Dómsmálaráðherran og réttarríkið Ólafur Kjartansson skrifar 18. júní 2024 07:01 Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum. Þetta á sér forsögu: Fyrir sléttum 26 árum voru sett lög um áfengi á Íslandi sem leystu af eldri lög um sama efni. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þessum lögum, t.d.þeir sem framleiða áfenga drykki mega selja eigin framleiðslu á framleiðslustað að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Grunntilefni þessara laga hefur alltaf verið það að yfirvöld eru að reyna að hafa ákveðna umsjón með dreifingu og sölu á alkohóli til að hafa einhvern hemil á neyslu þessa efnis sem er læknisfræðilega skilgreint sem fíkni -og vímu efni sem auk þess hefur margar aðrar skaðlegar verkanir á heilsu. Smásalan skal vera í höndum átvr að undanteknu því sem selt er á stöðum með áfengisveitingaleyfi s.s. „minni“ brugghús og veitingastaðir. Þetta kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fyrir alþingi. Undanfarin ár hefur aukist þrýstinguri frá þeim sem vilja afnema núverandi reglur um dreifinguna á þessu fíkniefni og í staðinn sleppa því meira lausu í hendurnar á einkaaðilum sem sjá sér hag í því að gerast fíkniefnasalar. Nýjasta útspil fíkniefnasalana er síðan sú aðferð að bjóða áfengi í „netsölu“. Almenningur virðist nefnilega geta pantað áfengi til eigin neyslu erlendis frá í netsölukerfi. Innlendu fíkniefnasalarnir vísa til jafnræðisreglu ees samningnins sem segir (ef ég skil rétt) að jafnræði skuli ríkja milli innlendra og erlendra aðila í verslun. Þetta „jafnræði“ útfæra fiknienasalarnir þannig að heimilisfang fyrirtækisins er vistað erlendis en starfsemin og lagerinn á Íslandi. Alkohólblandan er afgreidd í smásölu beint af lagernum innanlands, ýmist á staðnum eða heimsent. Halda því svo fram að þetta sé netsala „frá útlöndum“. Hvað sem öðru líður er þetta háttalag þvert á móti anda gildandi laga og samskonar dæmi frá Svíþjóð segir að Íslensku fíkniefnasalarnir fari ekki að öllu leyti með rétt mál í sínum málflutningi þegar þeir mæla fyrir þessu atferli sínu. Úr þessu öllu hefur verið búin til réttaróvissa sem ég er undrandi á að ekki hafi verið gerð gangskör að fá skýrða. Styrkur réttarríkisins felst meðal annars í því að lagatúlkun sé skýr og ef óvissa skapast um rétta túlkun sé það hlutverk dómstóla að skera úr um vafan. Til þess gæti þurft t.d. málshöfðun og fyrir málshöfðun þarf einhver að kæra. Það er búiða að kæra, ein kæran var frá átvr sem kærði sem handhafi einkaréttaraðilans í smásölu utan veitingastaðanna en kæran fékk ekki efnislega meðferð vegna einhvers formgalla. Fjármálaráðherra sem er yfirvald átvr vildi ekki að málið færi lengra og lét það niður falla. Með því lét hann „óvissuna“ versna. Einstaklingur kærði til lögreglu það sem viðkomandi taldi vera ólöglegt athæfi, lagði fram allar sannanir sem þurfti til að sanna atburðinn og hvað svo? Ekki neitt, lögreglan virðist ekki fylgja málinu eftir. Saksóknaraembættin hafe enn ekkert aðhafst svo ég viti. En hvað gerir dómsmálaráðherran til að draga úr „réttaróvissunni“ sem er orðin neyðarlega áberandi? Ekki neitt. Þvert á móti skammar dómsmálaráðherra nýjan fjármálaráðherra fyrir að reyna að vinna að því að stofnun undir hans forræði, stofnun sem er eitt helsta verkfæri ríkisins til að hafa einhverja stjórn á stærstu fíkniefnadreifingunni, fái skýrt í hvað lagaumhverfi stofnunin starfi. Dómsmálaráðherra er semsagt að viðhalda réttaróvissu sem hefur mikil áhrif á lyðheilsu og útgöld ríkis og sveitsrfélaga. Réttaróvissu sem spillir fyrir heilbrigðu réttarfari. Mér finnst þessi dómsmálaráðherra og reyndar líka nokkrir undanfarar hennar í embætti vera þarna á herfilegum villigötum. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum. Þetta á sér forsögu: Fyrir sléttum 26 árum voru sett lög um áfengi á Íslandi sem leystu af eldri lög um sama efni. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þessum lögum, t.d.þeir sem framleiða áfenga drykki mega selja eigin framleiðslu á framleiðslustað að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Grunntilefni þessara laga hefur alltaf verið það að yfirvöld eru að reyna að hafa ákveðna umsjón með dreifingu og sölu á alkohóli til að hafa einhvern hemil á neyslu þessa efnis sem er læknisfræðilega skilgreint sem fíkni -og vímu efni sem auk þess hefur margar aðrar skaðlegar verkanir á heilsu. Smásalan skal vera í höndum átvr að undanteknu því sem selt er á stöðum með áfengisveitingaleyfi s.s. „minni“ brugghús og veitingastaðir. Þetta kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fyrir alþingi. Undanfarin ár hefur aukist þrýstinguri frá þeim sem vilja afnema núverandi reglur um dreifinguna á þessu fíkniefni og í staðinn sleppa því meira lausu í hendurnar á einkaaðilum sem sjá sér hag í því að gerast fíkniefnasalar. Nýjasta útspil fíkniefnasalana er síðan sú aðferð að bjóða áfengi í „netsölu“. Almenningur virðist nefnilega geta pantað áfengi til eigin neyslu erlendis frá í netsölukerfi. Innlendu fíkniefnasalarnir vísa til jafnræðisreglu ees samningnins sem segir (ef ég skil rétt) að jafnræði skuli ríkja milli innlendra og erlendra aðila í verslun. Þetta „jafnræði“ útfæra fiknienasalarnir þannig að heimilisfang fyrirtækisins er vistað erlendis en starfsemin og lagerinn á Íslandi. Alkohólblandan er afgreidd í smásölu beint af lagernum innanlands, ýmist á staðnum eða heimsent. Halda því svo fram að þetta sé netsala „frá útlöndum“. Hvað sem öðru líður er þetta háttalag þvert á móti anda gildandi laga og samskonar dæmi frá Svíþjóð segir að Íslensku fíkniefnasalarnir fari ekki að öllu leyti með rétt mál í sínum málflutningi þegar þeir mæla fyrir þessu atferli sínu. Úr þessu öllu hefur verið búin til réttaróvissa sem ég er undrandi á að ekki hafi verið gerð gangskör að fá skýrða. Styrkur réttarríkisins felst meðal annars í því að lagatúlkun sé skýr og ef óvissa skapast um rétta túlkun sé það hlutverk dómstóla að skera úr um vafan. Til þess gæti þurft t.d. málshöfðun og fyrir málshöfðun þarf einhver að kæra. Það er búiða að kæra, ein kæran var frá átvr sem kærði sem handhafi einkaréttaraðilans í smásölu utan veitingastaðanna en kæran fékk ekki efnislega meðferð vegna einhvers formgalla. Fjármálaráðherra sem er yfirvald átvr vildi ekki að málið færi lengra og lét það niður falla. Með því lét hann „óvissuna“ versna. Einstaklingur kærði til lögreglu það sem viðkomandi taldi vera ólöglegt athæfi, lagði fram allar sannanir sem þurfti til að sanna atburðinn og hvað svo? Ekki neitt, lögreglan virðist ekki fylgja málinu eftir. Saksóknaraembættin hafe enn ekkert aðhafst svo ég viti. En hvað gerir dómsmálaráðherran til að draga úr „réttaróvissunni“ sem er orðin neyðarlega áberandi? Ekki neitt. Þvert á móti skammar dómsmálaráðherra nýjan fjármálaráðherra fyrir að reyna að vinna að því að stofnun undir hans forræði, stofnun sem er eitt helsta verkfæri ríkisins til að hafa einhverja stjórn á stærstu fíkniefnadreifingunni, fái skýrt í hvað lagaumhverfi stofnunin starfi. Dómsmálaráðherra er semsagt að viðhalda réttaróvissu sem hefur mikil áhrif á lyðheilsu og útgöld ríkis og sveitsrfélaga. Réttaróvissu sem spillir fyrir heilbrigðu réttarfari. Mér finnst þessi dómsmálaráðherra og reyndar líka nokkrir undanfarar hennar í embætti vera þarna á herfilegum villigötum. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun