„Liðin héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. júní 2024 20:35 John Andrews, þjálfari Víkings, og Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, takast í hendurnar eftir leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur var fyrsta liðið til að vinna Breiðablik á tímabilinu. Víkingur vann 2-1 sigur og John Andrews, þjálfari Víkings, var hátt uppi eftir sigurinn. „Þetta er enginn galdur bara erfiðisvinna og við höfum spilað þannig í tæp tvö ár. Við erum nýliðar og flest lið héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni. Ég verð að hrósa Blikum og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar í deildinni,“ sagði John Andrews eftir leik. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og John var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik sem skilaði 1-0 forystu. „Við spiluðum ákveðna taktík þar sem við tókum áhættu og það skildi eftir svæði í vörninni en við erum með góða varnarmenn, miðjan hjá okkur var einnig frábær í kvöld og ég ætla ekki einu sinni að nefna framherjana sem spiluðu frábærlega.“ „Ég verð að hrósa dómurunum sem dæmdu leikinn frábærlega fyrir bæði lið. Bergrós [Lilja Unudóttir] er ein sú besta á landinu að dæma.“ John Andrews var gríðarlega ánægður með Bergdísi Sveinsdóttur sem skoraði fyrsta mark Víkings og fékk skiptingu eftir 72 mínútur þar sem hún var búin að hlaupa úr sér lungun. „Þær hlupu allar mikið. Ég vil ekki taka fyrir einstaka leikmenn en Bergdís er eins og dóttir fyrir mér. Við þurftum að spila henni hægra megin og hún er öflug í að finna pláss milli leikmanna og hún fann svæði milli varnarmanna og skoraði. Þetta minnti á skallamark Jude Bellingham fyrir England þar sem hún fleygði sér á þetta og ég er svo stoltur af henni.“ Breiðablik kom til baka og fékk færi í seinni hálfleik áður en Víkingur bætti við öðru marki. John talaði um að tölfræði skipti ekki öllu máli heldur líka hvað þú leggur á þig í leiknum. „Stundum talar fólk mikið um sendingar og prósentu með boltann sem er fallegt. Þú verður samt líka að gefa hrós fyrir hjarta, vilja og karakter og þú færð ekkert meira af því en hjá Víkingi.“ John viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður undir lokin þar sem Breiðablik minnkaði muninn og fékk færi til þess að jafna. „Ég vil ekki blóta en ég var stressaður þegar að fyrirgjöfin undir lokin kom. Já ég var stressaður en stress er gott ef þú ert stressaður þá þýðir það að þú sért að vinna leiki og gera vel,“ sagði John að lokum sem var strax byrjaður að hugsa um Stjörnuna í næsta leik. Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Sjá meira
„Þetta er enginn galdur bara erfiðisvinna og við höfum spilað þannig í tæp tvö ár. Við erum nýliðar og flest lið héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni. Ég verð að hrósa Blikum og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar í deildinni,“ sagði John Andrews eftir leik. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og John var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik sem skilaði 1-0 forystu. „Við spiluðum ákveðna taktík þar sem við tókum áhættu og það skildi eftir svæði í vörninni en við erum með góða varnarmenn, miðjan hjá okkur var einnig frábær í kvöld og ég ætla ekki einu sinni að nefna framherjana sem spiluðu frábærlega.“ „Ég verð að hrósa dómurunum sem dæmdu leikinn frábærlega fyrir bæði lið. Bergrós [Lilja Unudóttir] er ein sú besta á landinu að dæma.“ John Andrews var gríðarlega ánægður með Bergdísi Sveinsdóttur sem skoraði fyrsta mark Víkings og fékk skiptingu eftir 72 mínútur þar sem hún var búin að hlaupa úr sér lungun. „Þær hlupu allar mikið. Ég vil ekki taka fyrir einstaka leikmenn en Bergdís er eins og dóttir fyrir mér. Við þurftum að spila henni hægra megin og hún er öflug í að finna pláss milli leikmanna og hún fann svæði milli varnarmanna og skoraði. Þetta minnti á skallamark Jude Bellingham fyrir England þar sem hún fleygði sér á þetta og ég er svo stoltur af henni.“ Breiðablik kom til baka og fékk færi í seinni hálfleik áður en Víkingur bætti við öðru marki. John talaði um að tölfræði skipti ekki öllu máli heldur líka hvað þú leggur á þig í leiknum. „Stundum talar fólk mikið um sendingar og prósentu með boltann sem er fallegt. Þú verður samt líka að gefa hrós fyrir hjarta, vilja og karakter og þú færð ekkert meira af því en hjá Víkingi.“ John viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður undir lokin þar sem Breiðablik minnkaði muninn og fékk færi til þess að jafna. „Ég vil ekki blóta en ég var stressaður þegar að fyrirgjöfin undir lokin kom. Já ég var stressaður en stress er gott ef þú ert stressaður þá þýðir það að þú sért að vinna leiki og gera vel,“ sagði John að lokum sem var strax byrjaður að hugsa um Stjörnuna í næsta leik.
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti