Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2024 11:52 Lilja Rafney Magnúsdóttir sat á Alþingi Íslendinga fyrir VG á árunum 2009 til 2021. Síðan hefur hún verið varaþingmaður fyrir flokkinn sem hún segir nú skilið við. Vísir/Vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið varaþingmaður VG frá 2021 en þar á undan sat hún á þingi fyrir flokkinn í 12 ár. Ástæða úrsagnar hennar úr flokknum eru lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í gær, sem fela í sér kvótasetningu á grásleppuveiðum. „Ég hef auðvitað bara verið mikil baráttumanneskja fyrir hagsmunum þessara minni sjávarbyggða og haldið á lofti þeirri baráttu meðan ég var á þingi. Ég hef alfarið verið á móti kvótasetningu og framsali á þeim tegundum sem eru utan kvótakerfisins í dag,“ segir Lilja Rafney. Vinstri græn, sem haldið hafi á matvælaráðuneytinu, hafi fylgt málinu hart eftir að hennar mati. „Og ég er búin að reyna að gera allt til þess að telja þeim trú um að þetta sé ekki góð leið og ekki í anda VG. Þá bara tel ég mig ekki eiga heima lengur í þeim flokki, miðað við þessa stefnu í sjávarútvegsmálum.“ Lilja segir ákvörðunina ekki tekna af léttúð. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, en í hjarta mínu fann ég að nú væri bara fullreynt og ég hef mín prinsipp og stend með þeim sem hallar á.“ Hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún segi af sér varaþingmennsku. „Það bara kemur í ljós. Ef það verður óskað eftir því að fá varaþingmann inn þá eru auðvitað fleiri á listanum og ég bara met það þegar að því kemur eða það kemur til tals.“ „Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér undanfarin misseri, vegna þess að ég hef haft sterkar skoðanir í þessu verið ófeimin að tala fyrir þeim innan VG.“ En má þá skilja það sem svo að þú sért hætt í stjórnmálum? „Ég hætti trúlega aldrei í stjórnmálum. Ég hef verið í stjórnmálum allt mitt líf, verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Ég ríf það ekkert út úr hjarta mínu, en hvernig ég beiti mér, það bara kemur í ljós,“ segir Lilja. Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið varaþingmaður VG frá 2021 en þar á undan sat hún á þingi fyrir flokkinn í 12 ár. Ástæða úrsagnar hennar úr flokknum eru lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í gær, sem fela í sér kvótasetningu á grásleppuveiðum. „Ég hef auðvitað bara verið mikil baráttumanneskja fyrir hagsmunum þessara minni sjávarbyggða og haldið á lofti þeirri baráttu meðan ég var á þingi. Ég hef alfarið verið á móti kvótasetningu og framsali á þeim tegundum sem eru utan kvótakerfisins í dag,“ segir Lilja Rafney. Vinstri græn, sem haldið hafi á matvælaráðuneytinu, hafi fylgt málinu hart eftir að hennar mati. „Og ég er búin að reyna að gera allt til þess að telja þeim trú um að þetta sé ekki góð leið og ekki í anda VG. Þá bara tel ég mig ekki eiga heima lengur í þeim flokki, miðað við þessa stefnu í sjávarútvegsmálum.“ Lilja segir ákvörðunina ekki tekna af léttúð. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, en í hjarta mínu fann ég að nú væri bara fullreynt og ég hef mín prinsipp og stend með þeim sem hallar á.“ Hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún segi af sér varaþingmennsku. „Það bara kemur í ljós. Ef það verður óskað eftir því að fá varaþingmann inn þá eru auðvitað fleiri á listanum og ég bara met það þegar að því kemur eða það kemur til tals.“ „Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér undanfarin misseri, vegna þess að ég hef haft sterkar skoðanir í þessu verið ófeimin að tala fyrir þeim innan VG.“ En má þá skilja það sem svo að þú sért hætt í stjórnmálum? „Ég hætti trúlega aldrei í stjórnmálum. Ég hef verið í stjórnmálum allt mitt líf, verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Ég ríf það ekkert út úr hjarta mínu, en hvernig ég beiti mér, það bara kemur í ljós,“ segir Lilja.
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira