Tindastóll vann góðan sigur í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2024 20:30 Tindastóll vann góðan sigur. Vísir/Anton Brink Tindastóll vann 2-0 útisigur á Keflavík í 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum. Fyrir leikinn var Tindastóll í 7. sæti með 7 stig og Keflavík sæti neðar með 6 stig. Því mátti búast við hörkuleik. Það höfðu ekki mörk færi litið dagsins ljós þegar Rhodes kom gestunum frá Sauðárkrók yfir eftir hornspyrnu. Rhodes [nr. 30] skoraði bæði mörk Tindastóls.Vísir/Anton Brink Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ræða Jonathan Glenn, þjálfara Keflavíkur, virðist ekki hafa kveikt eldur undir hans liði sem átti undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Á endanum gulltryggði Rhodes sigurinn með öðru marki sínu eftir að Keflavík hafði lagt allt kapp á að jafna leikinn. Rhodes slapp ein í gegn og kláraði af yfirvegun, lokatölur 0-2. Stólarnir stökkva þar með upp í 6. sætið með 10 stig á meðan Keflavík er komið í fallsæti ásamt Fylki. „Virkilega ánægjulegt að sjá það loksins detta“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni.Vísir/Anton Brink „Gríðarlega ánægður. Ótrúlega ánægður með stelpurnar og frábært vinnuframlag og spiluðum boltanum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Keflavík breytti aðeins hjá sér skipurlaginu í seinni hálfleik og það kom örlítið flatt upp á okkur. Tók smá tíma að átta sig. Við náðum svo að nýta svæðin sem sköpuðust þegar þær svo færðu sig framar, eðlilega til þess að jafna og ég var mjög ánægður með seinna markið.“ „Ég var kannski sérstaklega ánægður með fyrra markið þegar við erum ekki búnar að skora eitt úr föstu leikatriði og það var virkilega ánægjulegt að það skyldi detta að lokum núna þar.“ Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi skilið liðin af vildi Halldór Jón [Donni] meina að mögulega hefðu gæðin sóknarlega verið meiri hjá sínum konum. „Kannski gæði okkar á sóknarhelmingi. Við náðum að skora þessi mörk sem að skildi liðin að. Keflavík er bara hörku flott lið og erfitt fyrir okkur að spila á grasinu, það er aðeins öðruvísi. Við æfum ekki á grasi og spilum ekki á grasi og höfum ekki spilað á grasi í sumar svo við vorum í smá tíma að átta okkur aðeins á því.“ „Heilt yfir fannst mér þetta bara góður leikur. Vel spilaður leikur og sérstaklega fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikurinn var alveg ágætur og bara á pari. Heildar frammistaðan góð.“ Tindastóll er nýbúið að endurheimta heimavöllinn sinn eftir að gert hafi verið við vatnsskemmdir á vellinum á Sauðárkróki og eiga því heimavöllinn að verja fyrir seinni hlutan í sumar. „Vonandi verður það bara alveg geggjað. Við viljum spila heima eins mikið heima og hægt er, eðlilega fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn og við erum mjög spennt að fara aftur að spila heima,“ sagði Donni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Fyrir leikinn var Tindastóll í 7. sæti með 7 stig og Keflavík sæti neðar með 6 stig. Því mátti búast við hörkuleik. Það höfðu ekki mörk færi litið dagsins ljós þegar Rhodes kom gestunum frá Sauðárkrók yfir eftir hornspyrnu. Rhodes [nr. 30] skoraði bæði mörk Tindastóls.Vísir/Anton Brink Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ræða Jonathan Glenn, þjálfara Keflavíkur, virðist ekki hafa kveikt eldur undir hans liði sem átti undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Á endanum gulltryggði Rhodes sigurinn með öðru marki sínu eftir að Keflavík hafði lagt allt kapp á að jafna leikinn. Rhodes slapp ein í gegn og kláraði af yfirvegun, lokatölur 0-2. Stólarnir stökkva þar með upp í 6. sætið með 10 stig á meðan Keflavík er komið í fallsæti ásamt Fylki. „Virkilega ánægjulegt að sjá það loksins detta“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni.Vísir/Anton Brink „Gríðarlega ánægður. Ótrúlega ánægður með stelpurnar og frábært vinnuframlag og spiluðum boltanum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Keflavík breytti aðeins hjá sér skipurlaginu í seinni hálfleik og það kom örlítið flatt upp á okkur. Tók smá tíma að átta sig. Við náðum svo að nýta svæðin sem sköpuðust þegar þær svo færðu sig framar, eðlilega til þess að jafna og ég var mjög ánægður með seinna markið.“ „Ég var kannski sérstaklega ánægður með fyrra markið þegar við erum ekki búnar að skora eitt úr föstu leikatriði og það var virkilega ánægjulegt að það skyldi detta að lokum núna þar.“ Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi skilið liðin af vildi Halldór Jón [Donni] meina að mögulega hefðu gæðin sóknarlega verið meiri hjá sínum konum. „Kannski gæði okkar á sóknarhelmingi. Við náðum að skora þessi mörk sem að skildi liðin að. Keflavík er bara hörku flott lið og erfitt fyrir okkur að spila á grasinu, það er aðeins öðruvísi. Við æfum ekki á grasi og spilum ekki á grasi og höfum ekki spilað á grasi í sumar svo við vorum í smá tíma að átta okkur aðeins á því.“ „Heilt yfir fannst mér þetta bara góður leikur. Vel spilaður leikur og sérstaklega fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikurinn var alveg ágætur og bara á pari. Heildar frammistaðan góð.“ Tindastóll er nýbúið að endurheimta heimavöllinn sinn eftir að gert hafi verið við vatnsskemmdir á vellinum á Sauðárkróki og eiga því heimavöllinn að verja fyrir seinni hlutan í sumar. „Vonandi verður það bara alveg geggjað. Við viljum spila heima eins mikið heima og hægt er, eðlilega fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn og við erum mjög spennt að fara aftur að spila heima,“ sagði Donni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira