„Sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 09:37 Valur er Íslandsmeistari karla í körfubolta. Tekst Valsmönnum að vinna Bónus-deildina á næsta tímabili? vísir/anton Mikil ánægja ríkir hjá Körfuknattleikssambandi Íslands með nýja samninginn við Bónus. Efstu deildir karla og kvenna munu bera nafn Bónus næstu þrjú árin hið minnsta. „Þetta er samningur á svipuðum grunni og hefur verið við nafnarétthafa undanfarin ár. Það er mikið ánægjuefni að fá Bónus í lið með okkur. Að sama skapi þökkum við Subway fyrir gott og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Það er mikil eftirvænting eftir þessum nýja samningi,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í morgun. „Þeir koma líka inn í afreks- og landsliðsstarfið eins og þeir sem hafa verið með nafnaréttinn. Það er bara mikil eftirvænting hjá okkur fyrir þessu nýja samstarfi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði og það er virkilega gaman að segja frá þessu og opinbera þetta; að við fáum að spila í Bónus-deildunum næstu árin.“ Eins og Hannes segir mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ og koma inn af enn meiri krafti þar en áður hefur verið gert. „Já, þeir koma meira inn almennt í landsliðs- og afreksstarfið en þeir sem hafa verið með nafnaréttinn hafa áður gert,“ sagði Hannes. Að hans sögn er samningur KKÍ við Bónus til þriggja ára en vonast er til að samstarfið verði enn lengra. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þeirri vinnu sem hefur verið hjá okkur undanfarnar vikur. Svona samningar taka langan tíma og ýmsar pælingar sem eru í gangi. Ég held að það verði ýmislegt nýtt og skemmtilegt sem körfuboltafólk og landsmenn allir eiga eftir að sjá á næstu árum. Bónusdeildirnar verða stór og skemmtilegur þáttur í starfi KKÍ. Við erum mjög ánægð og sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp,“ sagði Hannes. En er þetta stærsti samningur sem KKÍ hefur gert? „Já, við getum alveg sagt það, að þetta sé stærsti samningur sem KKÍ hefur gert; þar sem hann er víðtækur og tekur á heildarstarfi sambandsins,“ svaraði framkvæmdastjórinn. Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
„Þetta er samningur á svipuðum grunni og hefur verið við nafnarétthafa undanfarin ár. Það er mikið ánægjuefni að fá Bónus í lið með okkur. Að sama skapi þökkum við Subway fyrir gott og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Það er mikil eftirvænting eftir þessum nýja samningi,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í morgun. „Þeir koma líka inn í afreks- og landsliðsstarfið eins og þeir sem hafa verið með nafnaréttinn. Það er bara mikil eftirvænting hjá okkur fyrir þessu nýja samstarfi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði og það er virkilega gaman að segja frá þessu og opinbera þetta; að við fáum að spila í Bónus-deildunum næstu árin.“ Eins og Hannes segir mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ og koma inn af enn meiri krafti þar en áður hefur verið gert. „Já, þeir koma meira inn almennt í landsliðs- og afreksstarfið en þeir sem hafa verið með nafnaréttinn hafa áður gert,“ sagði Hannes. Að hans sögn er samningur KKÍ við Bónus til þriggja ára en vonast er til að samstarfið verði enn lengra. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þeirri vinnu sem hefur verið hjá okkur undanfarnar vikur. Svona samningar taka langan tíma og ýmsar pælingar sem eru í gangi. Ég held að það verði ýmislegt nýtt og skemmtilegt sem körfuboltafólk og landsmenn allir eiga eftir að sjá á næstu árum. Bónusdeildirnar verða stór og skemmtilegur þáttur í starfi KKÍ. Við erum mjög ánægð og sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp,“ sagði Hannes. En er þetta stærsti samningur sem KKÍ hefur gert? „Já, við getum alveg sagt það, að þetta sé stærsti samningur sem KKÍ hefur gert; þar sem hann er víðtækur og tekur á heildarstarfi sambandsins,“ svaraði framkvæmdastjórinn.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira