hönnuðar er skilgreint í byggingarreglugerð. Í henni kemur m.a. fram að hönnuður skuli í gögnum sínum setja fram kröfur er varða eiginleika byggingarvöru til að tryggja rétt innkaup og notkun hennar. Þegar kemur að gluggum ber hönnuði að tilgreina þá eiginleika sem að framan voru nefndir (sértæku kröfurnar). Framkvæmdaraðili getur í framhaldinu tekið ákvörðun um hvaða glugga skuli velja út frá kröfum hönnuðar. Aðrir eiginleikar gætu einnig átt við, svo sem hljóðkröfur við umferðarþunga götu. Rétt er að nefna að texti á borð við: „Fylgja skal kröfum byggingarreglugerðar“ er ekki fullnægjandi í hönnunargögnum þótt slíkt hafi sést. Hver skilgreinir gluggaþéttinguna? Hönnuður ber ábyrgð á heildarvirkni byggingarhluta, þar með talinni virkni gluggaþéttinga. Í því felst ekki endilega að hönnuður segi til um hvort notast eigi við kítti eða borða heldur eru eiginleikar byggingarvaranna lykilatriði hér. Með því að skilgreina eiginleika í hönnunargögnum hefur hönnuður gefið framkvæmdaraðila aukið frelsi. Frelsi til að velja byggingarvörur sem með góðu móti er hægt að tengja saman og mynda heildstæðan byggingarhluta. Framkvæmdaraðili ber hins vegar ábyrgð á að þær byggingarvörur sem hann velur hafi eiginleika í samræmi við kröfur hönnuðar og að við notkun sé farið eftir leiðbeiningum framleiðanda þeirra. Aðeins þannig má tryggja að þeir eiginleikar sem hönnuður gaf upp náist. Hver ber ábyrgð? Mannvirkjagerð er flókin og margir fagaðilar koma þar að. Með breyttum og fjölbreyttari byggingaraðferðum verður hún ekki einfaldari og því mikilvægt að hver og einn fagaðili geri sér grein fyrir sínu hlutverki og ábyrgð. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: Hönnuðir bera ábyrgð á að skilgreina eiginleika byggingarvara (4.5.2. gr. byggingarreglugerðar). Söluaðilar byggingarvara bera ábyrgð á að CE-merktum byggingarvörum fylgi yfirlýsing um nothæfi (með upplýsingum um eiginleika þeirra) og leiðbeiningar um notkun. Framkvæmdaraðilar bera ábyrgð á að við notkun sé leiðbeiningum framleiðenda byggingarvara ávallt fylgt (til að eiginleikar varanna haldist). Verum meðvituð um að gluggi er ein byggingarvara og þétting er önnur; tveir mismunandi framleiðendur og að sama skapi mismunandi leiðbeiningar. HMS hefur undanfarin tvö ár lagt mikla áherslu á að fræða markaðinn um CE-merkingar byggingarvara. Reglulega eru haldin námskeið um málefnið hjá Iðunni fræðslusetri og eru fagaðilar hvattir til að sækja slíkt námskeið, eigendum og öðrum notendum mannvirkja í hag. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum birtist á Vísi greinin „Af hverju leka gluggar fyrr en áður?“ eftir Böðvar Bjarnason hjá Verkvist. Veltir hann þar meðal annars fyrir sér hvort gluggar hafi almennt verið betri hér áður fyrr en þeir sem nú fást og eiga að vera CE-merktir til að teljast löglegir til sölu og notkunar. Böðvar bendir síðan á að vandamálin liggi annars vegar í gluggunum sjálfum og hins vegar í frágangi gluggans við útvegg. Því skal ósvarað hvort gluggar hafi verið betri í gamla daga. Hins vegar er tekið undir ýmis vandamál sem nefnd eru í greininni og þær áskoranir sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Má þar m.a. nefna óljósa ábyrgð ýmissa fagaðila sem koma að ísetningu glugga. Löglegur gluggi Gluggar eru ekki einungis smíðaðir á Íslandi. Mestur hluti þeirra er raunar innfluttur. Þar sem Ísland tilheyrir evrópska efnahagssvæðinu þurfa gluggar, eins og aðrir vöruflokkar, að fylgja þeim reglum sem á svæðinu gilda. Í tilfelli glugga er gerð krafa um CE-merkingu en í því felst að ýmsir eiginleikar glugga hafi verið prófaðir og staðfestir af óháðum og tilkynntum aðila. Að sama skapi sé viðhöfð innri skjalfest framleiðslustýring en hún stuðlar að því að öll framleidd eintök hafi sömu eiginleika og prófaða eintakið. Íslenskt slagveður í allar áttir Veðurfar getur verið mjög ólíkt milli aðildarríkja EES og eru kröfur um eiginleika því mismunandi milli landa. Hér á landi gilda til að mynda svo kallaðar sértækar kröfur um slagregnsþéttleika og hámarksformbreytingu vegna vindálags og eiga þær við um alla glugga í útveggjum bygginga. Svo að gluggi teljist löglegur á Íslandi þarf hann því að vera CE-merktur og a.m.k. að uppfylla kröfur til þessara tveggja eiginleika. Annars er bæði bannað að selja og nota slíkan glugga í útvegg mannvirkis. Upplýsingar um eiginleika skulu koma fram í yfirlýsingu um nothæfi (DoP), sem er staðlað fylgiskjal CE-merktra byggingarvara. Hvar er eftirlitið? Ef gluggi uppfyllir ekki framangreind skilyrði er hann ólöglegur á markaði hérlendis. Ábendingar um slíkt má senda til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem viðhefur markaðseftirlit með byggingarvörum. Þess má geta að HMS stendur einmitt í umfangsmiklu eftirliti með gluggum með það að markmiði að einungis verði nothæfir gluggar á markaði neytendum í hag. Hver er ávinningur regluverksins? Sumum þykir kerfi um CE-merkingar byggingarvara óþarflega flókið og jafnvel misvísandi. Merkingin getur ekki staðið ein og sér heldur er alltaf þörf á að skoða fylgiskjalið yfirlýsingu um nothæfi til að meta hvort byggingarvaran hafi þá eiginleika sem þarf til að standast álagið sem reikna má með að hún verði fyrir. Ávinningur kerfisins er hins vegar mikill, sérstaklega í ljósi þess að flestar byggingarvörur eru innfluttar og við getum illa haft eftirlit með framleiðanda úti í heimi. Í tilfelli CE-merktra glugga eru þeir til dæmis allir prófaðir á sama hátt. Í því felst að eiginleikar þeirra eru staðfestir með sömu prófunaraðferðum. Þar af leiðandi eru gluggar frá mismunandi framleiðendum eða löndum algjörlega samanburðarhæfir. Slíkt auðveldar notandanum, iðulega framkvæmdaraðila, að velja glugga sem hefur fullnægjandi eiginleika. Hvert er hlutverk hönnuðar? Ábyrgðarsvið hönnuðar er skilgreint í byggingarreglugerð. Í henni kemur m.a. fram að hönnuður skuli í gögnum sínum setja fram kröfur er varða eiginleika byggingarvöru til að tryggja rétt innkaup og notkun hennar. Þegar kemur að gluggum ber hönnuði að tilgreina þá eiginleika sem að framan voru nefndir (sértæku kröfurnar). Framkvæmdaraðili getur í framhaldinu tekið ákvörðun um hvaða glugga skuli velja út frá kröfum hönnuðar. Aðrir eiginleikar gætu einnig átt við, svo sem hljóðkröfur við umferðarþunga götu. Rétt er að nefna að texti á borð við: „Fylgja skal kröfum byggingarreglugerðar“ er ekki fullnægjandi í hönnunargögnum þótt slíkt hafi sést. Hver skilgreinir gluggaþéttinguna? Hönnuður ber ábyrgð á heildarvirkni byggingarhluta, þar með talinni virkni gluggaþéttinga. Í því felst ekki endilega að hönnuður segi til um hvort notast eigi við kítti eða borða heldur eru eiginleikar byggingarvaranna lykilatriði hér. Með því að skilgreina eiginleika í hönnunargögnum hefur hönnuður gefið framkvæmdaraðila aukið frelsi. Frelsi til að velja byggingarvörur sem með góðu móti er hægt að tengja saman og mynda heildstæðan byggingarhluta. Framkvæmdaraðili ber hins vegar ábyrgð á að þær byggingarvörur sem hann velur hafi eiginleika í samræmi við kröfur hönnuðar og að við notkun sé farið eftir leiðbeiningum framleiðanda þeirra. Aðeins þannig má tryggja að þeir eiginleikar sem hönnuður gaf upp náist. Hver ber ábyrgð? Mannvirkjagerð er flókin og margir fagaðilar koma þar að. Með breyttum og fjölbreyttari byggingaraðferðum verður hún ekki einfaldari og því mikilvægt að hver og einn fagaðili geri sér grein fyrir sínu hlutverki og ábyrgð. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: Hönnuðir bera ábyrgð á að skilgreina eiginleika byggingarvara (4.5.2. gr. byggingarreglugerðar). Söluaðilar byggingarvara bera ábyrgð á að CE-merktum byggingarvörum fylgi yfirlýsing um nothæfi (með upplýsingum um eiginleika þeirra) og leiðbeiningar um notkun. Framkvæmdaraðilar bera ábyrgð á að við notkun sé leiðbeiningum framleiðenda byggingarvara ávallt fylgt (til að eiginleikar varanna haldist). Verum meðvituð um að gluggi er ein byggingarvara og þétting er önnur; tveir mismunandi framleiðendur og að sama skapi mismunandi leiðbeiningar. HMS hefur undanfarin tvö ár lagt mikla áherslu á að fræða markaðinn um CE-merkingar byggingarvara. Reglulega eru haldin námskeið um málefnið hjá Iðunni fræðslusetri og eru fagaðilar hvattir til að sækja slíkt námskeið, eigendum og öðrum notendum mannvirkja í hag. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun