Opið bréf til Mark Zuckerbergs Gunnlaugur B Ólafsson skrifar 19. júní 2024 12:17 Fyrir um tveimur mánuðum var Facebook-reikningi mínum lokað. Eðlilega vildi ég ná að endurvirkja hann. Mikið af myndum og minningum. Það var hins vegar þrautinni þyngra að finna einhvern tengilið á Facebook. Ég fékk Opin kerfi til að skoða málið og þeir sáu að Facebook-aðgangur hafði verið hakkaður og sendi mér öryggisnúmer Facebook: +1 866 554 3839. Ég náð illa sambandi við neinn og svo slitnaði sambandið iðulega án nokkurrar niðurstöðu. Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð. Hann gaf mér upp sitt símanúmer til að tryggja að samband héldist (sjá símanúmer í viðhengi). Mér kom ekki annað til hugar en að ég væri að tala við starfsmann Facebook. Hann tjáði mér að ég hafi verið hakkaður og þar að auki hafi verið komist yfir bankaupplýsingar mínar. Hann virtist sannfærandi í að vera að rannsaka málið og leita lausna. Hann tjáði mér að til að geta gert „deep scan“ þá þyrfti ég að hlaða niður appi nefnt Anydesk. Til þess að uppræta hakkarana sem hafi komist yfir bankaupplýsingarnar þyrfti ég að fara inn á heimabankann minn. Auk þess þyrfti ég að hlaða niður appi sem héti Wise. Þar þyrfti að búa til „dummy account“ og millifæra til að hakkararnir bregðist við og sé hægt að hreinsa þá út. Til að gera langa sögu styttri þá tókst honum að millifæra rúmar 100 þúsund krónur út af reikningi mínum yfir á Wise og þaðan yfir á nafn Ramulo Quinto sem virðist reikningur á Filipseyjum. Að sjálfsögðu skammast ég mín fyrir að láta leiða mig þessa leið. Tapa fjármunum af bankareikningi og borga tuttugu þúsund í símakostnað við „hjalparaðila“. Ég lagði svo mikið traust á að Opin kerfi hafi bent á þetta símanúmer. Það hvarflaði ekki að mér að með einhverjum hætti hefðu hakkararnir tekið yfir hringinguna í Facebook-númerið og nýttu það til að ná út úr fólki fé. Hinn möguleikinn er að starfsmaður (Mike) í hjálparnúmeri Facebook hafi reynst svikull og nýtt tækifærið til að ræna mig. Nú er ég enn alveg ráðalaus hvað ég geti gert til að endurheimta aftur þau persónulegu verðmæti sem liggja í Facebook-síðu minni eða að fá fjárhagstjónið bætt. Þetta er mikilvægt að fá upplýst. Reynsla mín á erindi við almenning og þarf umræðu og umfjöllun. Það hlýtur einhver að vera ábyrgur fyrir því að tryggja traust á þessum mikilvæga vefmiðli. Að brugðist sé við og axlað ábyrgð þegar notendur eru leiddir í slíkar óhöngur þegar þeir eru í góðri trú að hafa samband við öryggisnúmer fyrirtækisins. Höfundur er lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netglæpir Facebook Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur mánuðum var Facebook-reikningi mínum lokað. Eðlilega vildi ég ná að endurvirkja hann. Mikið af myndum og minningum. Það var hins vegar þrautinni þyngra að finna einhvern tengilið á Facebook. Ég fékk Opin kerfi til að skoða málið og þeir sáu að Facebook-aðgangur hafði verið hakkaður og sendi mér öryggisnúmer Facebook: +1 866 554 3839. Ég náð illa sambandi við neinn og svo slitnaði sambandið iðulega án nokkurrar niðurstöðu. Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð. Hann gaf mér upp sitt símanúmer til að tryggja að samband héldist (sjá símanúmer í viðhengi). Mér kom ekki annað til hugar en að ég væri að tala við starfsmann Facebook. Hann tjáði mér að ég hafi verið hakkaður og þar að auki hafi verið komist yfir bankaupplýsingar mínar. Hann virtist sannfærandi í að vera að rannsaka málið og leita lausna. Hann tjáði mér að til að geta gert „deep scan“ þá þyrfti ég að hlaða niður appi nefnt Anydesk. Til þess að uppræta hakkarana sem hafi komist yfir bankaupplýsingarnar þyrfti ég að fara inn á heimabankann minn. Auk þess þyrfti ég að hlaða niður appi sem héti Wise. Þar þyrfti að búa til „dummy account“ og millifæra til að hakkararnir bregðist við og sé hægt að hreinsa þá út. Til að gera langa sögu styttri þá tókst honum að millifæra rúmar 100 þúsund krónur út af reikningi mínum yfir á Wise og þaðan yfir á nafn Ramulo Quinto sem virðist reikningur á Filipseyjum. Að sjálfsögðu skammast ég mín fyrir að láta leiða mig þessa leið. Tapa fjármunum af bankareikningi og borga tuttugu þúsund í símakostnað við „hjalparaðila“. Ég lagði svo mikið traust á að Opin kerfi hafi bent á þetta símanúmer. Það hvarflaði ekki að mér að með einhverjum hætti hefðu hakkararnir tekið yfir hringinguna í Facebook-númerið og nýttu það til að ná út úr fólki fé. Hinn möguleikinn er að starfsmaður (Mike) í hjálparnúmeri Facebook hafi reynst svikull og nýtt tækifærið til að ræna mig. Nú er ég enn alveg ráðalaus hvað ég geti gert til að endurheimta aftur þau persónulegu verðmæti sem liggja í Facebook-síðu minni eða að fá fjárhagstjónið bætt. Þetta er mikilvægt að fá upplýst. Reynsla mín á erindi við almenning og þarf umræðu og umfjöllun. Það hlýtur einhver að vera ábyrgur fyrir því að tryggja traust á þessum mikilvæga vefmiðli. Að brugðist sé við og axlað ábyrgð þegar notendur eru leiddir í slíkar óhöngur þegar þeir eru í góðri trú að hafa samband við öryggisnúmer fyrirtækisins. Höfundur er lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun