Þrettán af sextán fengu matareitrun: „Leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júlí 2024 08:00 Ólafur Jónas hefur aldrei lent í öðru eins á sínum þjálfaraferli. vísir/sigurjón Íslenska undir 20 ára landslið kvenna í körfubolta er komið heim eftir góða ferð til Búlgaríu þar sem liðið náði sínum besta árangri í sögunni. Matareitrun setti aftur á móti svip sinn á ferðina. Íslenska liðið komst í undanúrslit í b-deild Evrópukeppninnar en lenti því miður í því að leikmenn veiktust á lokakaflanum. Matareitrun kom upp á svæðinu en liðin lentu mismunandi illa í henni og leikmenn íslenska liðsins sluppu ekki. Liðið lék um þriðja sætið í keppninni en tapaði leiknum gegn Tékkum og höfnuðu þær því í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi. „Þetta eru alveg einstakar stelpur í þessu liði og teymið var hrikalega flott. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með árangurinn en maður hefði viljað spila við Belgana og Tékkana með fullfrískt lið,“ segir Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins í Sportpakkanum í gærkvöldi. Íslenski hópurinn var 16 manna í heildina. 13 einstaklingar fengu matareitrun í ferðinni og hafði það mikil áhrif á liðið. „Þær veikjast mismikið að sjálfsögðu en þetta náði í rassgatið á nánast öllum. Þetta var frekar óhugnanlegt þegar maður fór að sjá leikmenn líða út af á eldhúsgólfinu og bara frekar óþægileg sjón að upplifa,“ segir Ólafur og heldur áfram. Náfölar og sveittar „Þetta gerist bara allt í einu. Ég er í göngutúr með Sædísi sjúkraþjálfara og við skruppum út í búð og þegar við komum til baka sjáum við leikmenn úr öðrum liðum alveg náfölar, kófsveittar og það var þjálfari sem við sáum halda á einum leikmanni og hlaupa með hana út í einhvern fólksbíl. Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvað væri í gangi þarna en það voru samt tveir leikmenn hjá okkur orðnir veikir þarna. Það var í raun bara panik ástand þarna. Manni leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna.“ Hann segir að kjölfarið hafi ástandið orðið eins og domino og hver á fætur öðrum hafi veikst. Einn leikmaður íslenska liðsins var lögð inn á sjúkrahús í kjölfarið. „Hún þurfti að fá næringu í æð sem er ótrúlega óþægilegt. Þetta er átján ára stelpa sem var send á sjúkrahús. Sem betur fer máttu Sædís fara með henni en svo var Sædís bara rekin heim og mátti ekki vera þarna lengur. Hún þurfti að vera ein á spítala þarna í Búlgaríu sem er ekkert rosalega traustvekjandi. Ekkert þráðlaust net og enginn talaði ensku. En sem betur fer voru fleiri leikmenn þarna og þær gátu talað saman sín á milli.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira
Íslenska liðið komst í undanúrslit í b-deild Evrópukeppninnar en lenti því miður í því að leikmenn veiktust á lokakaflanum. Matareitrun kom upp á svæðinu en liðin lentu mismunandi illa í henni og leikmenn íslenska liðsins sluppu ekki. Liðið lék um þriðja sætið í keppninni en tapaði leiknum gegn Tékkum og höfnuðu þær því í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi. „Þetta eru alveg einstakar stelpur í þessu liði og teymið var hrikalega flott. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með árangurinn en maður hefði viljað spila við Belgana og Tékkana með fullfrískt lið,“ segir Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins í Sportpakkanum í gærkvöldi. Íslenski hópurinn var 16 manna í heildina. 13 einstaklingar fengu matareitrun í ferðinni og hafði það mikil áhrif á liðið. „Þær veikjast mismikið að sjálfsögðu en þetta náði í rassgatið á nánast öllum. Þetta var frekar óhugnanlegt þegar maður fór að sjá leikmenn líða út af á eldhúsgólfinu og bara frekar óþægileg sjón að upplifa,“ segir Ólafur og heldur áfram. Náfölar og sveittar „Þetta gerist bara allt í einu. Ég er í göngutúr með Sædísi sjúkraþjálfara og við skruppum út í búð og þegar við komum til baka sjáum við leikmenn úr öðrum liðum alveg náfölar, kófsveittar og það var þjálfari sem við sáum halda á einum leikmanni og hlaupa með hana út í einhvern fólksbíl. Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvað væri í gangi þarna en það voru samt tveir leikmenn hjá okkur orðnir veikir þarna. Það var í raun bara panik ástand þarna. Manni leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna.“ Hann segir að kjölfarið hafi ástandið orðið eins og domino og hver á fætur öðrum hafi veikst. Einn leikmaður íslenska liðsins var lögð inn á sjúkrahús í kjölfarið. „Hún þurfti að fá næringu í æð sem er ótrúlega óþægilegt. Þetta er átján ára stelpa sem var send á sjúkrahús. Sem betur fer máttu Sædís fara með henni en svo var Sædís bara rekin heim og mátti ekki vera þarna lengur. Hún þurfti að vera ein á spítala þarna í Búlgaríu sem er ekkert rosalega traustvekjandi. Ekkert þráðlaust net og enginn talaði ensku. En sem betur fer voru fleiri leikmenn þarna og þær gátu talað saman sín á milli.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira