Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 13:00 Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bendir fólki sem býr á Sævarhöfða á tjaldsvæði í grennd við borgina. Arnar/Vilhelm „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur inntur eftir viðbrögðum við kröfum íbúa í hjólhýsabyggð í borginni um nýtt svæði fyrir byggðina. Hann bendir íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem er hægt að koma sér fyrir. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavíkurborg, vakti athygli á bagalegri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða í skoðanagrein á Vísi í gær. Henni hafi brugðið illa við að sjá aðstöðuna og sagði að fólki væri gert að búa á sorphaug. Ekki heppilegt fyrir börn Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í núverandi ástand sem átti að vera tímabundið í mest tólf vikur. Síðan þá er liðið tæpt ár en Einar segir að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. „Ég er bara þeirrar skoðunar að hjólhýsagarður sem við þekkjum af erlendri fyrirmynd sé ekki heppilegt húsnæðisúrræði. Þessi aðstaða sem var útbúin á höfða var tímabundið úrræði til að komast til móts við þessa íbúa sem vilja ekki borga fullt markaðsverð þarna niður í Laugardal. Í grunninn snýst þetta um það að Kolbrún vill að við búum til hjólhýsagarð sem húsnæðisúrræði í Reykjavíkurborg og því er ég innilega ósammála. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir fjölskyldurnar í borginni og allra helst börn að alast upp við slíkar aðstæður.“ Segir þetta ekki hlutverk borgarinnar Einar segir það ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi og ítrekar að um sjálfstætt val sé að ræða. „Borgin er leiðandi í landinu þegar það kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis í gegnum félagsbústaði og styður einnig uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæði og óhagnaðardrifnu húsnæðisfélagana með stofnframlögum í samvinnu við ríkið. Í þetta fara milljarðar. Ég held að það sé sú leið sem sé farsælust fyrir okkur sem samfélag.“ Bendir á tjaldsvæði fyrir utan borgina Spurður hvort að fólk sem býr í hjólhýsum af öðrum ástæðum en efnahagslegum þurfi að leita út fyrir Reykjavíkurborg segir Einar: „Ég vil þá bara benda á það að það eru tjaldsvæði víða hérna á suðvesturhorninu þar sem er hægt að leigja til lengri tíma og það er þá að markaðsforsendum en ég held að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að niðurgreiða slík úrræði.“ Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira
Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur inntur eftir viðbrögðum við kröfum íbúa í hjólhýsabyggð í borginni um nýtt svæði fyrir byggðina. Hann bendir íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem er hægt að koma sér fyrir. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavíkurborg, vakti athygli á bagalegri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða í skoðanagrein á Vísi í gær. Henni hafi brugðið illa við að sjá aðstöðuna og sagði að fólki væri gert að búa á sorphaug. Ekki heppilegt fyrir börn Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í núverandi ástand sem átti að vera tímabundið í mest tólf vikur. Síðan þá er liðið tæpt ár en Einar segir að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. „Ég er bara þeirrar skoðunar að hjólhýsagarður sem við þekkjum af erlendri fyrirmynd sé ekki heppilegt húsnæðisúrræði. Þessi aðstaða sem var útbúin á höfða var tímabundið úrræði til að komast til móts við þessa íbúa sem vilja ekki borga fullt markaðsverð þarna niður í Laugardal. Í grunninn snýst þetta um það að Kolbrún vill að við búum til hjólhýsagarð sem húsnæðisúrræði í Reykjavíkurborg og því er ég innilega ósammála. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir fjölskyldurnar í borginni og allra helst börn að alast upp við slíkar aðstæður.“ Segir þetta ekki hlutverk borgarinnar Einar segir það ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi og ítrekar að um sjálfstætt val sé að ræða. „Borgin er leiðandi í landinu þegar það kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis í gegnum félagsbústaði og styður einnig uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæði og óhagnaðardrifnu húsnæðisfélagana með stofnframlögum í samvinnu við ríkið. Í þetta fara milljarðar. Ég held að það sé sú leið sem sé farsælust fyrir okkur sem samfélag.“ Bendir á tjaldsvæði fyrir utan borgina Spurður hvort að fólk sem býr í hjólhýsum af öðrum ástæðum en efnahagslegum þurfi að leita út fyrir Reykjavíkurborg segir Einar: „Ég vil þá bara benda á það að það eru tjaldsvæði víða hérna á suðvesturhorninu þar sem er hægt að leigja til lengri tíma og það er þá að markaðsforsendum en ég held að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að niðurgreiða slík úrræði.“
Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira