„Introducing: Máni & Stormur Victorsson,“ skrifar Doctor Victor, eins og hann kallar sig í tónlistarheiminum, við færsluna á Instagram. Þar má sjá nýbakaðan föður með synina í fanginu. Fyrir eiga þau Victor og Dagbjört soninn Frosta sem er tveggja ára.
Dagbjört og Victor kynntust á þriðja ári í læknisfræði í sameiginlegri skíðaferð íslenskra læknanema. Dagbjört lærði í Ungverjalandi en Victor í Slóvakíu.
Doctor Victor hefur farið með himinskautum sem plötusnúður undanfarin ár, komið að gerð ýmissa skemmtilegra hittara. Hann tróð upp með Kristmundi Axel í Iðnó í apríl svo athygli vakti og var sagður hafa kveikt í kofanum.