Palestína og Vestur-Sahara – Tvær vonlausar aðskilnaðarhreyfingar Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 27. júní 2024 14:00 Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki. Engu að síður rembast ákveðnar hreyfingar eins og rjúpan við staurinn við að galdra fram ný þjóðríki. Að minnsta kosti nokkrir tugir aðskilnaðarhreyfinga eru starfræktar í heiminum. Margar þeirra eru fjármagnaðar af ríkjum sem leitast við að grafa undan stöðugleika óvinaríkja sinna. Þeirra á meðal eru aðskilnaðarhreyfing Palestínumanna og undirdeildir hennar, til dæmis hryðjuverkasamtökin Hamas. Miðað við einhæfa fjölmiðlaumfjöllun undanfarin ár mætti halda að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs væru einsdæmi á heimsvísu. En um allan heim geisa stríð sem fá ekki umfjöllun í almennum fjölmiðlum. Eitt þeirra er háð af aðskilnaðarhreyfingu sem líkist mjög þeirri palestínsku. Hún kallast Polisario-hreyfingin (e. The Polisario Front)og berst fyrir sjálfstæðu ríki í Vestur-Sahara. Hreyfingin er meðal annars fjármögnuð af Alsír og Suður-Afríku. Vestur-Sahara, fyrrum spænsk nýlenda sem er nú undir stjórn Marokkó, er aðeins viðurkennt sem sjálfstætt ríki af litlum hluta alþjóðasamfélagsins. Söguleg yfirráð Marokkó yfir svæðinu fyrir nýlendutímann eru vel skjalfest. Nokkrir ættbálkar Vestur-Sahara hafa auk þess fúslega viðurkennt yfirráð Marokkó yfir svæðinu. Íbúar strandlengjunnar líta á sig sem Marokkóbúa og telja Vestur-Sahara vera óaðskiljanlegan hluta af Marokkó. En ákveðinn hluti íbúa Vestur-Sahara er á öðru máli. Þeir hafa tekið upp nýja sjálfsmynd og, líkt og Palestínumenn, umbreytt landafræðilegu heiti yfir í þjóðernisheiti. Þeir kalla sig Sahrawi-fólkið og eru að upplagi blanda af berbískum og arabískum ættbálkum. Sahrawi-fólkið býr í eyðimörkinni, fjarri ströndinni sem liggur að verðmætustu auðlind landsins, fiskimiðum Atlantshafsins. Það hefur sýnt sig að lítið verður úr ríkjum sem eru snauð af náttúruauðlindum. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir þessu og flest ríki heimsins, þeirra á meðal Ísland, viðurkenna ekki sjálfstæði Vestur-Sahara. Við nánari athugun má sjá að samnefnarar milli Sahrawi-fólksins og Palestínumanna eru fjölmargir. Aðskilnaðarhreyfingar Palestínumanna og Sahrawi-fólksins urðu til á seinni hluta síðustu aldar og byggðu meðal annars á andvestrænni sósíalískri hugmyndafræði. Báðir hópar eru að upplagi arabískumælandi múslimar. Fáni Vestur-Sahara er nánast alveg eins og palestínski fáninn, fyrir utan litlu stjörnuna og sigðmánann í miðjunni (Báðir fánarnir eru byggðir á fána Jórdaníu og pan-arabíska fánanum frá 1917). Ef Vestur-Sahara væri sjálfstætt ríki væri það lífvana og misheppnað, líklega á pari við Sómalíu og Afganistan. Ef alþjóðasamfélagið tæki sig saman um að vopnvæða Sahrawi-fólkið og styðja baráttu þess myndi Vestur-Sahara fuðra upp í varanlegri borgarastyrjöld. Það eina sem tryggir frið á svæðinu eru í raun hinir miklu yfirburðir yfirvalda í Marokkó. Yfirburðir þeirra eru einfaldlega það miklir að Polisario-hreyfingin ræðst ekki í stórtækar aðgerðir gegn þeim, heldur takmarkar sig við minniháttar skærur. Í upphafi greinarinnar var minnst á fjarlæg ríki sem grafa undan stöðugleika með fjármögnun aðskilnaðarhreyfinga. Í seinni tíð er þekktasta dæmið um þetta fjármögnun og vopnvæðing Íran á palestínskum aðskilnaðarhreyfingum. Á meðan alþjóðasamfélagið hunsar Polisario-hreyfinguna, tekur það virkan þátt í að fjármagna palestínskar hreyfingar og viðheldur þannig varanlegu stríði þeirra við Ísrael. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir að vopnvæðing Sahrawi-fólksins myndi ekki stuðla að friði, heldur að stigmögnun átaka. Það virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir að það sama á við um Palestínumenn. Staðreyndin er sú að þeir munu aldrei eiga roð í Ísrael. Það eina sem fjármögnun og vopnvæðing palestínskra hreyfinga tryggir er að stríðsátökin muni aldrei taka enda. Í staðinn þurfa Palestínumenn að hverfa frá kröfunni um að yfirtaka landið „frá ánni að sjónum“. Í staðinn þarf að uppræta palestínsk samtök sem hafa það á stefnuskránni að útrýma Gyðingum. Því fyrr sem þessum markmiðum verður náð því fyrr verður von um frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Marokkó Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki. Engu að síður rembast ákveðnar hreyfingar eins og rjúpan við staurinn við að galdra fram ný þjóðríki. Að minnsta kosti nokkrir tugir aðskilnaðarhreyfinga eru starfræktar í heiminum. Margar þeirra eru fjármagnaðar af ríkjum sem leitast við að grafa undan stöðugleika óvinaríkja sinna. Þeirra á meðal eru aðskilnaðarhreyfing Palestínumanna og undirdeildir hennar, til dæmis hryðjuverkasamtökin Hamas. Miðað við einhæfa fjölmiðlaumfjöllun undanfarin ár mætti halda að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs væru einsdæmi á heimsvísu. En um allan heim geisa stríð sem fá ekki umfjöllun í almennum fjölmiðlum. Eitt þeirra er háð af aðskilnaðarhreyfingu sem líkist mjög þeirri palestínsku. Hún kallast Polisario-hreyfingin (e. The Polisario Front)og berst fyrir sjálfstæðu ríki í Vestur-Sahara. Hreyfingin er meðal annars fjármögnuð af Alsír og Suður-Afríku. Vestur-Sahara, fyrrum spænsk nýlenda sem er nú undir stjórn Marokkó, er aðeins viðurkennt sem sjálfstætt ríki af litlum hluta alþjóðasamfélagsins. Söguleg yfirráð Marokkó yfir svæðinu fyrir nýlendutímann eru vel skjalfest. Nokkrir ættbálkar Vestur-Sahara hafa auk þess fúslega viðurkennt yfirráð Marokkó yfir svæðinu. Íbúar strandlengjunnar líta á sig sem Marokkóbúa og telja Vestur-Sahara vera óaðskiljanlegan hluta af Marokkó. En ákveðinn hluti íbúa Vestur-Sahara er á öðru máli. Þeir hafa tekið upp nýja sjálfsmynd og, líkt og Palestínumenn, umbreytt landafræðilegu heiti yfir í þjóðernisheiti. Þeir kalla sig Sahrawi-fólkið og eru að upplagi blanda af berbískum og arabískum ættbálkum. Sahrawi-fólkið býr í eyðimörkinni, fjarri ströndinni sem liggur að verðmætustu auðlind landsins, fiskimiðum Atlantshafsins. Það hefur sýnt sig að lítið verður úr ríkjum sem eru snauð af náttúruauðlindum. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir þessu og flest ríki heimsins, þeirra á meðal Ísland, viðurkenna ekki sjálfstæði Vestur-Sahara. Við nánari athugun má sjá að samnefnarar milli Sahrawi-fólksins og Palestínumanna eru fjölmargir. Aðskilnaðarhreyfingar Palestínumanna og Sahrawi-fólksins urðu til á seinni hluta síðustu aldar og byggðu meðal annars á andvestrænni sósíalískri hugmyndafræði. Báðir hópar eru að upplagi arabískumælandi múslimar. Fáni Vestur-Sahara er nánast alveg eins og palestínski fáninn, fyrir utan litlu stjörnuna og sigðmánann í miðjunni (Báðir fánarnir eru byggðir á fána Jórdaníu og pan-arabíska fánanum frá 1917). Ef Vestur-Sahara væri sjálfstætt ríki væri það lífvana og misheppnað, líklega á pari við Sómalíu og Afganistan. Ef alþjóðasamfélagið tæki sig saman um að vopnvæða Sahrawi-fólkið og styðja baráttu þess myndi Vestur-Sahara fuðra upp í varanlegri borgarastyrjöld. Það eina sem tryggir frið á svæðinu eru í raun hinir miklu yfirburðir yfirvalda í Marokkó. Yfirburðir þeirra eru einfaldlega það miklir að Polisario-hreyfingin ræðst ekki í stórtækar aðgerðir gegn þeim, heldur takmarkar sig við minniháttar skærur. Í upphafi greinarinnar var minnst á fjarlæg ríki sem grafa undan stöðugleika með fjármögnun aðskilnaðarhreyfinga. Í seinni tíð er þekktasta dæmið um þetta fjármögnun og vopnvæðing Íran á palestínskum aðskilnaðarhreyfingum. Á meðan alþjóðasamfélagið hunsar Polisario-hreyfinguna, tekur það virkan þátt í að fjármagna palestínskar hreyfingar og viðheldur þannig varanlegu stríði þeirra við Ísrael. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir að vopnvæðing Sahrawi-fólksins myndi ekki stuðla að friði, heldur að stigmögnun átaka. Það virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir að það sama á við um Palestínumenn. Staðreyndin er sú að þeir munu aldrei eiga roð í Ísrael. Það eina sem fjármögnun og vopnvæðing palestínskra hreyfinga tryggir er að stríðsátökin muni aldrei taka enda. Í staðinn þurfa Palestínumenn að hverfa frá kröfunni um að yfirtaka landið „frá ánni að sjónum“. Í staðinn þarf að uppræta palestínsk samtök sem hafa það á stefnuskránni að útrýma Gyðingum. Því fyrr sem þessum markmiðum verður náð því fyrr verður von um frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar