Mengum meira Heiðar Guðjónsson skrifar 6. júlí 2024 07:00 Nú blasir við orkuskortur á Íslandi. Í raun eru öfug orkuskipti að fara fram þar sem rafmagnstengdar fiskiverksmiðjur eru látnar brenna olíu. Þetta gerist á meðan næga græna orku er að finna hér á landi. Í dag búum við skammtanir á heitu vatni og öruggt aðgengi að húshitun hefur snarminnkað á síðustu árum. Stærsti hluti orku heimsins fer til húsnæðis. Að halda jöfnu hitastigi á húsum útheimtir meira en helming allrar orkunotkunar jarðarinnar, meira en samgöngur og rafmagnsframleiðsla til samans. Ísland er fremst í flokki í þessum efnum en hefur einhverra hluta vegna ekki fengið það metið í samningum um að minnka losun kolefna í andrúmsloftið, heldur tekið á sig skuldbindingar í þeim efnum. Þar hefur hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda og embættismanna beðið algert skipbrot. En það er líka hægt að horfa til Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna skilja hvers vegna Ísland er komið í ógöngur. Þar hafa hagsmunir almennings mátt víkja fyrir gæluverkefnum borgarstjórnar og embættismanna. Hengilssvæðið er í raun stærsta orkulind Íslands, stærri en Kárahnjúkar í heildarafli. Á Nesjavöllum hefur verið stöðug framleiðsla og í kringum Hveradali hefur verið reynt að auka framleiðslu með mismunandi árangri. Þar við hliðina í Hverahlíð er framtíðarsvæði Reykjavíkur fyrir jarðvarma, sérstaklega til húshitunar en einnig til framleiðslu rafmagns. Af óskiljanlegum ástæðum hefur aukin nýting svæðanna ekki verið efst á blaði hjá Orkuveitu Reykjavíkur heldur eitthvað allt annað. Carbfix Húshitun á flestum stöðum heimsins fer fram með bruna jarðefna, oftast kola. Þar sem húshitun er langstærsti notandi orku jarðarinnar er ljóst að hún stendur fyrir mestum útblæstri kolefna. Misheppnuð orkustefna ESB hefur valdið því að nú er verið að opna nýjar kolanámur í Þýskalandi, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld, til að mæta orkuþörfinni. Orkuöryggi í Evrópu hefur einnig snarminnkað og verð hafa hækkað en á sama tíma eru álögur lagðar á kolefnisspor stofnana og fyrirtækja. Carbfix segist vera með lausn á þessum margþætta vanda. Setja evrópskan útblástur í olíuknúin skip sem sigla til Straumsvíkur þar sem menguninni er dælt ofaní borholur í þeirri von um að hún steingerist í jarðlögum Íslands. Það eru engar holur við Straumsvík og í raun ekki höfn fyrir verkefnið heldur. Þar undir hrauninu rennur hins vegar ein stærsta ferskvatnsá landsins Það þarf að byggja og bora fyrir tugi milljarða með gríðarlegu umhverfisraski, til að Evrópa geti haldið áfram að brenna kolum og þetta þarf að gera á Íslandi því bergið er svo ungt og tekur svo vel við. Og þá er ekki minnst á mengun ferskvatnsins. Mér finnst fáránleikinn í þessu alger. ESB hefur sett íþyngjandi gjöld og reglur um mengun á Íslandi, eins sjálfbærasta orkunotanda heims, sem við greiðum til þeirra. ESB sendir okkur svo styrki til Carbfix verkefnisins svo að við tökum við menguninni frá þeim og setjum hana í jörð á græna Íslandi. Ber enginn ábyrgð? Orkuveitu Reykjavikur hefur brugðist viðskiptavinum sínum. Í stað þess að tryggja þeim húshitun og rafmagn á hagstæðu verði hefur fyrirtækið farið í pólitísk gæluverkefni. Á meðan hefur nauðsynleg orkuöflun ekki átt sér stað, viðhald setið á hakanum með tilheyrandi sprungnum hitavatnsleiðslum, og gríðarlegum fjármunum verið sólundað. Það er ljóst að aukin framleiðsla grænnar orku eru hagsmunir Íslands og hagsmunir heimsins. Hver ákvað að betri leið væri að auka ekki græna orkuframleiðslu hér heldur reyna, með tilheyrandi orkusóun, að reyna að grænka mengandi evrópska orkuframleiðslu með því að flytja mengunina hingað? Hver samþykkti stefnuna „mengum meira“? Höfundur er hagfræðingur og fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Orkumál Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Nú blasir við orkuskortur á Íslandi. Í raun eru öfug orkuskipti að fara fram þar sem rafmagnstengdar fiskiverksmiðjur eru látnar brenna olíu. Þetta gerist á meðan næga græna orku er að finna hér á landi. Í dag búum við skammtanir á heitu vatni og öruggt aðgengi að húshitun hefur snarminnkað á síðustu árum. Stærsti hluti orku heimsins fer til húsnæðis. Að halda jöfnu hitastigi á húsum útheimtir meira en helming allrar orkunotkunar jarðarinnar, meira en samgöngur og rafmagnsframleiðsla til samans. Ísland er fremst í flokki í þessum efnum en hefur einhverra hluta vegna ekki fengið það metið í samningum um að minnka losun kolefna í andrúmsloftið, heldur tekið á sig skuldbindingar í þeim efnum. Þar hefur hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda og embættismanna beðið algert skipbrot. En það er líka hægt að horfa til Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna skilja hvers vegna Ísland er komið í ógöngur. Þar hafa hagsmunir almennings mátt víkja fyrir gæluverkefnum borgarstjórnar og embættismanna. Hengilssvæðið er í raun stærsta orkulind Íslands, stærri en Kárahnjúkar í heildarafli. Á Nesjavöllum hefur verið stöðug framleiðsla og í kringum Hveradali hefur verið reynt að auka framleiðslu með mismunandi árangri. Þar við hliðina í Hverahlíð er framtíðarsvæði Reykjavíkur fyrir jarðvarma, sérstaklega til húshitunar en einnig til framleiðslu rafmagns. Af óskiljanlegum ástæðum hefur aukin nýting svæðanna ekki verið efst á blaði hjá Orkuveitu Reykjavíkur heldur eitthvað allt annað. Carbfix Húshitun á flestum stöðum heimsins fer fram með bruna jarðefna, oftast kola. Þar sem húshitun er langstærsti notandi orku jarðarinnar er ljóst að hún stendur fyrir mestum útblæstri kolefna. Misheppnuð orkustefna ESB hefur valdið því að nú er verið að opna nýjar kolanámur í Þýskalandi, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld, til að mæta orkuþörfinni. Orkuöryggi í Evrópu hefur einnig snarminnkað og verð hafa hækkað en á sama tíma eru álögur lagðar á kolefnisspor stofnana og fyrirtækja. Carbfix segist vera með lausn á þessum margþætta vanda. Setja evrópskan útblástur í olíuknúin skip sem sigla til Straumsvíkur þar sem menguninni er dælt ofaní borholur í þeirri von um að hún steingerist í jarðlögum Íslands. Það eru engar holur við Straumsvík og í raun ekki höfn fyrir verkefnið heldur. Þar undir hrauninu rennur hins vegar ein stærsta ferskvatnsá landsins Það þarf að byggja og bora fyrir tugi milljarða með gríðarlegu umhverfisraski, til að Evrópa geti haldið áfram að brenna kolum og þetta þarf að gera á Íslandi því bergið er svo ungt og tekur svo vel við. Og þá er ekki minnst á mengun ferskvatnsins. Mér finnst fáránleikinn í þessu alger. ESB hefur sett íþyngjandi gjöld og reglur um mengun á Íslandi, eins sjálfbærasta orkunotanda heims, sem við greiðum til þeirra. ESB sendir okkur svo styrki til Carbfix verkefnisins svo að við tökum við menguninni frá þeim og setjum hana í jörð á græna Íslandi. Ber enginn ábyrgð? Orkuveitu Reykjavikur hefur brugðist viðskiptavinum sínum. Í stað þess að tryggja þeim húshitun og rafmagn á hagstæðu verði hefur fyrirtækið farið í pólitísk gæluverkefni. Á meðan hefur nauðsynleg orkuöflun ekki átt sér stað, viðhald setið á hakanum með tilheyrandi sprungnum hitavatnsleiðslum, og gríðarlegum fjármunum verið sólundað. Það er ljóst að aukin framleiðsla grænnar orku eru hagsmunir Íslands og hagsmunir heimsins. Hver ákvað að betri leið væri að auka ekki græna orkuframleiðslu hér heldur reyna, með tilheyrandi orkusóun, að reyna að grænka mengandi evrópska orkuframleiðslu með því að flytja mengunina hingað? Hver samþykkti stefnuna „mengum meira“? Höfundur er hagfræðingur og fjárfestir.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun