Hjólastól var komið fyrir á torginu og úr honum liðast rætur, sem eiga að tákna ræturnar sem Yazan og fjölskylda hafa skotið hér á landi.
Stuðningsfólk Yazans skiptist svo á að sitja í stólnum, og hyggst halda gjörningnum gangandi næstu daga.
Efnt var til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna máls Yazans um nýliðna helgi, eftir að umsókn hans alþjóðlega vernd var endanlega synjað í síðustu viku.