Jon Landau er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 10:46 Jon (t.v) var heiðraður ásamt samstarfsfélaga sínum David Cameron í sérstakri athöfn í kínverska kvikmyndahúsinu í Los Angeles. EPA/Caroline Brehman Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Alan Bergman, stjórnarformaður afþreyingardeildar Disney, kunngerði um andlát hans í tilkynningu sem gefin var út í gær. Engin dánarorsök var gefin upp. „Jon var hugsjónamaður sem hafði ótrúlega hæfileika og ástríðu sem blésu lífi í ógleymanlegar sögur á hvíta tjaldinu. Ómetanlegu framlög hans í þágu kvikmyndaiðnaðarins hafa markað óafmáanleg spor og hans verður sárt saknað. Hann var tímamótaframleiðandi og átti farsælan feril en þeim mun betri manneskja og sannkallað náttúruafl sem veitti öllum í kringum hann innblástur,“ segir Alan. Jon Landau framleiddi meðal mannars myndina Titanic árið 1997 sem var þá arðbærasta mynd sögunnar. Það met hefur hann þó slegið tvisvar síðan. Fyrst með myndinni Avatar undir leikstjórn Davids Cameron árið 2009 og svo framhaldsmyndinni Avatar: The Way of Water árið 2022. Ferill Landau hófst í níunni þegar hann starfaði sem framleiðslustjóri. Hann var fljótur upp metorðastigann og varð svo framleiðandi Titanic árið 1997. Þetta samvinnuverkefni Landau og Cameron var tilnefnt til fjórtán Óskarsverðlauna og hreppti ellefu, þeirra á meðal fyrir bestu kvikmynd. „Ég kann ekki að leika og ég kann ekki að semja tónlist og ég kann ekki að gera tæknibrellur. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég framleiði,“ sagði Landau þegar hann tók við virtustu verðlaunum kvikmyndabransans ásamt Cameron. Jon Landau fæddist í New York árið 1960 og var sonur tveggja kvikmyndafrmaleiðenda, þeirra Ely og Edie Landau. Jon lætur eftir sig eiginkonu til fjögurra áratuga og tvo syni þeirra. Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Alan Bergman, stjórnarformaður afþreyingardeildar Disney, kunngerði um andlát hans í tilkynningu sem gefin var út í gær. Engin dánarorsök var gefin upp. „Jon var hugsjónamaður sem hafði ótrúlega hæfileika og ástríðu sem blésu lífi í ógleymanlegar sögur á hvíta tjaldinu. Ómetanlegu framlög hans í þágu kvikmyndaiðnaðarins hafa markað óafmáanleg spor og hans verður sárt saknað. Hann var tímamótaframleiðandi og átti farsælan feril en þeim mun betri manneskja og sannkallað náttúruafl sem veitti öllum í kringum hann innblástur,“ segir Alan. Jon Landau framleiddi meðal mannars myndina Titanic árið 1997 sem var þá arðbærasta mynd sögunnar. Það met hefur hann þó slegið tvisvar síðan. Fyrst með myndinni Avatar undir leikstjórn Davids Cameron árið 2009 og svo framhaldsmyndinni Avatar: The Way of Water árið 2022. Ferill Landau hófst í níunni þegar hann starfaði sem framleiðslustjóri. Hann var fljótur upp metorðastigann og varð svo framleiðandi Titanic árið 1997. Þetta samvinnuverkefni Landau og Cameron var tilnefnt til fjórtán Óskarsverðlauna og hreppti ellefu, þeirra á meðal fyrir bestu kvikmynd. „Ég kann ekki að leika og ég kann ekki að semja tónlist og ég kann ekki að gera tæknibrellur. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég framleiði,“ sagði Landau þegar hann tók við virtustu verðlaunum kvikmyndabransans ásamt Cameron. Jon Landau fæddist í New York árið 1960 og var sonur tveggja kvikmyndafrmaleiðenda, þeirra Ely og Edie Landau. Jon lætur eftir sig eiginkonu til fjögurra áratuga og tvo syni þeirra.
Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein