Dómsmálaráðherran og réttarríkið Ólafur Kjartansson skrifar 18. júní 2024 07:01 Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum. Þetta á sér forsögu: Fyrir sléttum 26 árum voru sett lög um áfengi á Íslandi sem leystu af eldri lög um sama efni. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þessum lögum, t.d.þeir sem framleiða áfenga drykki mega selja eigin framleiðslu á framleiðslustað að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Grunntilefni þessara laga hefur alltaf verið það að yfirvöld eru að reyna að hafa ákveðna umsjón með dreifingu og sölu á alkohóli til að hafa einhvern hemil á neyslu þessa efnis sem er læknisfræðilega skilgreint sem fíkni -og vímu efni sem auk þess hefur margar aðrar skaðlegar verkanir á heilsu. Smásalan skal vera í höndum átvr að undanteknu því sem selt er á stöðum með áfengisveitingaleyfi s.s. „minni“ brugghús og veitingastaðir. Þetta kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fyrir alþingi. Undanfarin ár hefur aukist þrýstinguri frá þeim sem vilja afnema núverandi reglur um dreifinguna á þessu fíkniefni og í staðinn sleppa því meira lausu í hendurnar á einkaaðilum sem sjá sér hag í því að gerast fíkniefnasalar. Nýjasta útspil fíkniefnasalana er síðan sú aðferð að bjóða áfengi í „netsölu“. Almenningur virðist nefnilega geta pantað áfengi til eigin neyslu erlendis frá í netsölukerfi. Innlendu fíkniefnasalarnir vísa til jafnræðisreglu ees samningnins sem segir (ef ég skil rétt) að jafnræði skuli ríkja milli innlendra og erlendra aðila í verslun. Þetta „jafnræði“ útfæra fiknienasalarnir þannig að heimilisfang fyrirtækisins er vistað erlendis en starfsemin og lagerinn á Íslandi. Alkohólblandan er afgreidd í smásölu beint af lagernum innanlands, ýmist á staðnum eða heimsent. Halda því svo fram að þetta sé netsala „frá útlöndum“. Hvað sem öðru líður er þetta háttalag þvert á móti anda gildandi laga og samskonar dæmi frá Svíþjóð segir að Íslensku fíkniefnasalarnir fari ekki að öllu leyti með rétt mál í sínum málflutningi þegar þeir mæla fyrir þessu atferli sínu. Úr þessu öllu hefur verið búin til réttaróvissa sem ég er undrandi á að ekki hafi verið gerð gangskör að fá skýrða. Styrkur réttarríkisins felst meðal annars í því að lagatúlkun sé skýr og ef óvissa skapast um rétta túlkun sé það hlutverk dómstóla að skera úr um vafan. Til þess gæti þurft t.d. málshöfðun og fyrir málshöfðun þarf einhver að kæra. Það er búiða að kæra, ein kæran var frá átvr sem kærði sem handhafi einkaréttaraðilans í smásölu utan veitingastaðanna en kæran fékk ekki efnislega meðferð vegna einhvers formgalla. Fjármálaráðherra sem er yfirvald átvr vildi ekki að málið færi lengra og lét það niður falla. Með því lét hann „óvissuna“ versna. Einstaklingur kærði til lögreglu það sem viðkomandi taldi vera ólöglegt athæfi, lagði fram allar sannanir sem þurfti til að sanna atburðinn og hvað svo? Ekki neitt, lögreglan virðist ekki fylgja málinu eftir. Saksóknaraembættin hafe enn ekkert aðhafst svo ég viti. En hvað gerir dómsmálaráðherran til að draga úr „réttaróvissunni“ sem er orðin neyðarlega áberandi? Ekki neitt. Þvert á móti skammar dómsmálaráðherra nýjan fjármálaráðherra fyrir að reyna að vinna að því að stofnun undir hans forræði, stofnun sem er eitt helsta verkfæri ríkisins til að hafa einhverja stjórn á stærstu fíkniefnadreifingunni, fái skýrt í hvað lagaumhverfi stofnunin starfi. Dómsmálaráðherra er semsagt að viðhalda réttaróvissu sem hefur mikil áhrif á lyðheilsu og útgöld ríkis og sveitsrfélaga. Réttaróvissu sem spillir fyrir heilbrigðu réttarfari. Mér finnst þessi dómsmálaráðherra og reyndar líka nokkrir undanfarar hennar í embætti vera þarna á herfilegum villigötum. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum. Þetta á sér forsögu: Fyrir sléttum 26 árum voru sett lög um áfengi á Íslandi sem leystu af eldri lög um sama efni. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þessum lögum, t.d.þeir sem framleiða áfenga drykki mega selja eigin framleiðslu á framleiðslustað að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Grunntilefni þessara laga hefur alltaf verið það að yfirvöld eru að reyna að hafa ákveðna umsjón með dreifingu og sölu á alkohóli til að hafa einhvern hemil á neyslu þessa efnis sem er læknisfræðilega skilgreint sem fíkni -og vímu efni sem auk þess hefur margar aðrar skaðlegar verkanir á heilsu. Smásalan skal vera í höndum átvr að undanteknu því sem selt er á stöðum með áfengisveitingaleyfi s.s. „minni“ brugghús og veitingastaðir. Þetta kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fyrir alþingi. Undanfarin ár hefur aukist þrýstinguri frá þeim sem vilja afnema núverandi reglur um dreifinguna á þessu fíkniefni og í staðinn sleppa því meira lausu í hendurnar á einkaaðilum sem sjá sér hag í því að gerast fíkniefnasalar. Nýjasta útspil fíkniefnasalana er síðan sú aðferð að bjóða áfengi í „netsölu“. Almenningur virðist nefnilega geta pantað áfengi til eigin neyslu erlendis frá í netsölukerfi. Innlendu fíkniefnasalarnir vísa til jafnræðisreglu ees samningnins sem segir (ef ég skil rétt) að jafnræði skuli ríkja milli innlendra og erlendra aðila í verslun. Þetta „jafnræði“ útfæra fiknienasalarnir þannig að heimilisfang fyrirtækisins er vistað erlendis en starfsemin og lagerinn á Íslandi. Alkohólblandan er afgreidd í smásölu beint af lagernum innanlands, ýmist á staðnum eða heimsent. Halda því svo fram að þetta sé netsala „frá útlöndum“. Hvað sem öðru líður er þetta háttalag þvert á móti anda gildandi laga og samskonar dæmi frá Svíþjóð segir að Íslensku fíkniefnasalarnir fari ekki að öllu leyti með rétt mál í sínum málflutningi þegar þeir mæla fyrir þessu atferli sínu. Úr þessu öllu hefur verið búin til réttaróvissa sem ég er undrandi á að ekki hafi verið gerð gangskör að fá skýrða. Styrkur réttarríkisins felst meðal annars í því að lagatúlkun sé skýr og ef óvissa skapast um rétta túlkun sé það hlutverk dómstóla að skera úr um vafan. Til þess gæti þurft t.d. málshöfðun og fyrir málshöfðun þarf einhver að kæra. Það er búiða að kæra, ein kæran var frá átvr sem kærði sem handhafi einkaréttaraðilans í smásölu utan veitingastaðanna en kæran fékk ekki efnislega meðferð vegna einhvers formgalla. Fjármálaráðherra sem er yfirvald átvr vildi ekki að málið færi lengra og lét það niður falla. Með því lét hann „óvissuna“ versna. Einstaklingur kærði til lögreglu það sem viðkomandi taldi vera ólöglegt athæfi, lagði fram allar sannanir sem þurfti til að sanna atburðinn og hvað svo? Ekki neitt, lögreglan virðist ekki fylgja málinu eftir. Saksóknaraembættin hafe enn ekkert aðhafst svo ég viti. En hvað gerir dómsmálaráðherran til að draga úr „réttaróvissunni“ sem er orðin neyðarlega áberandi? Ekki neitt. Þvert á móti skammar dómsmálaráðherra nýjan fjármálaráðherra fyrir að reyna að vinna að því að stofnun undir hans forræði, stofnun sem er eitt helsta verkfæri ríkisins til að hafa einhverja stjórn á stærstu fíkniefnadreifingunni, fái skýrt í hvað lagaumhverfi stofnunin starfi. Dómsmálaráðherra er semsagt að viðhalda réttaróvissu sem hefur mikil áhrif á lyðheilsu og útgöld ríkis og sveitsrfélaga. Réttaróvissu sem spillir fyrir heilbrigðu réttarfari. Mér finnst þessi dómsmálaráðherra og reyndar líka nokkrir undanfarar hennar í embætti vera þarna á herfilegum villigötum. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun