Staðfesta áminningu vegna flutnings 37 þorska milli skipa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2024 10:46 Veiðieftirlit Fiskistofu stóð skipstjóra að því að færa 37 þorska milli skipa. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerðaraðila skriflega áminningu fyrir að hafa fært 37 þorska milli skipa í júní 2022. Málsatvikum er lýst í skýrslu veiðieftirlitsmanna Fiskistofu frá því í júlí 2022 en þar segir að veiðieftirlitsmenn hafi orðið vitni að því þegar skipstjóri á ónefndu skipi á strandveiðum tíndi þorsk upp úr lestinni hjá sér og í kar uppi á dekki. Fylgst var með skipinu með dróna og eftir stutta siglingu sást það leggjast að öðru skipi þar sem umræddur þorskur var færður yfir, 37 stykki samtals. Útgerðaraðilinn fékk tækifæri til að veita andsvör og sagði að það hefði ekki verið ásetningur skipstjórans að brjóta reglur. Hann hefði hins vegar séð í lok dags að aflinn hafi verið orðinn ríflegur dagskammtur á strandveiðum og því ákveðið að gefa umframaflann til annars báts. Allur afli hefði verið veginn á hafnarvog. Skipstjórinn hefði ekki talið að það væri tiltökumál að færa nokkra fiska milli skipa og var meðal annars vísað til jafnræðisreglunnar og þess að uppsjávarskipum væri heimilt að miðla afla sín á milli. Fiskistofa sagði hins vegar í niðurstöðu sinni að markmiðið með heimildum til miðlunar afla úr nótum á miðunum, milli uppsjávarskipa, væri að koma í veg fyrir að síld eða loðnu væri sleppt dauðri úr nótunum og tryggja að öllum afla væri landað. Ekki væri um að ræða að sama hætta fylgdi veiðum með handfærarúllum, þar sem skipstjóri gæti séð til þess að allur afli væri hirtur og honum landað. Þá væri auðvelt að tryggja að aflinn færi ekki langt umfram lögbundinn hámarksafla. Fiskistofa sagði brotin hafa verið til þess fallin að hafa í för með sér ávinning fyrir hlutaðeigandi en hann hefði þó verið óverulegur. Matvælaráðuneytið staðfesti, eins og fyrr segir, ákvörðun Fiskistofu og baðst sömuleiðis afsökunar á töfum á uppkvaðningu úrskurðarins, sem mætti rekja til mikilla anna í ráðuneytinu. Úrskurðurinn í heild. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Málsatvikum er lýst í skýrslu veiðieftirlitsmanna Fiskistofu frá því í júlí 2022 en þar segir að veiðieftirlitsmenn hafi orðið vitni að því þegar skipstjóri á ónefndu skipi á strandveiðum tíndi þorsk upp úr lestinni hjá sér og í kar uppi á dekki. Fylgst var með skipinu með dróna og eftir stutta siglingu sást það leggjast að öðru skipi þar sem umræddur þorskur var færður yfir, 37 stykki samtals. Útgerðaraðilinn fékk tækifæri til að veita andsvör og sagði að það hefði ekki verið ásetningur skipstjórans að brjóta reglur. Hann hefði hins vegar séð í lok dags að aflinn hafi verið orðinn ríflegur dagskammtur á strandveiðum og því ákveðið að gefa umframaflann til annars báts. Allur afli hefði verið veginn á hafnarvog. Skipstjórinn hefði ekki talið að það væri tiltökumál að færa nokkra fiska milli skipa og var meðal annars vísað til jafnræðisreglunnar og þess að uppsjávarskipum væri heimilt að miðla afla sín á milli. Fiskistofa sagði hins vegar í niðurstöðu sinni að markmiðið með heimildum til miðlunar afla úr nótum á miðunum, milli uppsjávarskipa, væri að koma í veg fyrir að síld eða loðnu væri sleppt dauðri úr nótunum og tryggja að öllum afla væri landað. Ekki væri um að ræða að sama hætta fylgdi veiðum með handfærarúllum, þar sem skipstjóri gæti séð til þess að allur afli væri hirtur og honum landað. Þá væri auðvelt að tryggja að aflinn færi ekki langt umfram lögbundinn hámarksafla. Fiskistofa sagði brotin hafa verið til þess fallin að hafa í för með sér ávinning fyrir hlutaðeigandi en hann hefði þó verið óverulegur. Matvælaráðuneytið staðfesti, eins og fyrr segir, ákvörðun Fiskistofu og baðst sömuleiðis afsökunar á töfum á uppkvaðningu úrskurðarins, sem mætti rekja til mikilla anna í ráðuneytinu. Úrskurðurinn í heild.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira