Þar sem þingmenn þagna Bubbi Morthens skrifar 10. júlí 2024 15:00 Bændur eiga allt gott skilið, meira að segja ýmiskonar undanþágur ef það getur hjálpað þeim í baráttu sinni fyrir lífsbjörginni. En það hjálpar þeim lítið að afhenda Kaupfélagi Skagfirðinga alræðisvald yfir afurðum sínum. Kaupfélag Skagfirðinga opnaði gin og buddu og eignaðist kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska um helgina. Kaupin fóru í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Nýju búvörulögin þutu í gegnum þingið og urðu að lögum á hraða sem Formúluaðdáendur hefðu hrópað húrra yfir. Allt í kringum þessi lög og hverjir komu að þeim vekur réttmætar spurningar um spillingu. Undanfarin ár höfum við séð gjörninga þar sem kjörnir fulltrúar og ráðherrar á Alþingi Íslendinga hafa beitt sér skringilega svo ekki sé tekið dýpra í árinni, til dæmis í laxeldismálum þar sem lög voru gerð afturvirk af ráðherrum af því þeir gátu það og svo gera þeir núna fyrirtækjum kleift að makka sig saman án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Og bændur hafa ekkert með það að gera og sitja útá kölnu túni alþingis með von um betri tíð. Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar á 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði. Hvergi í nokkru landi í kringum okkur eða landi sem við miðum okkur við væri það látið gerast að maður í hans stöðu fengi að koma nálægt þessum gjörningi. Ekki vegna þess að hann væri talinn óheiðarlegur eða spilltur heldur til að tryggja að hugmyndir um slíkt ættu ekki möguleika á að koma uppá yfirborð umræðunnar. Nýsamþykkt lög sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd með hann sem formann opna hinsvegar flóðgátt sem verður ekki lokað. Dómgreindarleysi formannsins er algert og vanmat á aðstæðum. Þó allt sé skráð í hagsmunaskrár alþingis um eignarhlut hans er það deginum ljósara að svona gerir maður ekki ... nema jú á Íslandi af því svona vinna kjörnir alþingismenn margir hverjir. Það eina sem við getum gert, almenningur í landinu, ef okkur líkar ekki við svona vinnubrögð, er að muna það í næstu kosningum. Börn okkar eiga betra skilið. Við eigum öll betra skilið en svona vinnubrögð og gjafagjörninga. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bændur eiga allt gott skilið, meira að segja ýmiskonar undanþágur ef það getur hjálpað þeim í baráttu sinni fyrir lífsbjörginni. En það hjálpar þeim lítið að afhenda Kaupfélagi Skagfirðinga alræðisvald yfir afurðum sínum. Kaupfélag Skagfirðinga opnaði gin og buddu og eignaðist kjötvinnslu Kjarnafæðis Norðlenska um helgina. Kaupin fóru í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Nýju búvörulögin þutu í gegnum þingið og urðu að lögum á hraða sem Formúluaðdáendur hefðu hrópað húrra yfir. Allt í kringum þessi lög og hverjir komu að þeim vekur réttmætar spurningar um spillingu. Undanfarin ár höfum við séð gjörninga þar sem kjörnir fulltrúar og ráðherrar á Alþingi Íslendinga hafa beitt sér skringilega svo ekki sé tekið dýpra í árinni, til dæmis í laxeldismálum þar sem lög voru gerð afturvirk af ráðherrum af því þeir gátu það og svo gera þeir núna fyrirtækjum kleift að makka sig saman án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Og bændur hafa ekkert með það að gera og sitja útá kölnu túni alþingis með von um betri tíð. Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar á 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði. Hvergi í nokkru landi í kringum okkur eða landi sem við miðum okkur við væri það látið gerast að maður í hans stöðu fengi að koma nálægt þessum gjörningi. Ekki vegna þess að hann væri talinn óheiðarlegur eða spilltur heldur til að tryggja að hugmyndir um slíkt ættu ekki möguleika á að koma uppá yfirborð umræðunnar. Nýsamþykkt lög sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd með hann sem formann opna hinsvegar flóðgátt sem verður ekki lokað. Dómgreindarleysi formannsins er algert og vanmat á aðstæðum. Þó allt sé skráð í hagsmunaskrár alþingis um eignarhlut hans er það deginum ljósara að svona gerir maður ekki ... nema jú á Íslandi af því svona vinna kjörnir alþingismenn margir hverjir. Það eina sem við getum gert, almenningur í landinu, ef okkur líkar ekki við svona vinnubrögð, er að muna það í næstu kosningum. Börn okkar eiga betra skilið. Við eigum öll betra skilið en svona vinnubrögð og gjafagjörninga. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar